Rétt fyrir Hrun með minnstu spillingu heims.

Rétt fyrir Hrun sýndi alþjóðleg rannsókn að á Íslandi væri minnsta spilling í heimi. 

Fyrir rúmum áratug vorum við nálægt toppnum í umhverfismálum í alþjóðlegri rannsókn, en þegar rýnt var í tölur frá Íslandi, var því logið, að það skorti upplýsingar um ástand jarðvegs. 

Hið sanna var að nokkrum árum fyrr fékk Ólafur Arnalds umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs fyrir nákvæmalega það að hafa rannsakað ástand gróðurs og jarðvegs á Íslandi af stakri snilld.

Ef niðurstöður þeirrar rannsóknar hefðu verið teknar með í reikninginn hefði Ísland hrunið niður eftir listanum. 

Alveg fram á síðustu ár höfum við notið góðs af því að heilbrigðiskerfi okkar hefur verið gott og haft minni ungbarnadauða, reykingar og minni aukningu offitu en aðrar þjóðir.

Í rannsókninni í Lancet er Ísland efst á lista hvað snertir heilbrigðisástand, en ekki hvað snertir heilbrigðiskerfi eins og nú er strax byrjað að veifa hér innanlands. Ísland er að sönnu efst á lista, en "skarar ekki fram úr" eins og sagt er, heldur býr enn um sinn yfir naumri forystu á næstu þjóðir, vegna þess að við njótum góðs ástands fyrri ára, sem skilar sér enn í tölum um heilbrigði.

Það er hæpið, svo ekki sé meira sagt, að það sé "framúrskarandi heilbrigðiskerfi" sem lætur mann engjast í óvissu í sjö mánuði um það, hvort hugsanlegt krabbamein sé að láta á sér kræla, af því að biðlistar eftir skoðun séu svona langir.

Heldur ekki, að vegna þess að einn minna bestu vina var svo óheppinn að greinast með gáttaflökt í október í fyrra, en þá var fjárveitingin til aðgerða fyrir það ár búin, og hann lenti á biðlista sem gaf ekki vonir um skoðun á því ári, heldur alltof seint, á þessu ári.

Ekki kemur fram í opinberum tölum, hve miklar uppsafnaðar þjáningar og skert starfshæfni eru hjá þúsundum fólks sem bíður mörgum mánuðum og jafnvel árum saman eftir aðgerðum, svo sem liðskiptum.  

Vinur minn tapaði rússneskri rúllettu sinni þótt ég ynni mína. 

Óteljandi tilfelli sem nú hrúgast upp af þessu tagi vegna fjársveltis í heilbrigðiskerfinu koma ekki umsvifalaust fram í rannsóknum á heilbrigðisástandi.  


mbl.is Skarar fram úr í heilbrigðismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband