Hvað þýða fylgistölur Framsóknar? "Sáuð þið hvernig ég tók hann"?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, fór á bak við þjóðina og flokk sinn varðandi eignir í aflandsfélagi, laug framan í allan heiminn í sjónvarpsviðtali, fór áfram á bak við þingflokkinn með því að fara án samráðs við eigin þingmenn og þingflokk samstarfsflokksins eindæma sneypuför til Bessastaða og var þar með orðinn svo rúinn trausti, að hann hraktist úr forsætisráðherrastóli og fór í timabundna útlegð.

Fylgi Framsóknarflokksins hrapaði af þessum orsökum niður í 6 prósent.

En Sigurður Ingi Jóhannsson, sem tók við forsætisráðherraembættinu, var strax í upphafi með allt annað yfirbragð að öllu leyti en SDG.

Eitt lítið dæmi um það var 17. júní ræða á allt öðrum nótum en hafði verið hjá SDG. 

Við tók friðsamlegt vorþing og eins og er stefnir í haustkosningar án stórkostlegra átaka á þingi.

Í samræmi við þetta eykst fylgi Framsóknarflokksins og er hún komið yfir 10 prósent, augljóslega mest Sigurði Inga að þakka.

Eða það hefði maður haldið.  

Nú þarf hann og stuðningsmenn hans að þekkja sinn vitjunartíma og fylgja þessu eftir. 

Mjög sérkennilegt er þegar fylgismenn Sigmundar Davíðs segja, að það sé vegna "endurkomu" hans úr útlegðinni sem fylgi Framsóknarflokksins hefur náð sér á strik og kalla framboð Höskuldar Þórhallssonar til fyrsta sætis í prófkjöri flokksis í Norðvesturkjördæmi "pólitískt ólæsi."

Slíkt minnir á Jón sterka í Skugga-Sveini þegar hann var felldur en spratt á fætur og sagði: "Sáuð þið hvernig ég tók hann?" 

  


mbl.is Býður sig fram gegn Sigmundi Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta "pólitíska ólæsi" virðist ekki vera útbreidd nema í Þingeyjarsýslu. En þar hafa afturhaldssamir framsóknarmenn enn ekki áttað sig á því að lítt menntaður Tortóla skattsvikari og lygari á ekkert erindi á Alþingi Íslendinga. Ruslið sem flaut inn á þing með Sigmundu Davíð hefur einnig gefist upp.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 31.8.2016 kl. 20:49

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Menn þurfa nú að gera betur en þetta vilji þeir fullyrða að núverandi forsætisráðherra hafi aukið fylgi Framsóknarflokksins.

Í gær:

"Framsókn mælist með 10,6% fylgi samkvæmt nýrri könnun MMR."

Og að sjálfsögðu eru alltaf einhver vikmörk í skoðanakönnunum.

Vikmörk í skoðanakönnunum - MMR.is

Þorsteinn Briem, 31.8.2016 kl. 21:26

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi Framsóknarflokksins11% og flokkurinn reynir með plottum að halda í þá fáu sem eftir eru.

Samkvæmt skoðanakönnunum fengi flokkurinn sjö þingmenn, engan í Reykjavík, einn í Suðvestur- og Suðurkjördæmi, og fimm í rollukjördæmunum, þar af tvo í Norðvestur- og þrjá í Norðausturkjördæmi.

Og af þessum sjö er meirihlutinn nú ráðherrar.

Steini Briem, 20.12.2014

Þorsteinn Briem, 31.8.2016 kl. 21:28

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þegar Sigurður Ingi Jóhannsson var búinn að vera forsætisráðherra hátt í fjóra mánuði:

25.7.2016:

Píratar mælast með 26,8% fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn 24% í nýrri skoðanakönnun MMR.

Vinstri græn mælast með 12,9% fylgi og Viðreisn 9,4%.

Samfylkingin mælist með 8,4% og Framsóknarflokkurinn 8,3%.

Ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar 7. apríl 2016

Þorsteinn Briem, 31.8.2016 kl. 21:42

5 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sæll Ómar

Ég held að síðasta setning þin í pistlinum eigi frekar við SJS og möguleg orð hans til fylgismanna sinna  þ.e. eftir ræðu sína á alþingi í dag milli 17 og 18 í dag.(umfjöllun um skýrslu um sparisjóðina)

En þau orð munu ekki hitta í mark hjá neinum nema hjá honum sjálfum og þá sérstaklega þegar hann er að reyna  að fela sín mistök fyrir alþjóð. SJS heldur að allir aðrir en hann séu fífl, en í dag var hann afhjúpaður í beinni útsendingu.

Eggert Guðmundsson, 31.8.2016 kl. 21:56

6 Smámynd: rhansen

ÓMAR ,TALDI ÞIG NU MERKILEGRI KARAKTER EN AÐ BERA LYGI UPPÁ FÓLK .ÞÓ ÞÚ HAFIR GAMAN AF GRINI  ...En sa hlær best sem siðast hlær og þeir sem enn reyna halda á lofi gróusögum um SDG og með öllu ósönnum ..eiga vonandi eftir að þurfa iðrast ...ENginn nulifandi maður hefur verið lagður i þvilikt einelti sem óttast sannleikann sem hann segir og það sem hann veit um þá sem vond verk unn t.d. Jóhönnu SIG OG Stingrim Sigfússon ....VIgdis byrjaði i dag á yfirferð skyrslu sinnar um hrunn bankanna og af hverju þessir risabónusar sem landið allt talar um nuna eru til komnir ..það skrist allt betur i næstu viku ,,,en sa dagur gæti komið að einhverjir bæðu guð sinn að hjálpa ser  ...Kanski mættir þú gera það lika ómar og fl ymsra hluta vegna ....Njottu !!

rhansen, 1.9.2016 kl. 00:32

7 Smámynd: rhansen

afsaka stafavillur !biluð tölva  SORRY 

rhansen, 1.9.2016 kl. 00:34

8 identicon

http://www.ruv.is/frett/talsmadur-indefence-vill-ad-sigmundur-viki

Ekki er ég innsti koppur í búri Framsóknarflokksins.  Utanfrá séð virðist Vigdís Hauksdóttir hafa verið lögð í einelti innan flokksins.  Þar var tónninn gefinn fyrir framhaldið.  Hún rakaði saman atkvæðum fyrir þennan flokk en þar var gengið framhjá henni a.m.k. tvisvar.  Sömuleiðis var uppákoman þar sem Höskuldur var niðurlægður - að því er virtist vísvitandi - í formannskjöri flokksins ekki Sigmundi til framdráttar.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.9.2016 kl. 07:27

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðarpúls Gallup ágúst 2016

Þorsteinn Briem, 1.9.2016 kl. 22:22

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.9.2016 (í dag):

"Sjálfstæðisflokkur mælist með 26,3% fylgi og Píratar með 25,8% en munurinn mælist ekki marktækur.

16,2% ætla að kjósa Vinstri græn
, svipað og síðast. Viðreisn bætir við sig 1,5% og mælist nú með 10,6%.

Framsóknarflokkurinn mælist með 9% og missir 0,9% frá síðustu könnun.

Samfylkingin stendur í stað með 8,3% en Björt framtíð missir 1% og mælist með 2,9%.

Um 1% aðspurðra myndi kjósa aðra flokka og þar af segjast 0,6% kjósa Íslensku þjóðfylkinguna.

Næstum 11% taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp og tæplega 7% myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag.

Miklar breytingar yrðu á skipan Alþingi ef þessi könnun gengi eftir.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins breyttist minnst, hann er nú með 19 menn á þingi en fengi 17 miðað við kjördæmaúthlutun.

Framsóknarflokkurinn yrði ekki svipur hjá sjón. Hann er nú með 19 þingmenn en fengi 6 ef gengið yrði til kosninga nú og engan mann kjördæmakjörinn í Reykjavíkur- og Suðvesturkjördæmunum.

Píratar eru nú með 3 þingmenn en fengju 17 þingmenn, jafnmarga og Sjálfstæðisflokkurinn.

Píratar mælast stærstir í kjördæmunum þremur á höfuðborgarsvæðinu, fengju 9 kjördæmakjörna þingmenn þar, en Sjálfstæðisflokkurinn 8.

V
instri græn eru nú með 7 þingmenn en fengju 11, flesta í Norðausturkjördæmi.

Viðreisn fengi 7 þingmenn. Samfylkingin er með 9 þingmenn nú en fengi 5 og engan mann í Norðvestur- og norðausturkjördæmunum.

Björt framtíð sem nú er með 6 þingmenn, myndi þurrkast út ef gengið væri til kosninga nú."

Þorsteinn Briem, 1.9.2016 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband