"Hvað er eiginlega að ske?"

"Hvað er eiginlega að ske?" spurði Prins Póló í samnefndum texta. Hann myndi áreiðanlega spyrja þannig á ný ef hann sæi jafn stórt stökk upp á við í skoðanakönnun og Sjálfstæðisflokkurinn tekur nú á nánast einum degi þegar hann rýkur úr rúmlega 20% í einni könnun upp í tæplega 35% fylgi þeirri næstu.

Að sönnu svarar aðeins helmingur þeirra, sem spurðir eru, spurningunni, en engu að síður er þetta ansi mikill munur.

Skoðanakannanir hafa oft sýnt talsverðar sveiflur fram og til baka, og má sem dæmi nefna aðdraganda kosninganna 1995, þar sem Alþýðuflokkurinn var kominn niður fyrir pilsnerfylgi á tímabili, en hífði sig upp fyrir 10 prósent í kosningunum sjálfum.

Píratar hafa hingað til komið verr út í kosningunum sjálfum en í skoðanakönnunum fyrir þær.

Nú er að bíða og sjá hvað gerist í næstu skoðanakönnun.

"Þið hafið aldrei haft það svona gott" var slagorð, sem Íhaldsflokkurinn breski byggði á þegar hann stjórnaði Bretlandi fyrir hálfri öld.

Ef meirihluti kjósenda finna slíkt á veskinu sínu skiptir ekki máli í kosningunum þótt minnihluti sem ber sannarlega mjög skarðan hlut frá borði eins og aldraðir, öryrkjar og láglaunafólk gerir nú, taki þetta ekki til sín.

Of ef leitað er að orsök velmegunar meirihlutans, blasir ferðaþjónustan við hér á landi nú, rétt eins og almenn uppsveifla í Evrópu gerði á árunum í kringum 1960, fyrir þá, sem "láta veskið ráða."  


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þeir virðast vera að átta sig á því, að til lítils er að stórauka fylgi sitt á þingi, ef þeir komast ekki í stjórn eftir kosningar."

Fylgi Pírata hefur einmitt stóraukist, enda þótt þeir hafi ekki verið í ríkisstjórn eftir síðustu alþingiskosningar, sem voru árið 2013.

Stofnfundur Pírata var í nóvember 2012 og flokkurinn fékk þrjá alþingismenn vorið 2013.

Fylgi Framsóknarflokksins hefur hins vegar hrunið, enda þótt flokkurinn hafi unnið stórsigur í síðustu alþingiskosningum og þá myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Alþingiskosningarnar vorið 2013

Steini Briem, 17.9.2016

Þorsteinn Briem, 28.9.2016 kl. 09:32

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakannanir eru ekki kosningar.

Ef skoðanakannanir væru hins vegar kosningar væri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins löngu fallin.

Steini Briem, 31.8.2016

Þorsteinn Briem, 28.9.2016 kl. 09:41

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Píratar hafa hingað til komið verr út í kosningunum sjálfum en í skoðanakönnunum fyrir þær."

Samkvæmt þessari fullyrðingu mætti halda að hægt hafi verið að kjósa Pírata í fleiri en einum alþingiskosningum.

Stofnfundur Pírata var hins vegar í nóvember 2012.

Þorsteinn Briem, 28.9.2016 kl. 09:52

4 identicon

Íslendingar hafa lengi þótt vinnusamir og þegar haft er eftir forsætisráðherraefni Pírata
„Við erum hér að stefna á 40-50 prósent atvinnuleysi sem yrði bara frábært. Svo lengi sem fólk geti lifað mannsæmandi lífi með einhvers konar framfærslu.”

Grímur (IP-tala skráð) 28.9.2016 kl. 10:08

5 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Til hvers er fólk að svara þessum öflum þegar að í það er hringt. Ef ég lendi í úrtaki segi ég bar nei enda kemur engum við hvað við kjósum og skoðanakannarnir eru yfirleitt sniðnar að þeim öflum sem vilja sjá hagstæðar niðurstöður .Tökum okkur saman og neitum að svara þegar að verið að spyrja um pólitík. Það sem kemur upp úr kjörkössum á kosningakvöldi er það sem skiptir máli. Annað er bara tölur og óskhyggja. 

Ragna Birgisdóttir, 28.9.2016 kl. 12:55

6 identicon

"Það sem kemur upp úr kjörkössum á kosningakvöldi er það sem skiptir máli."

Nema að sjalladúddarnir í Hæstarétti ógildi kosningarnar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.9.2016 kl. 16:32

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Mikid vaeri nú gott ef fjölmidlar gaetu fjallad um komandi kosningar á málefnalegan hátt og kynnt thá sem í frambodi eru, á jafnréttisgrundvelli. Thetta skodanakannanarugl er komid út í tóma thvaelu og spurning hvort aetti hreinlega ad takmarka byrtingu theirra. Mida t.d. vid thad ad a.m.k. 70% theirra sem spurdir eru svari. Kannanir med 50% svarhlutfall geta varla talist marktaekar. Púdrid sem fjölmidlar setja sídan í umfjöllun um allar thessar kannanir, yfirskyggir alla umraedu um thad sem skiptir máli.: Stefnumál, úrraedi og framtídarsýn theirra sem í frambodi eru.

 Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 29.9.2016 kl. 05:10

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Könnunin hjá Fbl/visi/stöð 2, var ekki nægilega vel fram sett og skýringartexti um framkvæmdina ruglingslegur.

Eg held það sé vafasamt að vera með svo losaraleg vinnubrögð í könnunum rétt fyrir kosningar.  Dregur úr trú fólks á könnunum.

Þeir hjá Fbl. virðast meir að segja rugla saman svarhlutfalli (sem er einn grunnpunktur í könnunum) og einhverju allt öðru alveg irrelevant.

Eg er hissa á svona vinnubrögðum.

En það þarf samt ekki að þýða að könnunin gefi engar vísbendingar. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.9.2016 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband