Hægt og hljótt.

Aðferðinni "hægt og hljótt" verður vafalaust beitt þegar Hvalárvirkjun verður reist. Ófeigsfjarðarheiði með sínum tjörnum og fossarnir í Hvalá eru eitt best varðveitta leyndarmál landsins og reynt verður að varðveita það leyndarmál sem best, svo að helst engir viti hvað verður gert. 

Fyrir 13 árum hitti ég samt þingmann, sem hafði samþykkt Kárahnjúkavirkjum ljúflega.

Ég leiddi talið að öðrum virkjanakostum, til dæmis Hvalárvirkjun, sem hefði í för með sér aðeins brot af þeim stórfelldu óafturkræfu umhverfisáhrifum sem Kárahnjúkavirkjun hefði í för með sér. 

Brá þá svo við að þingmaðurinn sagðist aldrei myndu samþykkja Hvalárvirkjun ef til þess kæmi að hún yrði á dagskrá Alþingis og hann ætti þar sæti. 

Ég undraðist stórum og spurði hann að ástæðu fyrir þessu. 

"Ég hef farið um þetta svæði og þekki það", var svarið. 

Lýsandi fyrir það hvernig ákvarðanir sem snerta milljónir Íslendinga framtíðarinnar, eru teknar. 


mbl.is Möguleikar á nýjum virkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gæti best trúað að hvítabjörn syndi til Vestfjarða og éti Kristin Pétursson.

Það verður ekkert úr því sem hann þykist vera að sýsla við hverju sinni, hvort sem það er ímynduð olía fyrir norðan eða Bremenhöfn fyrir austan.

Þorsteinn Briem, 27.9.2016 kl. 18:34

2 identicon

"Hægt og hljótt" eri braskarar Íhaldsins og Framsóknar að sölsa undir sig auðlindir og almannaeigur og safna auði í skattaskjólum. Kjósendur sjá ekkert né heyra, horfa bara á enska boltann og borða flögur.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.9.2016 kl. 21:54

3 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

http://kvennabladid.is/2016/07/04/sjalfsagt-ad-radherrar-sjalfstaedisflokks-seu-i-skattaskjoli/?utm_content=buffere085b&utm_medium=social&utm_source=facebook.com&utm_campaign=buffer   ung á uppleið hjá græðgisöflunum

Ragna Birgisdóttir, 28.9.2016 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband