Þegar Davíð fór gegn Þorsteini.

Davíð Oddsson þótti vera rísandi stjarna í Sjálfstæðisflokknum frá árinu 1982, þegar hann var valinn til forystu í liði flokksins í Reykjavíkurborg, sem vildi endurheimta hana úr höndum vinstri manna eftir ósigur 1978. 

Davíð sýndi afburða fimi í rökræðum, einn á móti þremur, í kappræðunum fyrir kosningarnar, sem réðu úrslitum um sigur D-listans. 

Úrslitin réðust líkast til á RÚV, en á þeim tíma datt engum í hug að kenna RÚV um þetta. 

Nú virðast hins vegar margir hyllast til að kenna RÚV um allt, sem gerist í stjórnmálunum, í stað þess að skoða hvers vegna einstakir stjórnmálamönnum gengur betur en öðrum að berjast á þeim vettvangi. 

1986 og 1990 vann Davíð síðustu stóru sigra Sjálfstæðisflokksins í borginni og eðlilega var spurt að því hvort flokkurinn ætti að láta hann spreyta sig við landsmálin, eins og borgarstjórarnir Bjarni Benediktsson, Gunnar Thoroddsen og Geir Hallgrímsson hefðu gert á sinni tíð. 

Engin leið var til þess að fá úr þessu skorðið nema að Davíð byði sig fram gegn sitjandi formanni, Þorsteini Pálssyni. 

Að vísu töldu margir það óheppilegt, það myndi skaða flokkinn og valda slíkri úlfúð að það "rifi hann á hol." 

Davíð vann nauman sigur, en í hönd fór mesta blómaskeið flokksins um áratuga skeið, þrettán ára samfelld seta Davíðs í forsætisráðuneytinu. 

Sumir vilja einblína á það að meirihluti þeirra sem nú segjast í skoðanakönnunum myndu vilja kjósa flokkinn, velji frekar Sigmund Davíð en Sigurð Inga. 

En þetta segir ekki alla söguna. Þarna er um að ræða meirihluta þeirra ca 12 prósenta aðspurðra, sem segjast myndu kjósa flokkinn, en með slíkum úrslitum myndi flokkurinn hrynja um helming fylgis síns við síðustu kosningar. 

Ekki liggur fyrir í skoðanakönnunum, hverjir myndu bætast við kjósendur hans ef Sigurður Ingi yrði formaður og þar af leiðandi er spurningunni um árangurs hans í formannssæti ósvarað. 

Yfirlýstur tilgangur þess framboðs er að meiri líkur séu á því að auka fylgið, ef umdeild Wintrismál og önnur axasköft Sigmundar Davíðs yrðu flokknum ekki lengur til trafala, heldur farsæl forsætisráðherratíð Sigurðar Inga. 


mbl.is Farið gegn formanninum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Harla ólíklegt að aðrir stjórnmálaflokkar vilji mynda ríkisstjórn með Framsóknarflokknum eftir alþingiskosningarnar í næsta mánuði ef Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður áfram formaður flokksins.

Þorsteinn Briem, 29.9.2016 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband