Einu sinni var brottrekstrarsök að vera á íþróttaskóm.

Stundum verða til reglur um fatnað, sem eru börn síns tíma. Þegar ég kom á reiðhjóli í Menntaskólann í ullarsokkum og íþróttaskóm þótti það allt að því brottrekstrasök. 

Verra varð þett þegar ég hóf að ganga fréttavaktir í Sjónvarpinu. 

Fréttastjórinn var afar vandur að virðingu sinni, kallaði mig á teppið og setti mér stólinn fyrir dyrnar: Engum fréttamanni á hans fréttastofu leyfðist að fara til dæmis í viðtal eða upptöku hjá æðstu ráðamönnum þjóðarinnar svona klæddur til fótanna. 

Ég var svo heppinn að fara til að skemmta í útlöndum skömmu síðar og tók þar dag í að leita dyrum og dyngjum að svartleitum íþróttaskóm. 

Fann loks eina slíka, alveg nýja gerð, og fór að ganga í þeim heima. 

Fréttastjórinn sá þetta álengdar og áttaði sig ekki á því að þetta væru í raun íþróttaskór og þannig slapp ég fyrir horn. Hef ég gengið í svörtum íþróttaskóm alla tíð síðan. 

Hið hlálega við þetta var hins vegar, að gríðarlegar umbreytingar urðu í þjóðfélaginu á örfáum árum á áttunda áratugnum. Þéringar og fleira, sem talið hafði verið frágangssök að iðka ekki, lögðust einfaldlega niður. 

Áratug eftir að hótað var brottrekstri fyrir að vera í vinnunni á íþróttaskóm voru langflestir komnir á alls kyns íþróttaskó en ég hins vegar orðinn einn af fáum sem alltaf var á svörtum og til þess að gera virðulegum skóm. 

Er svo og verður þar til tærnar snúa upp hjá mér, en hefur í áratugi oft vakið undrun að slíkt skótau skuli notað hvar sem er, jafnt uppi á hálendinu sem í Hörpu og leikhúsunum. 


mbl.is Fréttakona rekin vegna fylgihlutanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Barack Obama ásamt leiðtogum Norðurlandanna að loknum fundi þeirra í Stokkhólmi í gærkvöldi. Ef grannt er skoðað sést að Sigmundur Davíð er í ósamstæðum skóm og klæðist Nike skóm á vinstri fæti.

Þorsteinn Briem, 23.9.2016 kl. 11:56

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með Obama í skrítnum skóm,
skakklappaðist kallinn,
Sigmundur nú lemur lóm,
ljótur margur gallinn.

Þorsteinn Briem, 23.9.2016 kl. 12:17

3 identicon

Að þessi vanhæfi og lítt menntaði undirmálsmaður skuli hafa verið fulltrúi þjóðarinnar var okkur Íslendingum til háborinnar skammar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.9.2016 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband