Firringin minnkar ekki.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sér dæmalausa atburði þrjá daga í april síðastliðnum í allt öðru ljósi en flestir aðrir, og er varla hægt að nota annað orð en firringu í því sambandi.  

Það sem gerðist þessa apríldaga var að hann var spurður einfaldrar spurningar í sjónvarpsviðtali um Wintris og ákvað að ljúga. 

Í kjölfarið fór hann í dæmalausa sneypuför til Bessastaða á fund forseta Íslands án samráðs við eigin þingflokk og þingflokk samstarfsflokksins. 

Fjölmennustu mótmæli aldarinnar spruttu af þessum atburðum og Sigmundur Davíð, rúinn trausti, fór úr embætti og til að lægja öldurnar var ákveðið að gera Sigurð Inga Jóhannsson að forsætisráðherra og flýta kosningum um hálft ár. 

Nú neitar Sigmundur Davíð því að Wintrismálið og þessi atburðarás hafi orðið til þess að kosningum var flýtt og lýsir því að hann var spurður um Wintris sem ótrúlegri árás á sig, tilefnislausri og grófri. 

Þegar hann ber mál sitt saman við mál David Cameron skautar hann alveg framhjá því að Cameron laug ekki blákalt í sjónvarpsviðtali og greip þaðan af síður til gjörða, sem rúðu hann trausti þingflokks síns. 

F


mbl.is Getur ekki beðist afsökunar á árásum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haleljúa kórinn á Húsavík fékk áfallahjálp þegar SDG var afhjúpaður í sjónvarpinu, en er búinn að ná vopnum sínum eftir að formaðurinn leit í heimsókn og sagði þeim að það væri alþjóðaklíka að reyna að knésetja hann. Mannræfill á Seltjarnarnesi, sem titlar sig blaðamann, bloggar síðan í gríð og erg eins og að hann sé Konni að taka við skipunum frá Baldri. Skv. þessu fólki er verið að knésetja SDG, þetta fólk er eins og íbúar N-Kóreu.     

thin (IP-tala skráð) 22.9.2016 kl. 22:48

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Wintris-málið er ekki saknæmt athæfi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, heldur algengt af mörgum, og löglegt. Fólk ætti að skammast sín til að viðurkenna þá staðreynd, hvar í flokki sem sú fólkshjörð hefur fundið sér dómsvarið og spillt klíkuskjól!

En það er grafalvarlegt, siðlaust og sakanæmt athæfi að leyna þingflokksfélaga sína um að ætla að láta forseta rjúfa þing. Og það er saknæmt að hafa jafnvel farið á bak við þingflokksfélaga sína frá upphafi kjörtímabilsins eða jafnvel lengur?

Ekki undarlegt að illa hafi gengið á kjörtímabilinu innan Framsóknarflokksins, með slíkan blekkjandi felulita-einræðisformann.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.9.2016 kl. 23:07

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það var löglegt að vera með Wintris, enda segi ég hvergi annað. Munurinn á SDG og Cameron var hins vegar sá að fyrstu viðbrögð SDG voru að ljúga til um málið.  

Ómar Ragnarsson, 23.9.2016 kl. 00:28

4 identicon

100% sammala Ómari Sigmundur klikkaði a lyginni ef hann hefði ekki kosið að ljúga væri staða hans betri i dag 

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 23.9.2016 kl. 00:32

5 identicon

tökum Sigmund Davíð aðeins út fyrir svigann og skoðum vinnubrögð RÚV þíns gamla vinnustaðar.

Hvert álítur þú að hafi verið markmið fréttamannanna með viðtalinu við Sigmund Davíð, af fá fram hið sanna í einhverju máli eða að koma höggi á forsætisráðherrann af einhverjum ástæðum?

Telurðu sem gamall fréttamaður að þetta hafi verið ásættanleg fréttamennska? 

T.d. að óska eftir viðtali á fölskum forsendum?

Eða setja viðtalið upp á svipaðan hátt og "surprice" veiðar fréttamannsins á barnaníðingum og stökkva svona inn i mitt viðtal?

Að stofnun eins og RÚV sem á að vera hlutlaus skuli blandast inn í þá aðför sem þetta var og taka þátt í margra vikna undirbúningi?

Hver var svo árangurinn af öllu saman, varð þjóðin einhvers vísari?

Burt séð frá sterkum tilfinningaviðbrögðum kom þá eitthvað fréttnæmt í ljós sem ekki hefði komið fram eftir hefðbundnari og siðlegri leiðum?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 23.9.2016 kl. 01:12

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

31.3.2016:

"Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra segir að eftir að upplýst var um aflandsfélög tengd ráðherrum séu engar siðferðilegar stoðir lengur fyrir þeirri pólitísku stefnu ríkisstjórnarinnar að sumir geti staðið fyrir utan krónuhagkerfið en aðrir ekki."

"Því hefur verið haldið fram að það sé nauðsynlegt að hafa krónu vegna útflutningsfyrirtækjanna.

Útflutningsfyrirtækin hafa hins vegar fyrir löngu yfirgefið krónuna. Þau starfa fyrir utan krónuhagkerfið þannig að þau rök eiga nú ekki vel við.

Þegar gengi krónunnar hrynur rýrna eignir launafólks en eignir þeirra sem geyma sín verðmæti í erlendri mynt hækka í verði.

Það er þetta óréttlæti sem ég held að hafi blasað við um nokkurn tíma en verður miklu augljósara eftir þessa atburði."

Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins - Engar siðferðilegar stoðir fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar

Þorsteinn Briem, 23.9.2016 kl. 02:12

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

31.3.2016:

"Eiríkur Elís Þorláksson lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir það ekki breyta neinu varðandi meint vanhæfi þó ráðherrann hafi unnið gegn hagsmunum konu sinnar."

"Þá skipti það heldur ekki máli að umræddar eignir séu séreign eiginkonunnar, vanhæfið, sé það til staðar, sé hið sama, enda sé hún það tengd honum að vanhæfisreglur eigi við um hann sem ráðherra."

"Eiríkur Elís segir að umræðan um málið hvað varði vanhæfið hafi verið á verulegum villigötum.

Þannig hafi aðstæður verið bornar saman við það að allir alþingismenn hefðu þá verið vanhæfir í sumum málum tengdum hruninu, til dæmis þegar ákveðið var að gera innistæður í bönkum að forgangskröfum.

Þessu sé gjörólíku saman að jafna við mál forsætisráðherra. Hæfisreglur varðandi alþingismenn séu af allt öðrum toga.

Þannig verði alþingismenn aðeins vanhæfir í málum þar sem um er að ræða fjárveitingar til þeirra sjálfra."

"Eiríkur Elís bendir á að forsætisráðherra væri því ekki vanhæfur til að fjalla um málið sem alþingismaður.

Hins vegar hafi hann gert það sem forsætisráðherra og þar gildi hæfisreglur stjórnsýslunnar sem séu miklu strangari en hæfisreglur alþingismanna og svipi hæfisreglum sem gildi um ráðherra raunar til hæfisreglna dómara."

"Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkisskattstjóra eru hjón samsköttuð óháð því hvort annað hjónanna á eignir en hitt ekki. Þau séu sameiginlega ábyrg gagnvart skattayfirvöldum."

Hæfi ræðst ekki af vinnu gegn kröfuhöfum - Eiríkur Elís Þorláksson lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík

Þorsteinn Briem, 23.9.2016 kl. 02:14

11 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Tek hér undir mál Bjarna Gunnlaugs, og árétta að það er ekki bannað að eiga peninga. 

En þessir pörupiltar sem gerðu aðsúg að forsætisráðherra í þeim einum tilgangi að upphefja sjálfasig á kostnað fólksins sem forsætisráðherra var að vinna fyrir og notuðu til þeirra ósmekklegu þarfa sinna Ríkisútvarp allra landsmanna, eiga ekkert annað skilið en að kallast druslur síns eigin klaufaskapar.      

Hrólfur Þ Hraundal, 23.9.2016 kl. 05:04

12 identicon

Sigmundur brást klaufalega við og jafnvel enn klaufalegar í framhaldinu. Reyndur stjórnmálamaður hefði án efa gert mun betur.

Það breytir því ekki að vinnubrögð þeirra sem kalla sig fréttamenn og stóðu að þessu voru ákaflega óheiðarleg og ekki á nokkurn hátt til þess fallin að fá fram upplýsingar og skýringar, heldur eingöngu til að koma höggi á þennan tiltekna stjórnmálamann. Þeir eru hins vegar allnokkrir sem geta með engu móti komið auga á þetta, en þeir eiga það líka flestir sammerkt (t.d. síðuhaldari hér) að hafa ekkert á móti því að höggi verði komið á þennan tiltekna stjórnmálamann.

ls (IP-tala skráð) 23.9.2016 kl. 08:13

13 identicon

Sigmund Davíð var svo vitlaus og óforskammaður að hann reyndi að fela það fyrir þjóðinni að hann hefði hagsmunatengingar við þrotabú föllnu bankanna. Auk þess stelur hann undan skatti með því að fela seðlana sína á Tortóla. Hann er hrokagikkur með smeðjulegt yfirlæti. Innbyggjar verða að vanda sig betur, maður gerir ekki erfðaprinsa íslenska auðvaldsins, Sigmundur Davíð og Bjarni Ben að valdamestu mönnum þjóðfélagsins. Það gengur bara ekki. Og öllum má nú vera ljóst að Sigmundur Davíð er vanhæfur „posh boy“, með litla sem enga menntun, því lítil námsmaður. Það er ekki hægt að kaupa menntun, hinsvegar sæti flokksformanns ónýts stjórnmálaflokks.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.9.2016 kl. 08:23

14 identicon

Bæði Bjarni Gunnlaugur og Hrólfur Hraundal tala um að gerður hafi verið aðsúgur að SDG. En eins og fram kom í viðkomandi þætti þá sagði SDG að ef þeir hefðu sent honum svörin hefði hann "getað" verið búinn að undirbúa sig. Udirbúa sig undir hvað? Að vera búinn að vera í æfingabúðum hjá Útskýrarnum í hvernig ætti að ljúga sig út úr málunum?  Maðurinn var búinn að sniðganga fréttastofu RÚV í fleiri mánuði og neitaði þeim um viðtöl en gat farið í einhver drottningaviðtöl þar sem fréttamenn létu mata sig á upplýsingum frá Útskýraranum.                                                               Og síðan að tala um að þetta sé aðför að SDG, sem var nota bene, EINN ÞRIGGJA ÍSLENSKRA RÁÐHERRA Í VESTUR EVRÓPU ÞESSUM SKJÖLUM.

thin (IP-tala skráð) 23.9.2016 kl. 08:37

15 identicon

Ómar Ragnarsson sér dæmalausa atburði þrjá daga í april síðastliðnum í allt öðru ljósi en flestir aðrir, og er varla hægt að nota annað orð en firringu í því sambandi.

Richard Ulfarsson (IP-tala skráð) 23.9.2016 kl. 08:41

16 identicon

Það er mikið gert úr meintri lýgi Sigmundar. Þegar fólk áttaði sig á því að í raun var ekkert hneyksli málinu, þrátt fyrir mikinn æsing og ofstæki sem birtist m.a. í mótmælum þeirra sem eru ekki hrifnir af framsóknarflokknum og Sigmundi og fannst þetta gott tækifæri að fara mótmæla, þá varð meint lýgi aðalmálið. Er þetta sanngjarnt og er fólk samkvæmt sjálfu sér í þessum óbilgjörnu og harkalegu dómum.  Ég ætla að fullyrða að það hefðu ekki margir komið vel út úr þessum aðtæðum sem Sigmundur var þarna settur í.  Hann sýndi að hann er mannlegur og brást við eitt augnablik með því að þræta meðan hann var hreinlega að átta sig á hvert þessir fréttamenn voru að fara með spurningm sínum sem fóru að snúast um allt annað heldur en Sigmundi hefði verið kynnt. Augnabliki síðan svaraði hann sannleikanum samkvæmt.

Talandi um lýgi ef þessi augnabliks mannlegi veikleiki er talin meiri synd eða spilling en þegar Steingrímur laug að Alþingi um að ekkert væri að gerast í samningum við Breta og Hollendinga daginn fyrir að hann lagði fyrir Alþingi undirritaðan samning þá gef ég ekki mikið fyrir siðferði þessarar þjóðar.  Hvernig í ósköpunum getur verið eðlilegt að meira fár skuli hafa verið gert útaf augnabliks röngum viðbrögðum manns í afar óeðlilegum aðstæðum heldur en harðri og skipulagðri lýgi þáverandi fjármálahráðeherra sem snerist um mun stærra mál.  Hvar voru viðbrögð RÚV, Góða fólksins og allar mótmælendanna þá?

Siðleysið í þessu máli er framganga RÚV og óbilgirni og dómharka pólítískra andstæðinga ríkisstjórnarinnar, framsóknarflokksins og Sigmundar. Tilgangurinn helgar meðalið

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 23.9.2016 kl. 09:27

17 identicon

23.9.2016. Kristin Hrafnsson:

Það verður ekki upp á hann Sigmund Davíð logið að hafa ekki þjálfun í að ljúga í sjónvarpsviðtölum. Þar hefur hann engu gleymt. Þó að minni kjósenda sé upp og ofan þá hefur aldeilis ekki fjarað undan Wintrismálinu á hálfu ári. Það er áfellisdómur yfir íslenskum stjórnmálum í heild sinni, að þjóðin skuli þurfa að horfa á þennan óskeinda lygara og ómerkilegheitamann í forystu fyrir stjórnmálaafl í sjónvarpskappræðum. það er eiginlega óboðlegt að hann skuli fá pall til að halda áfram lygi um að hann hafi aldrei átt Wintris, þegar skjalfest er að svo var, þangað til korteri áður en hann hefði ella þurft að tilgreina eign sína til opinberra aðila. Hann hélt þessu leyndu fyrir þinginu og því einnig fyrir þjóðinni, að þetta fyrirtæki þeirra hjóna var kröfuhafi í fölllnu bankana, sem hans eigið stjórnvald samdi síðar við. Gleymið því svo ekki að hann laug blákallt í sjónvarpsviðtali (sem birt var um allan heim) áður en hann strunsaði úr því viðtali með allt niðrum sig. Það verður ekki upp á hann Sigmund Davíð logið að hafa ekki þjálfun í að ljúga í sjónvarpsviðtölum. Þar hefur hann engu gleymt. Þó að minni kjósenda sé upp og ofan þá hefur aldeilis ekki fjarað undan Wintrismálinu á hálfu ári.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.9.2016 kl. 10:01

18 identicon

Sæll Ómar.

Satt er það að firringin minnkar ekki
en hún á við um þig einan og engan annan.

Átturðu eitthvað í þessum sjóðum?

Hver er raunveruleg ástæða fyrir því
að þú leggur þessa fæð að því er virðist
á Sigmund Davíð ?

Húsari. (IP-tala skráð) 23.9.2016 kl. 11:49

19 identicon

Ef ég man rétt lýsti SDG  sjálfur lýst frammistöðu sinni í viðtalinu fræga sem ömurlegri.  Ég er honum algjörlega sammála.

SDG vissi að Panama skjala málið var í vinnslu og hefði átt að vera búin að hugsa sín viðbrögð við spurningum tengdum Wintris félaginu.

Með því að taka til fótanna í stað þess að svara einföldum og kurteisislegum spurningum spyrjenda sinna um aðild hans að Wintris sýndi hann, að  mínum dómi, skort á karlmennsku, heiðarleika og pólitískri ábyrgðartilfinningu.

Hann virðist nú hafa kosið sér hlutverk ofsótta sakleysingjans: Konan (sambýliskonan?) mín átti þetta allt saman; Bankinn gerði þetta allt saman; Þetta er allt saman RUV að kenna (þó hann hafi marg neitað að ræða málið á þeim vetvangi) en hann veigrar sér þó ekki við að leggja einingu Framsóknarflokksins í hættu til að ná fyrri völdum.

Mér sýnist SDG vera að bæta svörtu ofan á grátt á sinni ferilsskrá sem stjórmálaleiðtoga og, eins og málin standa, myndi ég aldrei krossa við lista þar sem hann væri ofarlega í röðinni.

Einhverjar uppástungur um í hvaða starfgrein skapgerð/hæfileikar/menntun/reynsla SDG myndu tryggja honum frama?

Agla (IP-tala skráð) 23.9.2016 kl. 12:36

20 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Siðblinda.is http://this.is/harpa/sidblinda/hare_nanari_utlistun.html

Ragna Birgisdóttir, 23.9.2016 kl. 12:51

21 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Skortur á eftirsjá eða sektarkennd tengist þeim stórmerkilega hæfileika að geta ævinlega réttlætt hegðun sína og  hrist af sér persónulega ábyrgð á ýmsum verkum sem valda fjölskyldu, vinum og öðrum hrolli og vonbrigðum. Venjulega hafa siðblindir þægilegar afsakanir fyrir hegðun sinni á hraðbergi og stundum neita þeir einfaldlega að atburðir hafi átt sér stað. 
 

Svikulir og stjórnsamir / drottnunargjarnir

Á valdi ímyndunaraflsins og baðaðir í eigin birtu virðast siðblindir ótrúlega ónæmir fyrir þeim möguleika - eða jafnvel staðreynd - að upp um þá komist. Þegar þeir eru staðnir að lygi eða sannleiknum flaggað framan í þá virðast þeir sjaldan verða hissa eða fara hjá sér - þeir breyta einfaldlega sögunni eða reyna að aðlaga eða skrumskæla staðreyndir svo þær falli að lyginni. Afleiðingin eru annars vegar alls konar staðhæfingar sem stangast á og hins vegar mjög ringlaður hlustandi.

Léleg sjálfsstjórn

Auk þess að vera hvatvísir sýna siðblindir sterk viðbrögð við öllu því sem þeir telja móðgun eða hunsun. Flest okkar hafa öfluga innbyggða stjórn á eigin hegðun; jafnvel þótt okkur langi til að bregðast grimmilega við þá getum við venjulega stillt okkur. Í siðblindum er þessi innbyggða stjórn veik og minnsta ögrun nægir til að þeir missa hana.

Svei mér ef þetta tónar bara ekki við fyrrum forsætisráðherra.

Ragna Birgisdóttir, 23.9.2016 kl. 12:54

22 identicon

Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé að Sigmundur hafi vitað af málinu fyrir viðtalið. Þeir sem tóku það lögðu sig allavega fram um að koma í veg fyrir að hann vissi eitthvað um það.

ls (IP-tala skráð) 23.9.2016 kl. 13:16

23 Smámynd: Agla

Is,  Sigmund hefur trúlega ekki grunað að Wintris málið yrði nefnt í viðtalinu fræga en hann hlýur að hafa vitað um tengsl sín við félagið frá stofnum þess.

Það var löngu vitað að fréttamenn víðsvegar um heim væru að vinna úr upplýsingum úr "Panama" skjölunum svo nefndu svo SDG hefð átt að hafa svör á reiðum höndum ef ske kynni að hann yrði spurður um tengsl sín við Wintris.

Agla, 23.9.2016 kl. 13:48

24 identicon

Sæll Ómar.

Meistari Jón Vídalín mælti svo:

"Heiftin er eitt andskotans  reiðarslag.
Hún afmyndar alla mannsins limi og liði,
hún kveikir bál í augunum,
hún hleypir blóði í nasirnar, bólgu í kinnarnar,   
æði og stjórnleysi í tunguna, deyfu fyrir eyrun. 
Hún  lætur manninn gnísta með tönnunum, 
fljúga  með  höndunum, æða með fótunum.  
Hún skekur og hristir allan líkamann og aflagar,   
svo sem þegar hafið er uppblásið af stórviðri.  

Og í einu orði að segja:

Hún gerir manninn að ófreskju og að  
holdgetnum  djöfli í augum þeirra,
sem heilvita  eru."

Vonandi að 'firringin' hafi ekki
náð þessu stigi heiftarinnar hjá
neinum á þessari síðu.

Húsari. (IP-tala skráð) 23.9.2016 kl. 14:10

25 identicon

Ekki hef ég orðið var við heift hjá Ómari Ragnarssyni, hinsvegar hjá Tortóla braskaranum Sigmundi Davíð. Hættu þessu kjaftæði, Húsari!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.9.2016 kl. 14:52

26 identicon

Í pistli mínum syrgi ég það hvað ofstækið er sterkt í íslensku samfélagi í dag.  Þetta ofstæki kristallast í Hauki Kristinssyni.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 23.9.2016 kl. 20:21

27 identicon

Stefán Örn (20:21) Þú segist syrgja ofstækið en leyfir þér samt að skrifa eftrifarandi:

....að í raun var Wintris ekkert hneyksli frir Sigmund Davíð.

Þegar Steingrímur laug að Alþingi....ekkert væri að gerast í samningum við Breta og Hollendinga.

....skipulagðri lýgi þáverandi fjármálaráðherra sem snerist um mun stærra mál. 

 

En hvað var Steingrímur að gera? Hann var að taka til eftir Davíðs hrunið, eftir spillinguna hjá þínum mönnum. Og það var enginn smá challenge. Icesave þjófnaður Landsbankans, gjaldeyrisforði Seðlabankana nær enginn (Dabbi var búinn að eyða honum), ríkiskassinn tómur, sparisjóðir gjaldþrota, bótasjóðir  trggingarfélaga tómir, þeim hafði verið stolið. Viðskiptahallinn mikill og gengi krónunnar hafði veikst um 50%. Svo leyfir þú þér að ásaka aðra um ofstæki. Reyndi nú kjáninn þinn að sýna smá sanngirni!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.9.2016 kl. 22:39

28 identicon

Stefán! Það er tilgangslaust að eyða orði
á svona menn, þeir eru uppfullir af sjálfum sér
auk þess ófærir um að geta svarað einni einustu
spurningu sem til þeirra er beint.

Afgangurinn er svo blint ofstækið!

Húsari. (IP-tala skráð) 23.9.2016 kl. 23:49

29 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Hvað með að leyna þingflokksfélagana um stórmál, eins og að fara á Bessastaða-fund með þingrof í pípunum?

Finnst þér það bara allt í lagi?

Finnst þér lögleg og skattgreiðandi fjármál Sigmundar-frúarinnar alvarlegri heldur en svikin við sína eigin þingflokksfélaga og kjósendur flokksins?

Hefur þú ekki heyrt það sem Höskuldur Þórhallsson sagði, um að þingflokksfélagar voru ekki einu sinni upplýstir, um hvorki meira né minna heldur en Bessastaða-beiðni um þingrof?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.9.2016 kl. 00:14

30 identicon

Húsari (23:49). Gjörðu svo vel og leggðu fram þínar spurningar. Mun svara eftir bestu getu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.9.2016 kl. 09:08

31 Smámynd: Benedikt V. Warén

Haukur Kristinsson.  

Það varðar við lög að hylma yfir óleglegt athæfi.  Þar af leiðandi gætir þú verið talinn glæpamaður, ef þú ert með gögn í fórum þínum er sanna sekt SDG.

Ítrekað ertu búinn að koma því fram í umræðunni, að SDG hafi brotið lög og svikið undan skatti.

1. Hefur þú gögn sem styðja málflutning þinn?

2. Ert þú búinn að koma þeim upplýsingum, sem þú býrð yfir til réttra aðila?

3. Ef þú ert ekki með gögn sem styðja málflutning þinn og ert að gaspra um tilhæfulausa hluti, ert þú ekki merkilegur pappír.  

Til er gott orð í orðabókinni yfir slíkar persónur.

Benedikt V. Warén, 24.9.2016 kl. 20:44

32 identicon

Fyrir neðan slóð í grein eftir Indriða H. Þorláksson um skattaskjól og aflandsfélög.  Og hér er stuttur útdráttur úr greininni: “Sterkríkir ein­stak­lingar eru aðrir stórnot­end­ur skatta­skjóla. Með því að færa eignir sínar þangað geta þeir gengið svo frá hnút­u­m að þeir kom­ast hjá því að greiða skatta af tekjum af þessum eignum og við­skipt­i ­með þær eru huldar leynd. Þrátt fyrir skrán­ing­una fer engin eig­in­leg starf­sem­i fram í þessum skatta­skjól­um. Féð er ekki fjár­fest þar heldur í öðrum löndum þar ­sem meiri feng er að fá. Fjár­mála­stofn­anir og svo­kall­aðir umsýslu­menn eru ráðn­ir til að sýsla með fé að fyr­ir­mælum eig­enda þess.”

Lestu þetta Benedikt V. Waren og hafðu svo vit á því að þegja.

http://kjarninn.is/skodun/2016-03-31-skattaskjol-og-aflandsfelog/

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.9.2016 kl. 01:00

33 Smámynd: Benedikt V. Warén

Haukur Kristinsson.

Að venju svarar þú ekki spurningum sem að þér er beint.

1. Er þessi skýrsla Indriða sönnun um sekt SDG?

2. Er hún dómtæk?

Hafðu svo vit á að svara því sem þú ert spurður um,  eða þegja ella.

Benedikt V. Warén, 25.9.2016 kl. 07:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband