Almennt orðuð viljayfirlýsing með varfærnislegu orðalagi.

Flokkarnir fjórir, sem sendu frá sér yfirlýsingu nú rétt áðan, áttu ágætt samstarf í stjórnarandstöðu á liðnu kjörtímabili og út af fyrir sig allt í lagi að lýsa yfir vilja til að halda slíku áfram.

Svipað gerðu Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur fyrir kosningarnar 1963, 1967 og 1971, og það lá fyrir fyrir kosningar 1995, 1999, 2003 og 2007, að Sjálfstæðisflokkur myndi halda áfrm þáverandi stjórnarsamstarfi ef úrslit kosninganna yrðu á þá lund. 

Í öllum þessum tilfellum höfðu kjósendur reynslu af stjórnarsamstarfi viðkomandi flokka á undangegnu kjörtímabili og gátu haft hliðsjón af því. 

Núna er hins vegar aðeins til að dreifa samstarfi flokkanna fjögurra í stjórnarandstöðu og samstarfið verður vandasamara ef til kastanna kemur, að þeir myndi stjórn, sem þarf að leggja fram og fylgja þessu eftir með stjórnarathöfnum og lagafrumvörpum. 

Ekki er nánara tilgreint í þessari yfirlýsingu í hverju framkvæmd viljayfirlýsingarinnar verður fólgin. 

Þess er gætt að nefna ekkert sem geti styggt neinn.

Ekki er til dæmis minnst orði á aðalmál Pírata að framkvæma vilja kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrármálið fyrir fjórum árum. 

Orðalagið "....kerfisbreytingar, skref fyrir skref..." er teygjanlegt.

Þetta er skiljanlegt þegar haft er eftir Katrínu Jakobsdóttur í Fréttatímanum að ný verkefni kalli á langtímahugsun. 

Einnig vill hún ekki taka í mál styttra kjörtímabil en fjögur ár. 

Vegna þess að stjórnmálaflokkar eru myndaðir utan um mismunandi áherslur og samstarf í stjórnmálum byggist á málamiðlunum vilja flokkarnir fjórir ekki styggja neina fylgismenn sína og þora ekki að láta nákvæmlega uppi fyrirfram í hverju samræming þessara sjónarmiða muni verða á endanum, ef til stjórnarsamstarfs þeirra kemur.

Viljayfirlýsingin er samt ákveðin skuldbinding, sem gerir þeim erfitt að víkja frá henni ef þeir fá meirihlutafylgi kjósenda í kosningum.   


mbl.is Valkostur við stjórnarflokkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kjósendur verða fyrst og fremst að koma í veg fyrir að Panama-Tortóla-skattasvikara-flokkanir Íhaldið og Framsókn geti myndað ríkissjórn. Íslenska þjóðfélagið þolir ekki meiri incompetence, spillingu og þjófnað.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.10.2016 kl. 12:55

2 identicon

Lögin og reglurnar gilda bara fyrir suma.  Eiga kjósendur ekki líka að borga sektina fyrir auglýsingu VG - ásamt skaðabótunum fyrir leyfin á Drekasvæðinu?  Eigum við ekki að biðja um skýrar línur fyrir kosningar?  Komið bara með reikninginn.

http://www.visir.is/vg-brotleg-vid-afengis--og-tobaksvarnarlog/article/2016161028937

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.10.2016 kl. 15:12

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirritaður veit ekki til þess að vinnanleg olía sé við Jan Mayen, Ísland, Grænland og Færeyjar.

Þorsteinn Briem, 27.10.2016 kl. 15:16

4 identicon

http://www.ruv.is/frett/binda-afram-vonir-sinar-vid-svart-gull

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.10.2016 kl. 15:41

5 identicon

Ég ætla að kjósa það stjórnmálaafl sem lýsir því yfir að það muni þjóðnýta Gamma Capital Management hf. sem 

sópaði upp mestallar íbúðir sem hafa verið til sölu eftir hrun í miðbæ Reykjavíkur og

notaði fjármagn lífeyrissjóðanna til að fjárfesta fyrir og

hækkaði þar með fasteignaverð,

þurrkaði upp íbúðir sem unga fólkið okkar hefði viljað geta keypt eða leigt,

leigir nú á uppsprengdu verði til ferðamanna og

græðir eins og enginn sé morgundagurinn.

Fyrirtækið skreytir sig með ráðgjöfum:

sem starfað hefur sem yfirmaður greiningardeildar Kaupþingsbanka

og

sem starfað hefur um 7 ára skeið í London og new york við verðbólgutengd afleiðuviðskipti hjá ABN Amro; árin 2000-2002 hjá Búnaðarbankanum í afleiðum og gjaldeyrisviðskiptum

Þessir ráðgjafar rituðu skýrslu 2012 þar sem þeir m.a. komust að eftirfarandi niðurstöðu sem verður að teljast heppileg fyrir fyrirtæki eins og Gamma:

Skýrsluhöfundar leggja því meðal annars til að endugreiðsluhraði fasteignalána verið aukinn. Það þyðir að greiðslubyrðin verður þyngri og virkar sem heimill á lántöku og felur í sér að heimilin verða að fara varlegar í fasteignakaupum. Þetta þýðir að þröskuldurinn fyrir húsnæðiskaupum verður hærri. Erfiðara verður fyrir fólk að kaupa sínu fyrstu íbúð og margir munu þurfa að búa smærra og/eða safna upp eigið fé fyrir húsnæðiskaupum. Á móti minnka líkurnar á skuldavandræðum heimila.

Gamma segir m.a. svo á heimasíðu sinni:

Verkefni sem GAMMA Ráðgjöf tekur að sér á sviði ráðgjafar og þjónustu:

    • Greining á fjárfestingarkostum

    • Greining á þjóðhagslegum ábata/kostnaði fjárfestinga

    • Stýring gjaldmiðla og vaxta, sem og notkun afleiða í skulda- og eignasöfnum

    • Uppreikningur og verðlagning skuldabréfa, skuldabréfavafninga og afleiðusamninga

    • Ráðgjöf um form og útgáfu skuldabréfa

    • Kaup og samsetning á fjármálaafurðum frá erlendum og innlendum fjármálastofnunum

    Meðal aðila sem GAMMA Ráðgjöf hefur starfað fyrir má nefna:

      • Ýmsar nefndir Alþingis

      • Forsætis- og fjármálaráðuneytið

      • Landsvirkjun og HS ORKA

      • Samtök fjármálafyrirtækja

      • Íbúðalánasjóður

      • Tryggingasjóður innistæðueigenda

      • Marel, Reitir, Tryggingamiðstöðin, Sjóvá, CCP, Bláa lónið, MP Banki, HB Grandi

      • Seltjarnarnes, Reykjanesbær

      GAMMA er með um 85 milljarða króna í stýringu fyrir m.a. lífeyrissjóði, tryggingarfélög, innlendar og erlendar bankastofnanir, fyrirtæki og einstaklinga.

      Skák og mát

      GAMMA eflir unga skákmenn og er aðalstyrktaraðili krakkaskak.is

      Gamma segir ennfremur þetta:

      Við berum sterka samfélagslega ábyrgð og sýnum hana í verki með því að styðja við bakið á ýmiskonar verkefnum.

      Þeir reka sitt eigið gallerí Gamma og styðja Sinfóníuna...

      ....

      Ég segi þetta fyrirtæki er konfektkassi auðvaldsins sem sendir samfélagslegri ábyrgð fingurinn.

      Ef þeir vildu sýna alvöru samfélagslega ábyrgð myndu þeir draga út 10 húsnæðislausa einstaklinga á mánuði og bjóða þeim húsnæði á viðráðanlegum kjörum til leigu eða sölu og skila þannig einhverju af þeim ofsagróða sem þeir hafa tekið sér í krafti auðvalds.

      Eygló (IP-tala skráð) 27.10.2016 kl. 18:28

      6 Smámynd: Már Elíson

      Meiri blábjáninn....Nú ertu kominn út á bjargbrúnina og töfluglasið á hliðinni...tómt...

      Undirritaður veit ekki til þess að vinnanleg olía sé við Jan Mayen, Ísland, Grænland og Færeyjar.

      Steini "heitinn"Briem, 27.10.2016 kl. 15:16

      Már Elíson, 27.10.2016 kl. 20:40

      7 identicon

      Ef einhver er hér bjáni, jafnvel blábjáni, þá er það þessi Már Elíson.

      Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.10.2016 kl. 21:40

      8 identicon

      hráolía. vinnanleg. en .. þess virði?

      Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 28.10.2016 kl. 03:43

      9 Smámynd: Már Elíson

      Velkominn í hópinn, "haukur" - Það hefur einnig verið fróðlegt að lesa spamið þitt.

      Már Elíson, 28.10.2016 kl. 08:36

      Bæta við athugasemd

      Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband