Snýst ekki síður um jafnrétti kynslóðanna.

Á þessari bloggsíðu hefur verið lagt til að setja á fót embætti umboðsmanns komandi kynslóða. 

Það sem núlifandi jarðarbúar eru nefnilega að aðhafast hefur gríðarleg áhrif á miklu fleiri ófædda en sem nemur fjölda þeirra, sem nú lifa á jörðinni. 

Núlifandi jarðarbúar haga sér ekki aðeins þannig, að það geti valdið stórfelldum hamförum sem bitna á næstu kynslóðum vegna hlýnunar loftslags, sem meðal annars mun valda því að Maldivieyjar og Bangladesh muni fara á kaf, heldur eru núlifandi jarðarbúar að hrifsa til sín takmarkaðar auðlindir, sem munu ganga til þurrðar á kostnað afkomenda okkar miklu fyrr og verr en ef við reynum að gera ráðstafanir í tíma til að forðast hrikalegar afleiðingar þessa. 

Ég átti ágætar viðræður við Sigríði Andersen fyrir viku eftir fund um umhverfismálin hjá Náttúruverndarsamtökum Íslands, og í þessu samtali okkar þar viðruðum við mismunandi sjónarmið í umhverfismálum á málefnalegan hátt. 

Að sumu leyti er ýmislegt ógert varðandi rannsóknir á öllum hliðum mála, til dæmis mismunandi kolefnissporum framleiðslu og förgunar mismunandi farartækja sem fer fram í mörgum heimshlutum hvað snertir flest þeirra. Þessar rannsóknir hafa enn ekki verið nógu yfirgripsmiklar. 

Sem dæmi má nefna, að bæði því og af fjárhagsástæðum fór ég út í það að minnka minn eigin persónulega útblástur og eyðslu á takmarkaðri orkulind með því að færa meira en 90% af ferðum mínum innanbæjar og utan yfir á tvö hjól, 30 kílóa rafknúið hjól og 130 kílóa bensínknúið vespuhjól, sem eyðir þrisvar sinnum minna en minnstu og ódýrustu bílarnir. 

Árangurinn er 70% minni útblástur og eyðsla en áður var. 

Morgunljóst er, að framleiðsla og förgun svona einfaldra og lítilla farartækja hlýtur að vera með minnsta mögulega kolefnisspor, miðað við notagildið. 

Sigríður hafði að sumu leyti verið nokkuð sér á parti í umræðum fulltrúa flokkanna á þessum fundi Náttúruverndarsamtakanna og var ekki alveg sátt við skrif mín um það hér á bloggsíðunni. 

Ef ég skil hana rétt af því sem við ræddum eftir fundinn, trúir hún á mátt markaðsins, sem munu næsta sjálfvirkt laða fram bestu lausnina fyrir jarðarbúa þegar afkomendur okkar standa frammi fyrir stórfelldustu viðfangsefnum mannkynssögunar. 

Þess vegna eigi ekki að aðhafast neitt sérstaklega fyrr en að því kemur og láta þá markaðsöflin um það.

Ég afneita að vísu ekki því að best sé að hafa gát á því að ekki sé farið offari í ríkisafskiptum og ríkisrekstri, en tel að viðfangsefni okkar tíma séu einfaldlega svo stórfelld og séu þess eðlis, að ekki verði komist hjá samvinnu þjóða og vel ígrunduðum ákveðnum aðgerðum til þess að afstýra stórslysi á vegferð mannkyns á þessari öld.

Ég hélt reyndar að reynsla manna árið 2008 á því afmarkaða sviði, sem fjármálakerfi heimsins er, þar sem blind trú á eftirlitsleysi og það að markaðurinn leiðrétti alla hluti af sjálfu sér réði för, hefði sýnt fram á að slíkt afskiptaleysi endar með ósköpum.

Hvað varðar stefnu Vg og Sf í olíumálum verður að líta á núverandi stefnu þessara flokka frekar en þá stefnu, sem áður var fylgt af þeirra hálfu og þeir hafa nú séð við nánari skoðun og umræðu, að hafi verið það röng, að full ástæða sé fyrir þá að biðjast afsökunar á henni og taka upp nýja stefnu.  

Þessi mál snúast nefnilega um það, sem kalla mætti jafnrétti kynslóðanna og felst meðal annars í því að láta af rányrkju og taka upp sjálfbæra þróun, sem þjóðir heims lofuðu að gera í Ríósáttmálanum 1992 en hafa svikist um að gera.  


mbl.is Þingkona ósátt við loftslagshóp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framkvæmdir Landsvirkjunar eru að sjálfsögðu ríkisafskipti og ríkisrekstur, þar sem hún er ríkisfyrirtæki.

Þorsteinn Briem, 25.10.2016 kl. 08:06

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirritaður veit ekki til þess að vinnanleg olía sé við Jan Mayen, Ísland, Grænland og Færeyjar.

Þorsteinn Briem, 25.10.2016 kl. 08:10

3 Smámynd: Már Elíson

Þótt "undirritaður" sé mikill besserwisser, þá veit "undirritaður" ekki allt. En gæti copy/paste-að það eins og venjulega.

Már Elíson, 25.10.2016 kl. 08:30

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Á heimasíðu Pírata er hægt að nálgast umhverfisstefnu flokksins sem fjallar meðal annars um loftslagsmálin."

"Eru Píratar með eða á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu?

"Ísland á að taka skýra afstöðu gegn frekari olíuleit og olíuvinnslu í efnahagslögsögunni.""

Þorsteinn Briem, 25.10.2016 kl. 09:06

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Á heimasíðu Vinstri grænna er hægt að nálgast stefnu flokksins um umhverfis- og loftslagsmál.

Eru Vinstri grænir með eða á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu?

"Ísland á að beita sér fyrir því að jarðefnaeldsneyti verði ekki unnið á Norðurslóðum."

Þorsteinn Briem, 25.10.2016 kl. 09:16

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á heimasíðu Samfylkingarinnar er hægt að nálgast stefnu flokksins í meðal annars loftslagsmálum undir Umhverfismál.

Er Samfylkingin með eða á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu?

"Vinnsla jarðefnaeldsneytis á íslensku hafsvæði er í ósamræmi við hagsmuni Íslendinga í loftslagsmálum."

"Samfylkingin telur að Ísland ætti að lýsa því yfir að Íslendingar hyggist ekki nýta hugsanlega jarðefnaorkukosti í lögsögu sinni.

Slík yfirlýsing yrði hluti af framlagi Íslendinga til heildarsamkomulags um aðgerðir gegn loftslagsvá."

Þorsteinn Briem, 25.10.2016 kl. 09:31

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Á heimasíðu Bjartrar framtíðar er hægt að nálgast umhverfisstefnu flokksins sem fjallar meðal annars um loftslagsmálin."

Er Björt framtíð með eða á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu?

"Ísland hefji aldrei vinnslu jarðefnaeldsneytis."

Þorsteinn Briem, 25.10.2016 kl. 09:40

9 identicon

Afstaða hægri flokkanna er einkennandi fyrir fáfræði þeirra sem styðja þá. Sama afstaða og hjá ignorant teboðsliði vestanhafs, þeir jafnvel afneita þróunarkenningu Darwin‘s, en svo heimskir eru innbyggjar ekki, ekki enn. Passar inn í hugmyndheim þeirra sem reyna að friða samviskuna vegna rányrkju á auðlindum jarðar með sjálfsblekkingu?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.10.2016 kl. 11:44

10 identicon

Jæja, þá er loftslagsmafían komin á kreik í kosningabaráttunni með Svatla í fararbroddi. Mér dettur ekki í huga að kjósa flokk sem eyðir púðri í þá fölsku kenningu að þessi 1,8°C hlýnun sl. 100 ár sé af mannavöldum. En það eru þúsundir manna sem hafa kenninguna að lifibrauði og skemmtilegt fyrir embættismenn að fara á ráðstefnur á kostnað skattgreiðenda. Og Haukur, það er ekki hægt að bera saman þessa loftslagskenningu við þróunarkenninguna. Engar vísindalegar rannsóknir hafa nokkurn tíma afsannað þróunarkenninguna, en kenningin um að hlýnun jarðar sé af mannavöldum hefur aldrei verið sönnuð.

https://www.youtube.com/watch?v=RkdbSxyXftc

https://www.youtube.com/watch?v=OwqIy8Ikv-c&feature=youtu.be

Ég er hlynntur því að þegar heimsmarkaðsverð á olíu hækkar aftur að þá verði farið að leita að olíu á Drekasvæðinu. 

Pétur D. (IP-tala skráð) 25.10.2016 kl. 12:40

11 identicon

Þú ert orðinn helsti talsmaður olíuflokkanna Ómar.  Það er alger brandari að afmælisdagurinn þinn sé dagur íslenskrar náttúru.  Dæmigert fyrir spillinguna og firringuna sem við horfum upp á hér daglega.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.10.2016 kl. 12:43

12 identicon

Pétur D. (12:40), Ég held þú misskiljir vísindalegu merkingu orðsins kenning, „theory.“ Þú sannar ekki kenningu, ekki einu sinni þróunarkenningu Darwins.  „But an established theory is something that is supported by a large body of evidence.“ Þetta gildir um Darwin, en sömuleiðis um hlýnun jarðar. Kannski á eftir að koma betri kennning um þróun tegundanna, kannski á eftir að koma betri kenning um hlýnun jarðar. We will see.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.10.2016 kl. 13:32

13 identicon

The Global Warming Hoax: Full Movie:

https://www.youtube.com/watch?v=52Mx0_8YEtg

The IPCC Exposed:

https://www.youtube.com/watch?v=LOyBfihjQvI

Dr Don Easterbrook Exposes Climate Change Hoax:

https://www.youtube.com/watch?v=4LkMweOVOOI

Pétur D. (IP-tala skráð) 26.10.2016 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband