Draugur úr fortíðinni vakinn upp til heimabrúks?

Hvað skyldu vera liðin mörg ár síðan bráðabirgðalög voru sett á Íslandi?  Hvers vegna er svona langt um liðið? 

Það liggur í augum uppi. Þegar ríkisstjórnir þessa tíma settu bráðabirgðalög voru samgöngur allt aðrar og lélegri en nú er og því var hægt að fela ráðríki framkvæmdavaldsins á bak við það að ekki gæfist tími né aðstaða til þess að þingið fjallaði um viðkomandi mál. 

Allt aðrar aðstæður eru nú. Miðað við hve fáir þingmenn greiddu atkvæði með búvörusamningnum á dögunum ætti ekki að vera neinn vandi að kalla þing saman til að afgreiða þá lagasetningu sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson krefst nú að verði afgreidd. 

Töfin, sem hann telur að þar með yrði eytt við framkvæmdir vegna lagningar háspennulína handa stóriðju á Bakka, yrði í raun varla meira en örfáar vikur, - nú er að leggjast vetur að og hvort eð er ekkert unnið við línu frá og með seinni hluta nóvember og ekki byrjað aftur fyrr en í maí næsta vor.

Á sínum tíma þegar SDG tók við völdum í Framsókn var geipað þar mikið um bætt lýðræði og Framsóknarflokkurinn setti það sem skilyrði fyrir að verja minnihlutastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur vantrausti að sett yrði á fót stjórnlagaþing til að semja nýja stjórnarskrá til að fá fram bætt og aukið lýðræði og fleiri umbætur. 

Krafa Sigmundar um að vekja upp gamlan, ljótan draug úr fortíðinni, til heimabrúks fyrir hann í kosningabaráttu er enn eitt dæmið um það hve óralangt hann er kominn í átt til einræðis- og ofríkistilburða framkvæmdavaldsins. 

En svona í lokin nokkur orð um annað áhugaefni okkar Sigmundar Davíðs, sem varðar annan draug úr fortíðinni, sem er fyrirhugaður bútasaumur þjóðarsjúkrahúss við Hringbraut:

Ég tel brýnt að horft sé nokkra áratugi fram í tímann varðandi þjóðarsjúkrahús framtíðarinnar hér á landi. 

Í sérstakri ferð til að skoða sjúkrahúsin í Osló og Þrándheimi í Noregi 2005 og ræða við lækna um þau blasti við að það var rétt sem sagt var við mig þar:  Sjúkrahúsið í Osló var reist á auðri lóð og er fyrirmynd sjúkrahúsa í Evrópu, en í Þrándheimi var ákveðið að taka upp svipaðan bútasaum og gert hefur verið á Íslandi. Það sjúkrahús sögðu Norðmenn vera "víti til varnaðar." 

Jafnframt því sem bráðnauðsynlegar framkvæmdir við Hringbraut verði ekki stöðvaðar ætti að kanna rækilega, hratt og vel, hve mikið hægræði og sparnað væri samt hægt að fá fram í heild á næstu hálfu öld og í framtíðinni með því að fara að dæmi Norðmanna varðandi þjóðarsjúkrahús. 


mbl.is Vill bráðabirgðalög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Einungis Framsóknarflokkurinn vill Landspítalann á öðrum stað en við Hringbraut af þeim flokkum sem líklegt er að fái þingmenn í alþingiskosningunum í þessari viku, Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 24.10.2016 kl. 13:45

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fyrir Hrunið hér á Íslandi haustið 2008 var hægt að byggja nýtt og stórt sjúkrahús á lóð Landspítalans við Hringbraut.

Lóðin hefur því ekkert með einhvern "bútasaum" að gera.

Þorsteinn Briem, 24.10.2016 kl. 13:51

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.2.2015:

"Vorið 2014 samþykkti Alþingi þingsályktun sem fól ríkisstjórninni að byggja upp við Hringbraut, styðjast við núverandi forhönnun og skipulag og framkvæma í samræmi við fjárlög hverju sinni."

Verkframkvæmdir og fullnaðarhönnun meðferðarkjarna við Landspítalann boðin út - Velferðarráðuneytið

Þorsteinn Briem, 24.10.2016 kl. 13:54

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu, frá Kjalarnesi að Hafnarfirði, er vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík:

Íbúafjöldi á höfuðborgarsvæðinu
1. janúar 2014:

Reykjavík 121.230 (58,1%),

Kópavogur 32.308 (15,5%),

Hafnarfjörður 27.357 (13,1%),

Garðabær 14.180 (6,8%),

Mosfellsbær 9.075 (4,4%),

Seltjarnarnes 4.381 (2,1%).

Samtals 208.531.

Sunnan Reykjavíkur og Seltjarnarness (í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði) 73.845 íbúar.

Í Laugardal, Árbæ, Breiðholti, Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal, Mosfellsbæ og á Kjalarnesi 74.970 íbúar.

Í Háaleitis- og Bústaðahverfi 14.519 íbúar.

Á Seltjarnarnesi, í Vesturbæ, Miðbæ, Hlíðum, Holtum, Túnum og Teigum 45.064 íbúar, 30.545 fleiri en í Háaleitis- og Bústaðahverfi.

Og póstnúmer 105 Reykjavík er að langmestu leyti í Hlíðum, Holtum og Túnum vestan Kringlumýrarbrautar.

Miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu
, frá Kjalarnesi að Hafnarfirði, er því vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík, nálægt Klambratúni (Miklatúni) og því skammt frá Landspítalanum.

Þorsteinn Briem, 24.10.2016 kl. 13:57

5 identicon

Jón Gunnarsson, þingmaður Íhaldsins segir að stjórnarandstaðan þvælist fyrir. Sigmundur Davíð, þingmaður Framsóknarflokksins segir að kerfið þvælist fyrir. Er ekki tími til kominn að sparka þessum vanhæfu og freku dónum frá völdum?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.10.2016 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband