Skilningsleysi borgaryfirvalda sker sig úr.

Á eyju eins og Íslandi gera menn sér betri grein fyrir mikilvægi flugs og siglinga en hjá þjóðum á meginlöndum.

Þar eru landsamgöngur aðalatriðið.

Ein undantekning er þó hér á landi varðandi flugið. Hvarvetna úti á landi ríkir mikill skilningur og velvild í garð flugsins, svo sem á Akureyri, þar sem er flugsafn Íslands, nokkuð sem sýnir í hnotskurn andstæðuna við afstöðu borgaryfirvalda í Reykjavík gagnvart flugi.

Ekkert flugsafn er í Reykjavík, sem þó var vagga flugs á Íslandi á fyrstu tveimur áratugum þess. Merkilegir munir frá fyrstu árum Reykjavíkurflugvallar eru varðveittir á flugsafni, ja, getið þið upp á því hvar, - bænum Hnjóti í Patreksfirði! 

Dæmisagan um þráðinn að ofan, þegar köngullóin klippti í sundur fyrsta þráðinn, sem hún spann og lá niður á vefsvæðið, af því að þessi þráður var ekki inni í vefnum, á vel við um flugið í Reykjavík.

Gott dæmi um skilningsleysi á því, að flug er hátæknistarfsemi og einn af þremur grunnstoðum samgangna, er þegar borgarstjórinn sagði í sjónvarpsviðtali að neyðarbrautin hefði fengið þetta nafn af því að hún væri svo hættuleg! 

Svona álíka og að sagt væri að neyðarþjónusta og neyðarblys hétu þessu heiti, af því að þessi fyrirbæri væru svo hættuleg.

Sömuleiðis sagði sami embættismaður, að vel mætti flytja allt sjúkraflugið suður á Keflavíkurflugvöll. Má furðu gegna að læknir átti sig ekki á því eðli sjúkraflugs, að því nær sjúklingnum sem sjúkraflugvél er, þegar tilfelli hans kemur upp, því skemmri tíma tekur það að flytja hann á viðeigandi sjúkrahús.

Samgöngur og eðli þeirra er helsta grunnstoð þéttbýlis. Ef allt væri með felldu, reyndu borgaryfirvöld að stuðla að sem bestum og greiðustum samgöngum og samgöngustarfsemi af öllu tagi í borg, sem er miðstöð samgangna á landinu, en ekki að reyna að flæma hana í burtu.

Firring gagnvart samgöngum í víðara samhengi en innan þröngrar byggðar er að vísu skiljanleg hjá fólki, sem lifir og hrærist í innsta hring borgarsamfélags án tengsla við það sem liggur utan borgarinnar og hefur sjóndeildarhring og þekkingu á samgöngum í samræmi við það.

Í þeim efnum, eins og svo mörgum, er nauðsynlegt að efla þekkingu á gildi og eðli samgangna á landi, sjó og í lofti til þess að skapa grundvöll fyrir sem bestum ákvörðunum á þessu sviði sem öðrum.  

 


mbl.is Mikil tækifæri leynast í fluginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... þegar borgarstjórinn sagði í sjónvarpsviðtali að neyðarbrautin hefði fengið þetta nafn af því að hún væri svo hættuleg!"

Þetta er lygaþvættingur í þér, Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 28.8.2016 kl. 03:16

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... því nær sjúklingnum sem sjúkraflugvél er, þegar tilfelli hans kemur upp, því skemmri tíma tekur það að flytja hann á viðeigandi sjúkrahús."

Ómar Ragnarsson 2.4.2015:

"
Á sínum tíma hefði verið skárra að reisa sjúkrahúsið í Fossvogi meðan enn var þar nægt landrými og aðeins einn spítali kominn í stað allra húsanna, sem komin eru á Landsspítalalóðinni.

En nú er orðið of seint að reyna að gera þetta í Fossvoginum.

Við innanverðan Grafarvog er stórt autt svæði við Keldur. Sömuleiðis hjá Vífilsstaðaspítala."

Ómari Ragnarssyni finnst sem sagt allt í lagi að Landspítalinn sé langt frá miðju íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu en flugvöllur fyrir höfuðborgarsvæðið megi engan veginn vera það.

Þorsteinn Briem, 28.8.2016 kl. 03:21

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sumir hafa misst vatnið á fæðingardeild Framsóknarflokksins út af því að flugvöllur verði ekki skammt frá Landspítalanum við Hringbraut.

En sumum, til að mynda Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Ómari Ragnarssyni, finnst hins vegar allt í lagi að færa Landspítalann frá flugvellinum á Vatnsmýrarsvæðinu á annan stað á höfuðborgarsvæðinu.

Fyrir Hrunið hér á Íslandi haustið 2008 var hægt að reisa nýtt og stórt sjúkrahús á Landspítalalóðinni við Hringbraut og lóðin hefur ekki minnkað eftir Hrunið.

Þorsteinn Briem, 28.8.2016 kl. 03:23

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ákveðið hefur verið að Landspítali-Háskólasjúkrahús verði áfram við Hringbraut samkvæmt deiliskipulagi fyrir Landspítalann við Hringbraut sem samþykkt var af borgarstjórn Reykjavíkur 13. desember 2012 eftiröll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu höfðu samþykkt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, þar sem gert er ráð fyrir að Landspítalinn verði áfram við Hringbraut.

Þorsteinn Briem, 28.8.2016 kl. 03:27

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu, frá Kjalarnesi að Hafnarfirði, er vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík:

Íbúafjöldi á höfuðborgarsvæðinu
1. janúar 2014:

Reykjavík 121.230 (58,1%),

Kópavogur 32.308 (15,5%),

Hafnarfjörður 27.357 (13,1%),

Garðabær 14.180 (6,8%),

Mosfellsbær 9.075 (4,4%),

Seltjarnarnes 4.381 (2,1%).

Samtals 208.531.

Sunnan Reykjavíkur og Seltjarnarness (í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði) 73.845 íbúar.

Í Laugardal, Árbæ, Breiðholti, Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal, Mosfellsbæ og á Kjalarnesi 74.970 íbúar.

Í Háaleitis- og Bústaðahverfi 14.519 íbúar.

Á Seltjarnarnesi, í Vesturbæ, Miðbæ, Hlíðum, Holtum, Túnum og Teigum 45.064 íbúar, 30.545 fleiri en í Háaleitis- og Bústaðahverfi.

Og póstnúmer 105 Reykjavík er að langmestu leyti í Hlíðum, Holtum og Túnum vestan Kringlumýrarbrautar.

Miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu
, frá Kjalarnesi að Hafnarfirði, er því vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík, nálægt Klambratúni (Miklatúni) og því skammt frá Landspítalanum.

Þorsteinn Briem, 28.8.2016 kl. 03:31

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Harla ólíklegt að íslensk loftför hafi verið öruggari en bifreiðar hvað dauðaslys snertir á árunum 1920-1997 og fjölda íslenskra loftfara og bifreiða á þessu tímabili.

Þar að auki fórst hér
á Íslandi fjöldinn allur af erlendum loftförum á þessum árum.

Íslensk loftför - Um 400 létust í um 70 slysum frá upphafi til 14.9.1997, sjá neðst á síðunni

Þorsteinn Briem, 28.8.2016 kl. 03:35

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.3.1986:

"Segja má að kraftaverk hafi átt sér stað í gær, þegar Fokkervél með 41 farþega missti afl á öðrum hreyfli og hætt var við flugtak.

Flugvélin fór fram af flugbrautinni út á Suðurgötuna
, sem liggur við vesturenda brautarinnar, og stöðvaðist á miðri götunni."

Fokkervél fór út á miðja Suðurgötuna


3.8.1988:


"Þrír menn fórust er kanadísk tveggja hreyfla ferjuflugvél fórst skömmu fyrir lendingu á Reykjavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan 17 í gær.

Flugvélin stakkst á nefið á milli brautarenda og Hringbrautar og sprakk strax í loft upp.
"

Flugvél stakkst á nefið og sprakk í loft upp steinsnar frá Hringbrautinni


16.10.1990:


"Ekkert hefur enn komið fram við rannsókn á flaki flugvélarinnar sem hrapaði í Skerjafjörð síðastliðinn laugardag.

Flugmaðurinn lést í slysinu. Hann var reyndur flugmaður, með 400 flugstundir að baki.

Flugvél hrapaði í Skerjafjörð


23.4.1997:


"Mikil mildi þykir að enginn skyldi slasast þegar tveggja hreyfla flugvél brotlenti við Reykjavíkurflugvöll í gær, rétt við Suðurgötu.

Bílar höfðu örskömmu áður ekið um götuna."

Brotlenti við Suðurgötuna


9.8.2000:


"Eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna hrapaði í Skerjafjörð, rétt vestan við Nauthólsvík, á mánudagskvöld."

Flugvél hrapaði í sjóinn rétt vestan við Nauthólsvík

Þorsteinn Briem, 28.8.2016 kl. 03:36

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hættan á flugslysum er einna mest við enda flugbrauta.

Þorsteinn Briem, 28.8.2016 kl. 03:40

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 28.8.2016 kl. 03:41

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri 10.6.2016:

"Hæstiréttur dæmdi borginni í hag í málaferlum okkar gegn ríkinu um lokun þriðju flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli.

Bæði dómar héraðs- og Hæstaréttar eru mjög afdráttarlausir og eyða óvissu um næstu skref, lokun þriðju brautarinnar og uppbyggingu á Hlíðarenda.

Það er mikils virði að dómarnir taka einnig á þeim áhyggjum sem settar hafa verið fram um öryggismál og önnur atriði sem sett hafa verið fram sem rök gegn því að efna eigi fyrirliggjandi samninga.

Ráðherra hefur frest til 29. september næstkomandi til að loka brautinni en eftir það leggjast dagsektir á ríkið.

Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur tekið af skarið um að sá frestur verði virtur.

Uppbygging á Hlíðarenda getur því hafist af krafti enda ekki vanþörf á. Þar munu rísa 600 íbúðir með verslun og þjónustu á jarðhæð."

Þorsteinn Briem, 28.8.2016 kl. 03:43

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

14.3.2013:

"Samningar hafa tekist á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um kaup á landi ríkisins í Skerjafirði.

Í samningnum felst að Reykjavíkurborg kaupir land ríkisins, alls um 112.000 fermetra svæði. Gera má ráð fyrir að allt að 800 íbúðir geti risið á  byggingarlandinu.

Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra og Dagur B. Eggertsson sem staðgengill borgarstjóra undirrituðu samninginn á Reykjavíkurflugvelli.

Samningurinn var samþykktur í borgarráði með öllum greiddum atkvæðum á fundi þess í morgun.

Í samningnum segir að sameiginlegt markmið ríkis og Reykjavíkurborgar sé að koma svæðunum sem losna við lokun norður/suður og austur/vestur flugbrautar Reykjavíkurflugvallar (stundum kölluð litla flugbrautin) í uppbyggingu með hag beggja samningsaðila að leiðarljósi.

Fjöldi íbúða og fyrirkomulag á svæðinu verður útfært í deiliskipulagi undir forystu umhverfis- og skipulagssviðs."

Ný 800 íbúða byggð í Skerjafirði - Reykjavíkurborg

Þorsteinn Briem, 28.8.2016 kl. 03:45

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi flokka í Reykjavík - Skoðanakönnun Gallup 8.10.2015:

Píratar 28%,

Samfylking 25%,

Björt framtíð 8%,

Vinstri grænir 11%.

Samtals 72% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 27% og þar af Framsóknarflokkur 4%.

Þorsteinn Briem, 28.8.2016 kl. 03:46

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.10.2015:

"Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og flug­vall­ar­vin­ir fengju 4,4% at­kvæða sam­kvæmt könn­un­inni sem unn­in er af Gallup fyr­ir Viðskipta­blaðið en fengu 10,7% í kosn­ing­un­um í fyrra."

Þorsteinn Briem, 28.8.2016 kl. 03:48

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.10.2013:

"Í framhaldi af undirritun meðfylgjandi samkomulags milli ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group munu ríki og Reykjavíkurborg vinna í samræmi við áður undirritaða samninga.

Undirbúningur eftirfarandi verkefna mun þegar hefjast:"

"... ii) Aðilar ljúki vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir flugvallarsvæðið og tilkynnt verði um lokun NA/SV-brautarinnar samhliða auglýsingu þess, síðar á þessu ári [2013]. ..."

"iii) ... Óháð öðrum verkþáttum sem í samkomulaginu felast munu innanríkisráðuneytið og Isavia hafa forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar í samræmi við áður gefin fyrirheit vegna endurbyggingar vallarins um síðustu aldamót og skal stefnt að því að framkvæmdir verði hafnar eins fljótt og verða má."

Samkomulag ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um sameiginlega athugun á flugvallarkostum (svokölluð Rögnunefnd)

Þorsteinn Briem, 28.8.2016 kl. 03:50

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samfylkingin, Björt framtíð og Vinstri grænir fengu meirihluta borgarfulltrúa í síðustu borgarstjórnarkosningum.

Samfylkingin bætti við sig tveimur mönnum og minna en 1% munaði á sjötta manni Samfylkingarinnar og öðrum manni Framsóknar og flugvallarvina.

Og næstu borgarstjórnarkosningar verða árið 2018.

Þorsteinn Briem, 28.8.2016 kl. 03:54

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kosning um Reykjavíkurflugvöll fór fram og spurt var hvort flugvöllurinn ætti að fara af Vatnsmýrarsvæðinu eftir árið 2016 og eftir því hefur verið unnið og samningar gerðir á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins.

Þorsteinn Briem, 28.8.2016 kl. 04:00

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.3.2001:

kosningunni, sem var rafræn, var hægt að kjósa á milli þriggja kosta.

Í fyrsta lagi að flugvöllur yrði áfram í Vatnsmýri eftir 2016.

Í öðru lagi að flugvöllur færi úr Vatnsmýri eftir árið 2016 og í þriðja lagi var hægt að skila auðu."

Meirihlutinn vill flugvöllinn burt í kosningum um framtíð Vatnsmýrarsvæðisins og staðsetningu flugvallarins

Þorsteinn Briem, 28.8.2016 kl. 04:02

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirskriftir árið 2013 um Reykjavíkurflugvöll voru um 29% af þeim sem voru á kjörskrá í síðustu alþingiskosningum.

20.9.2013:

"Rétt rúmlega 20 þúsund Reykvíkingar skrifuðu undir á síðuna lending.is.

Að sögn Njáls Trausta Friðbertssonar, formanns undirskriftarsöfnunarinnar höfðu 20.626 Reykvíkingar skrifað undir en um tvö prósent þeirra eru yngri en 18 ára og hafa því ekki náð löglegum kosningaaldri.

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru tæplega 88 þúsund manns á kjörskrá í Reykjavík árið 2009, engar nýrri tölur er að finna á síðunni.

En ef miðað er við þær tölur má ætla að tæplega 23% kosningabærra Reykvíkinga hafi skrifað undir til þess að mótmæla flutningi flugvallarins."

Þorsteinn Briem, 28.8.2016 kl. 04:04

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins, 58%, er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila.

Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og Reykjavíkurborg getur því krafist þess að ríkið afhendi henni það land sem borgin á núna á Vatnsmýrarsvæðinu.

Og ein flugbraut hefur ekki verið talin nægjanleg á Vatnsmýrarsvæðinu.

Reykjavíkurborg ræður því einnig hvort fyrirferðarmikil aðflugsljós á stálbitum fyrir austur-vestur braut Reykjavíkurflugvallar yrðu reist á útivistarsvæði Reykvíkinga vestan Suðurgötu.

Einnig hvort skógur yrði felldur vegna flugbrautarinnar við austurenda hennar í Öskjuhlíð, sem einnig er útivistarsvæði Reykvíkinga.

Þar að auki er svæðið við suðurenda norður-suður brautar flugvallarins einnig útivistarsvæði Reykvíkinga.

Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu, merkt hér með gulum strikum:

Þorsteinn Briem, 28.8.2016 kl. 04:08

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum á Vatnsmýrarsvæðinu 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.

Og frá þeim tíma hefur verið 70% verðbólga hér á Íslandi.

Úttekt á framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar, bls. 64-65

"78. gr. Sveitarfélög skulu sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða.

Tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveðnir með lögum, svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 28.8.2016 kl. 04:09

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu - Stjórnarskrárvarinn eignarréttur

"Eignarréttur er réttur einstaklings, fyrirtækis eða annars lögaðila til að nota hlut, selja eða ráðstafa á annan hátt og að meina öðrum að nota hann."

Þorsteinn Briem, 28.8.2016 kl. 04:13

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins, 58%, er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila og mannvirki á landinu verða að víkja ef eigendurnir krefjast þess.

Og harla einkennilegt að vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um hvað eigi að vera á landi Reykjavíkurborgar.

Þorsteinn Briem, 28.8.2016 kl. 04:14

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024 var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur 18. apríl 2002, afgreitt af Skipulagsstofnun til staðfestingar umhverfisráðherra 19. desember 2002 og staðfest af umhverfisráðherra 20. desember 2002.

Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024

Þorsteinn Briem, 28.8.2016 kl. 04:15

24 Smámynd: Már Elíson

Jæja Ómar, - Nú ertu búinn að fá þokkalegan skerf af óhróðri frá greinilega sinnisveikum manni sem er einu sinni enn búinn setja 23 spam-pósta á síðuna þína auk svívirðinga í þinn garð. - Finnst þér þetta í lagi, og ætlarðu virkilega að láta þetta viðgangast, eina ferðina enn ? - Magnað hvernig þú lætur einn mann eyðileggja möguleika á málefnalegri umræðu á vefsvæði þínu og draga niður og tæta í sundur góða grein frá þér og yfirleitt allar þínar ágætu færslur. - Mér er spurn, - Hvað hagnast þú á skrifum, copy/paste, lygum og öðru rugli frá þessum manni ? - Er það virkilegt, að þú teljir þig kunna að hagnast á þessu ?

Már Elíson, 28.8.2016 kl. 11:00

25 identicon

Tek undir með Má.

Þú getur ekki Ómar alltaf vísað í það að þú viljir

hafa þína síðu opna fyrir alla, þegar þessi einstaklingur

tekur í hvert skipti yfir allt sem þú ert að blogga um.

Maðurinn gengur ekk heill til skógar svo vægt sé til orða tekið.

Eyðileggur alla umræðu með þessum afskiptum auk þess að

svívirða þig í dónaskapnum.

Það eru takmörk fyrir öllu, en hversu lengi nennir þú

að lóta þennan ósóma nota þín síðu í sínum áróðri..??

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 28.8.2016 kl. 11:24

26 identicon

Pistlar Ómars eru kærkomin lesning.

Sem umræðuvetvangur er hún hinsvegar afskaplega takmörkuð vegna spams.

Sigurður Sunnandvindur (IP-tala skráð) 28.8.2016 kl. 12:07

27 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sparaðu stóryrðin, Steini.  "Lygaþvættingurinn" var reyndar viðtal Björns Þorlákssonar við borgarstjórann á Hringbraut.

Það er yrði mikill munur á því hvort flugvöllurinn er sex fljótekna kílómetra frá miðju íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu eða í 44 kílómetra fjarlægð á flugvelli, sem stundum er lokaður vegna veðurs þegar Reykjavíkurflugvöllur er opinn vegna skjóls, sem hann hefur af Reykjanesfjallagarðinum.  

Ómar Ragnarsson, 28.8.2016 kl. 12:57

28 identicon

Kann að meta ummæli Steina, en gott er að kunna sér hóf.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.8.2016 kl. 13:33

29 identicon

Með því að eyðileggja Reykjavíkurflugvöll (sem við höfum ekki efni á) og með því að byggja annan í Hvassahrauni (sem við höfum ekki heldur efni á) erum við að auka bílumferð margfalt um höfuðborgarsvæðið þar sem lengra verður fyrir fólk að aka til og frá flugvelli.  Svo má ekki gleyma aukinnar áhættu sjúkraflutninga við að koma sjúklingum til og frá "Hvassahraunsflugvelli" í öllum þeim veðrabrigðum sem fylgja þessari eyju okkar.  Það sem er þó verst við þetta er að ef af þeirri geggjun verður  að eyðileggja Reykjavíkurflugvöll og að ætlast til þess að allt innanlandsflug, leiguflug og kennslu- og einkaflug fari til Keflavíkur, þá mun umferð um þjóðvegakerfið stóraukast og að sama skapi lífstjón og slysatíðni hækka töluvert.  Flugfarþegar munu frekar velja vegina í stað þess að fara fyrst til Keflavíkur því það verður allt of tímafrekt ferðalag fyrir 45 mínútna flug t.d. til Akureyrar.  Það er öruggt.  Að lokum Ómar, þá kann ég vel að meta þínar hugmyndir sem eru bara gott fóður í umræðuna um flugvelli landsins og samgöngur almennt og þakka þér fyrir það.  "Steina Briem" mætti hins vegar loka úti héðan af þessari síðu.  Þó frjáls skoðanaskipti séu af hinu góða og ritskoðanir slæmar þá hefur hann margfalt sagt sínar skoðanir á þessari síðu og algjör óþarfi að leyfa honum að halda því áfram með þessu "spamofbeldi" sem hann stundar hér í sífellu.  Góðar flugstundir.

Matthías Arngrímsson (IP-tala skráð) 28.8.2016 kl. 14:23

30 identicon

Keflavíkurflugvöllur liggur í næsta nágrenni við virkar eldstöðvar. Hvassahraun er á eða við sömu eldstöðvar. Enginn veit hvenær þar muni gjósa.

Er þetta ekki kallað að setja öll eggin í sömu körfuna?

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 28.8.2016 kl. 18:22

31 identicon

BURT MEÐ VALLARÓFETIÐ..

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 29.8.2016 kl. 14:33

32 identicon

Háværi minnihlutinn ræður þessu eins og alltof mörgum öðrum málum..

GB (IP-tala skráð) 29.8.2016 kl. 16:26

33 Smámynd: Benedikt V. Warén

Fyrir nokkrum mánuðum setti ég inn eftirfarandi:

Með ræpu sumir sveima hér
skelfing er það miður
Um síður Ómars Steini fer,
sem stjórnlaus rekaviður

Sýnist það eiga enn við.

Benedikt V. Warén, 30.8.2016 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband