Menn skipta ekki um hest í miðri á.

Mikið hefði nú verið gott ef Ulrik Wilbek hefði þekkt málsháttinn að menn skipta ekki um hest í miðri á. 

Danskir fjölmiðlamenn eru eðlilega æfir yfir því að Wilbek skyldi hafa orðað þetta eftir aðeins þrjá leiki á Ólympíumótinu, og að vera jafnvel að orða það aftur eftir að meistaratitilinn var í höfn. 

Þar með hefur viðhorf "handboltaspekinga" í Danmörku til Guðmundar heldur betur snúist frá því sem var þegar hann var harðlega gagnrýndur og menn hömuust á honum fyrr á ferli hans.

Guðmundur er með pálmann í höndunum og getur veitt sér þann munað að segja bara að það sé bara allt í góðu á milli hans og Wilbek.  


mbl.is Brjálæði að brottrekstur hafi komið til tals
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú verður líka skiljanlegra af hverju Guðmundur fagnaði einn uppi á herbergi.

Mikil er skömm Dana.

Hvað ætli leikmennirnir hafi hugsað í fögnuðinum sama kvöld?

Innan um Ulrik Wilbek og hans pótintáta...

bugur (IP-tala skráð) 26.8.2016 kl. 23:22

2 identicon

Er það ekki misskilningur að þetta sé íslenskt orðtak?

Þannig halda enskir því fram að ekki séskynsamlegt að change horse in midstream. Og Danskerne siger: Man skal ikke skifte heste midt i vadestedet.

En það sem íslenskir segja um þetta er ljóslega þýðing og ekki gömul. Tímarit.is gefa elsta dæmið frá 1991.

Því liggur ljóst fyrir að Wilbekk langar aftur í djobbið.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 26.8.2016 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband