Ríkisstjórn flokkanna fjögurra inn og út í skoðanakönnunum.

Fyrir kosningarnar 2007 ríkti spenna varðandi það hvort þáverandi stjórnarflokkar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur gætu haldið áfram stjórnarsamstarfi. 

Alla kosningabaráttuna var mjótt á munum og svo mjótt var það á endanum, að Framsóknarflokkurinn tapaði svo miklu og stjórnarflokkarnir fengu samanlagt svo nauman meirihluta að þeir treystu sér ekki til að halda áfram. 

Og stjórnarandstöðuflokkarnir voru í naumum minnihluta. 

Niðurstaðan varð því stjórnarmynstur tveggja stærstu flokkanna, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. 

Núna virðst stjórnarflokkarnir eiga litla möguleika á að halda velli, hvað þá að ná tryggum meirihluta á þingi. 

Ef svo á að verða, yrði Björt framtíð og Samfylking að detta niður fyrir 5% þröskuldinn og fylgi þeirra þar með að detta dautt niður. 

Eins og 2007 getur stefnt í annað stjórnarmynstur en annað hvort núverandi stjórnarflokka eða núverandi stjórnarandstöðuflokka. 

Þetta verður spennandi. 


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn fær 24,7% hjá MMR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjallastjórnin liðið lík,
lítil er nú fórnin,
pilsfaldanna pólitík,
plebbaleg var stjórnin.

Þorsteinn Briem, 28.10.2016 kl. 18:53

2 identicon

Góður Steini Briem!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.10.2016 kl. 19:33

3 identicon

Skrítið hvað jafnaðarmönnum gengur illa að ná til plebbanna - og þó ekki.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.10.2016 kl. 21:10

4 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Það er rétt Elín ..þú ert ósnertanlegcool

Ragna Birgisdóttir, 28.10.2016 kl. 22:57

5 identicon

Viðhorf jafnaðarmanna til almennings er sérstakt rannsóknarefni.  Þeir reyndu að hneppa 460 verkamenn í skuldaánauð 1926 og þurfti dóm til að losa mennina úr klónum á þeim.  Smári McCarthy heldur uppi merkinu þegar hann segist vilja 40-50% atvinnuleysi.  Þessi mannfyrirlitning virðist vera rauður þráður í starfi jafnaðarmanna.  Hvað veldur?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.10.2016 kl. 08:40

6 identicon

Þarna höfum við ástæðuna fyrir klofningi á vinstri kantinum.  Jafnaðarmenn vildu þræla á meðan aðrir vildu eitthvað allt annað. 

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.10.2016 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband