Sigur í réttum leik.

Deildakeppnin í knattspyrnu eru yfirleitt löng og ströng og leikirnir margir. Í bikarkeppni, þar sem hver leikur er úrslitaleikur út af fyrir sig, eru leikirnir hins vegar miklu færri. 

Þess vegna kemur sigur Manchester United yfir Manchester City tvöfaldur ávinningur: 

Sálræn uppörvun, einmitt þegar hennar þurfti mest við og hún kom á heppilegasta tíma. 

Taktisk hagstæð úrslit, þegar litið er yfir alla leiktíðina, af því að eitt tap í hinni löngu deildakeppni vegur ekki nærri eins þungt og vinningur í bikarkeppni.

Fróðlegt verður að vita hvernig Mourinho og lið hans vinnur úr þessu.  


mbl.is „Börðust fyrir stuðningsmennina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vitlausan hann vann oft leik,
vantar ekki snobbið,
endar þó þar allt í steik,
aldrei nóg er grobbið.

Þorsteinn Briem, 27.10.2016 kl. 00:55

2 Smámynd: Már Elíson

Vitleysan hún vellur oft,
og vel úr honum "Steina".
Kjána-komment, bull og loft,
og kann því ekki að leyna.

Már Elíson, 27.10.2016 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband