Kraðak á miðjunni, Samfylkingin treðst undir. Söngvakeppniheilkenni?

Úrslit kosninganna þýða að hægra megin í þingi verður Sjálfstæðisflokkurinn en Vinstri grænir verða vinstra megin. Í kosningabaráttunni fikruðu Vinstri grænir sig inn á grátt svæði vinstra meginn á miðjunni, hjuggu með því í fyrra fylgi Samfylkingarinnar og gera sig líklega til að verða stjórntækir í krafti mikils persónufylgis Katrínar Jakobsdóttur. 

Píratar sótt líka stóran hluta síns fylgis í fyrrum fylgi Samfylkingar. 

Hægra megin frá sótti Viðreisn hluta síns fylgis til þess miðjufylgis, sem Árni Páll Árnason stakk í blaðaviðtali upp á að Samfylkingin reyndi að fanga.

Úr því varð ekki, og þar myndaðist tómarúm sem Viðreisn sótti inn í.  

Oddný Harðardóttir talaði fyrir því að fólk ætti að treysta jafnaðarmannaflokki Íslands best fyrir því að framkvæma hina göfugu jafnaðarmannastefnu, hinu norræna sósíaldemókratamódeli. 

Það mistókst að sannfæra kjósendur um það og nú er fylgi Samfylkingar innan við einn fimmti af því sem það var í kosningunum 2007. 

Það vildu nefnilega fleiri en Samfylkingin þá Lilju kveða í kosningabaráttunni, sem felst í kjörorðinu "frelsi-jafnrétti-bræðralag" eins og að ofan er rakið, Björt framtíð og Framsóknarflokkurinn líka.

Þessi framboð sóttu í það stóra hægri-miðju-vinstra fylgi, sem þar er á sveimi og það má líkja afhroði Samfylkingar við það að hún hafi troðist undir í samkeppninni um þennan stóra hóp íslenskra kjósenda. 

Það má líka líkja við það að eitt lag sé valið til flutnings í keppni um besta lag síðustu 100 ára og margir flytjendur keppi um að fá að flytja það. 

Niðurstaðan verði sú að sá, sem samdi lagið og hefur sungið það í 100 ár verði ekki valinn til þess heldur annar og yngri flytjandi, sem fólki sýnist álitlegri. 

Oddný talar um það að vera ekkert að velta fyrir sér ástæðu hruns flokksins, heldur byggja upp frá grunni. 

En í þessu felst varasöm afneitun. Það er nauðsynlegt að reyna að greina orsakir ófara til þess að geta snúið vörn í sókn. Það hlýtur að vera fyrsta skrefið. Næsta skref er að læra af niðurstöðu greiningarinnar til þess að geta búið til raunhæfan grundvöll til að sækja fram. 

Á 100 ára afmæli tveggja af gömlu fjórflokkunum er athyglisvert að báðir bíða versta ósigurinn í sögu sinni og báðir fá innan við helming af því fylgi sem þeir höfðu 2013.

P. S.  Í hverfinu, sem ég bý í, hefur verið bullandi óánægja með núverandi borgarstjórnarmeirihluta, og hún bitnar auðvitað á forystuflokknum í borgarstjórn, Samfylkingunni. Vonir forystumanna Samfylkingarinnar um að Reykjavík norður yrði áfram traust vígi flokksins urðu að engu og fylgið í Reykjavík sem heild hrundi svo gersamlega, að álitlegur frambjóðandi í Norðausturkjördæmi, Logi Már Geirsson, bjargaði því sem bjargað varð og Samfylkingin varð allt í einu einna veikust í Reykjavík.  


mbl.is Lokatölur: Píratar bæta við manni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Af hverju er kosningalögunum ekki breytt þannig að landið sé eitt kjördæmi? Atkvæðavægi er alltaf skakkt á meðan að lögin eru svona.

Ragna Birgisdóttir, 30.10.2016 kl. 11:35

2 identicon

Frúrstraðar miðaldra háskólamenntaðar KONUR eru bara ekki fleyri en þetta.  Þegar markhópurinn er ekki stærri en þetta, þã er ekki hægt að búast við miklu.

Bjarni (IP-tala skráð) 30.10.2016 kl. 12:31

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ófarir Samfylkingarinnar á Alþingi bitna á flokknum í borgarstjórn en ekki öfugt, Ómar Ragnarsson.

Í borgarstjórnarmálunum hefur þú í einu og öllu fylgt stefnu Framsóknarflokksins, sem nú fær minnsta fylgi í hundrað ára sögu flokksins.

Þorsteinn Briem, 30.10.2016 kl. 12:49

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samfylkingin, Björt framtíð og Vinstri grænir fengu meirihluta borgarfulltrúa í síðustu borgarstjórnarkosningum, árið 2014.

Samfylkingin bætti við sig tveimur mönnum og minna en 1% munaði á sjötta manni Samfylkingarinnar og öðrum manni Framsóknar og flugvallarvina.

Þorsteinn Briem, 30.10.2016 kl. 12:58

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.10.2015:

"Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og flug­vall­ar­vin­ir fengju 4,4% at­kvæða sam­kvæmt könn­un­inni sem unn­in er af Gallup fyr­ir Viðskipta­blaðið en fengu 10,7% í kosn­ing­un­um í fyrra."

Þorsteinn Briem, 30.10.2016 kl. 13:01

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Þetta er hárrétt hjá þér Ómar að framgangur Samfylkingar í Reykjavík hefur rústað fylginu á landsvísu, t.d. með alla sína fjandsamlegu stefnu gagnvart borgurunum sem ferðast um á bílum og flugvélum.

Nú þegar almenningur upp til hópa eyðir tvöfalt lengri tíma daglega í umferðarteppum og bílastæðaleysi beitir hann einu helsta vopni sínu, atkvæðinu, í þeirri vona að þetta snarbreytist og praktískt fólk fari að stjórna borginni eins og fyrr.

Ívar Pálsson, 30.10.2016 kl. 15:48

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samfylkingin fékk eingöngu fulltrúa á landsbyggðinni, Ívar Pálsson.

Þar að auki eru Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn með lítið fylgi í Reykjavík.

Þorsteinn Briem, 30.10.2016 kl. 16:08

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi flokka í Reykjavík - Skoðanakönnun Gallup 11.3.2016:

Píratar 31%,

Samfylkingin 20%,

Björt framtíð 4%,

Vinstri grænir 11%.

Samtals 66% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur samtals 32%, þar af Framsóknarflokkur 5%.

Þorsteinn Briem, 30.10.2016 kl. 16:40

9 identicon

Ívar Pálsson (15:48)."...framgangur Samfylkingar í Reykjavík hefur rústað fylginu á landsvísu..." Er hér verið að reyna að slá met í heimskulegum fullyrðingum?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.10.2016 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband