"Úti´í auðninni / öðlast þú algleymi / sem einn í alheimi."

Ég þekki allmörg dæmi um það að fólk, sem jafnvel hefur ferðast mjög víða um strjálbýl eða óbyggð svæði í mörgum heimsálfum, hefur orðið fyrir slíkri ólýsanlegri upplifun af því að standa einn í auðn uppi á hálendi Íslandi, að það hafði aldrei áður getað ímyndað sér að svona upplifun væri til. 

Tilfinningunni lýsir þetta fólk sem eins konar algleymi, sem felst í senn í yfirþyrmandi undrun, ótta og alsælu, öllu í senn. 

Ég ætla mér ekki þá dul að geta lýst þessu nánar fyrir hönd þessa fólks, heldur láta fljóta með þetta erindu úr laginu "Við eigum land" þar sem gerð er tilraun til þess í tali og tónum: 

"Í djúpri þögn Drottni þig færa nær

óræð dularmögn, fegurðin kristaltær. 

Úti´í auðninni 

þú auðnast algleymi 

sem einn í alheimi,

alheimi,

aleinn í alheimi...."

Þessvegna er baráttan fyrir stóru friðuðu svæði, þjóðgarði á miðhálendi Íslands, svo mikilvæg, sjá myndbandið "Hjarta landsins" á facebook-síðu minni og Youtube:  

https://www.youtube.com/watch?v=UKGPSj-uzYk


mbl.is Víðerni á hverfandi hveli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband