Lungnabólgan varla umræðuefni lengur.

Hillary Clinton stóð sig mjög vel í kappræðum forsetaframbjóðendanna, sem fram fór í nótt, kom vel undirbúin, missti ekki þráðinn og lét Trump ekki koma sér úr jafnvægi. 

Báðir frambjóðendurnir eru við aldur, en það kveikir eðlilega spurningar um það hvort heilsufarið sé nógu gott. 

Frammistaða Hillary í nótt kveður sjálfkrafa slíkar raddir niður, að minnsta kosti í bili og hún svaraði dylgjumm Trumps um lítið úthald þannig, að ekki þurfti frekar að ræða það.  

Trump hefur byggt málflutning sinn mjög á uppstilltum og einföldum frösum eins og "lög og regla" og að ástandið í Bandaríkjunum sé slíkt, að það verði að "gera Bandaríkin mikil á ný", reisa þau við. 

Sömuleiðis að rífa þurfi niður tilhneigingu Hillary og hennar flokks til að njörva þjóðfélagið niður í reglugerðafargani. 

Í þau skipti sem þetta atriði kom við sögu í einstökum afmörkuðum málum, tókst Hillary yfirleitt að útskýra mál og varpa ljósi á þau, svo sem varðandi þá ólgu í samskiptum lögreglu og blökkumanna, sem aukist hefur að undanförnu.

Hún skaut skotum að Trump varðandi kvenfyrirlitningu hans, sem settu hann í vörn. 

Hillary gerði sér far um að vera afslöppuð og yfirveguð, höfða til millistéttarinnar eins og Obama gerði 2008, en fast að 90% fyrirtækja í landinu eru mjög smá, en gegna afar mikilvægu hlutverki, bæði í efnahagslífinu og sem kjósendahópur. 

Hillary hjó í málflutning hans varðandi meint mikilvægi þess að mylja undir auðkýfinga og gefa þeim fríðindi og lausan taum, með því að benda á afleiðingar slíks fyrir átta árum og það, að "brauðmolakenningin", að fjármagn auðjöfranna hríslist niður í gegnum þjóðfélagið, hefur ekki reynst raunhæf.  

Þessar kappræður voru þó aðeins upphaf, sem Hillary slapp vel frá, og leikurinn er rétt að byrja 

Auðséð var að Trump reyndi að líta meira traustvekjandi út en hann hefur gert hingað til, og hann býr enn yfir afli, sem taka verður alvarlega.

En Hillary bæði varðist og sótti af fimi án þess að láta koma sér úr jafnvægi þannig að áhorfendur hljóta að hafa fengið á henni það traust sem valdamesti stjórnmálamaður heims þarf að búa yfir.  


mbl.is Clinton hafði betur samkvæmt CNN
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Það var gert svo mikið úr lungnabólgunni, að það var engu líkara en sumir hafi ruglað saman einhverskonar ólæknandi berklum og alveg hættulausri lungnabólgu.

Á svipaðan hátt er Angela Merkel líka meðhöndluð.

Það er einmitt svona karlrembu-valdafíknamennska og rugl, sem sumum villimennskufjölmiðlum finnst svo gaman að velta sér og samfélögum heimsins uppúr? (Fjölmiðlum stýrðum af einræðis-karlrembu-eigendum/stjórum).

Undarleg umræðustjórnun, svo ekki sé sterkar að orði kveðið.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.9.2016 kl. 13:03

2 identicon

EXPOSING THE CLINTON CRIME FAMILY  

https://www.youtube.com/watch?v=mHXCHpnLIb8

helgi armannsson (IP-tala skráð) 27.9.2016 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband