"Hvernig ætlar þú að aka til Keflavíkur?"

Því ölvaðri sem menn eru, því fjær eru þeir því að geta tekið vitrænar ákvarðanir. Það sýna tvær fréttir um öfurölvi menn undir stýri bíla í Hafnarfirði. 

Slíkir menn hafa fengið nýjan sess í huga mér eftir að ég fór að nota rafhjól og létt vélhjól nær eingöngu til ferða minna. 

Tilhugsunin um blindfulla menn undir stýri verðir ógnvænlegri þegar maður er jafn berskjáldaður og á hjóli. 

Þegar ég var drengur lá þjóðleiðin til Keflavíkur með byggðinni á Vatnsleysuströnd.

Á stríðsárunum voru miklir flutningar varnings frá erlendum skipum, sem komu til hafnar í Reykjavík, suður til herliðsins við Keflavíkurflugvöll.

Oft var biðröð vörubíla á hafnarbakkanum við uppskipum, og átti þreyttir bílstjórar þá til að dotta augnablik undir stýri í biðröðinni.

Eitt sinn þegar búið var að hlaða einn vörubílinn, brá svo við að engin viðbrögð fengust hjá bílstjóranums, þegar bankað var í frambrettið á bílnum til að láta hann vita að hann ætti að aka af stað.

Fór þá verkamaður, og opnaði dyrnar til að ræða við bílstjórann.

Reyndist hann þá svo ölvaður, að hann var nálægt því að velta út úr bílnum, en rankaði við sér og gerðist líklegur til að aka af stað.

"Takk fyrir, ég dríf mig af stað," umlaði hann.

"Hvernig í ósköpunum þykist þú ætla að komast suðureftir svona á þig kominn?," spurði verkamaðurinn.

"Það er enginn vandi," svaraði bílstjórinn. "ég fylgi bara ströndinni", var svarið.  

 


mbl.is Nálægt áfengisdauða undir stýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband