Því skýrari línur fyrir kosningar, því betra fyrir kjósendur.

Í flestum nágrannalöndum okkar er leitast við að hafa línur sem skýrastar fyrir kjósendur áður en gengið er að kjörborði. 

Slíkt var uppi á teningnum í kosningum hér á landi 1963, 1967 og 1971. 

Þáverandi stjórnarflokkar, Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur, hétu því að vinna áfram saman eftir kosningar, ef þeir héldu meirihluta sínum. 

1967 vofði samdráttur yfir í kjölfar stórfells aflabrests í síldveiðum og verðlækkunar á sjávarafurðum erlendis. 

Sigur Viðreisnarflokkanna varð tæpur, og kannski hefðu þeir tapað í kosningunum, ef þeir hefðu þá verið búnir að fella gengi krónunnar tvisvar í takt við gengisfellingu breska pundsins eins og þeir gerðu. 

1971 var hagvöxtur hafinn að nýju, en stjórnarflokkarnir gerðu þau mistök að vilja ekki færa út landhelgina og standa í hvívetna við samkomulag um hana við Breta frá 1961. 

Ég kaus stjórnarflokkana 1963 og 1967, en Samtök frjálslyndra og vinstri manna 1971 og var ekki einn um það. 

Ég sakna þeirra tíma þegar línurnar voru hreinar þegar gengið var að kjörborði. 

Hannibal Valdimarsson og Björn Jónsson voru tilbúnir að íhuga að fara í samstarf við Viðreisnarflokkana um stjórnarsamstarf og útfærslu landhelginnar, en vegna afdráttarlausra úrslita kosninganna, varð ofan á að skipta alveg um stjórn. 

Í því að reyna að gera línurnar skýrar fyrir kosningar felst ekki neitt yfirlæti um það að búið sé að frekjast til að ráðskast með atkvæði kjósenda eins og sumir halda nú fram. 

Þvert á móti er verið að leitast við að gefa kjósendum skýrar línur til þess að velja eða hafna og þannig vilja menn hafa það í flestum nágrannalöndunum. 


mbl.is Flokkarnir funda aftur á fimmtudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yfirlæti eða ofbeldi.  Herraþjóðin talar ekki við Dögun, Flokk fólksins eða Alþýðufylkingu.  Hvenær byrjar sápuframleiðslan í nafni hreinlætis og fegurðar?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.10.2016 kl. 14:54

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enginn hefur bannað Dögun, Flokki fólksins og Alþýðufylkingunni að ræða hugsanlega stjórnarmyndun þessara flokka eftir alþingiskosningarnar í þessari viku, Elín Sigurðardóttir.

Þorsteinn Briem, 23.10.2016 kl. 15:10

3 identicon

Miðað við skoðanankannanir þá væru það hrein svik við kjósendur ef Birgitta verður ekki forsætisráðaherra

Grímur (IP-tala skráð) 23.10.2016 kl. 15:36

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Birgitta Jónsdóttir hefur engan áhuga á að verða forsætisráðherra.

Hins vegar gæti Katrín Jakobsdóttir orðið forsætisráðherra, myndi sóma sér vel í því hlutverki og hefur fjögurra ára reynslu sem ráðherra.

Þorsteinn Briem, 23.10.2016 kl. 16:03

5 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Ómar!þú veist að alt eru þetta "ruslflokkar" úrsérgengnir atvinnusvindlarar. Þeir sem voru alvöru pólitíkusar eru flestir of gamlir til að geta hafið endurreisn hagkerfis sem hannað væri fyrir fólk, eða að þeir hafa bara ekki áhuga þar sem klíku-fólkinu er ekki viðbjargandi og sem vilja heldur ekki ekta fólk í stjórn! samanber byrjunarbröltið vil Landspítalann, þar eru glæpamenn að verki. 

Eyjólfur Jónsson, 23.10.2016 kl. 16:12

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... byrjunarbröltið vil Landspítalann, þar eru glæpamenn að verki."

Einungis Framsóknarflokkurinn vill Landspítalann á öðrum stað en við Hringbraut af þeim flokkum sem líklegt er að fái þingmenn í alþingiskosningunum í þessari viku, Eyjólfur Jónsson.

Þorsteinn Briem, 23.10.2016 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband