Sagan endurskrifuð hressilega, - allar skelfingar voru krötum að kenna.

Maður gapir við að sjá sumt af því sem nú er haldið fram til að endurskrifa sögu lýðveldisins. 

Eitt af því er, að ævinlega þegar kratar komust í ríkisstjórn dundi yfir mesta skelfingin, óðaverðbólga og auðvitað Hrunið. 

Sagan er endurskrifuð þannig að þetta var alltaf krötum að kenna. 

Það var krötum að kenna að verðbólga hófst 1978 þegar þeir voru í stjórn í eitt og hálft ár. 

Halló! 

Þetta er rangt, þótt nú eigi að festa það í sögubækur. Umrædd verðbólga hófst rúmu ári eftir að kratar hrökkluðust úr stjórn við fall Viðreisnarstjórnarinnar 1971 og voru utan stjórnar nema í eitt og hálft ár öll þau 12 ár sem liðu þangað til umrædd óðaverðbólga setti Íslandsmet vorið 1983 og hélt áfram 1983 til 1987. 

Síðan er fullyrt að efnahagshrunið 2008 hafi verið krötum að kenna og engum öðrum. Sjálfstæðisflokkurinn, sem hafði verið samfellt í stjórn 1991-2009, eða í átján ár, kom þar víst hvergi nærri!  Kratar höfðu verið í stjórn í hálft ár, þegar hraðferðin til heljar hófst undir lok árs 2007 og raunar munaði hársbreidd árið 2006 að bankaahrunið yrði þá.

Þar sem fullyrt er í hinni nýju sagnaritun að ævinlega hafi skelfing fylgt stjórnarþáttöku krata verður næsta skref líklega að saka þá um upphaf þess verðbólgutímabils sem hófst árið 1942 og stóð allt til ársins 1990.

Á upphafsári þessarar miklu verðbólgu fóru kratar úr stjórn og minnihlutastjórn Ólafs Thors og síðar utanþingsstjórn Björns Þórðarsonar tóku við. Ólafur Thors gerði lítið úr verðbólgunni og ummæli hans um að hægt væri að lækna hana með einu "pennastriki" voru höfð að spotti.

Kratar eiga að sjálfsögðu sinn hluta af ábyrgð gamla fjórflokksins á verðbólgu og óreiðu á þeim hluta fullveldistímans, sem hófst með alveg nýrri tegund verðbólgu 1942, en þó verður að geta þess, að eftir að þeir fóru fyrst í stjórn 1934 hafa þeir aðeins verið þáttakendur í stjórn í 30 ár af þeim 74 árum sem liðið hafa, þar af 13 ár í Viðreisnarstjórninni, sem með sama áframhaldi hinnar nýju sagnariturnar verður væntanlega eingöngu þökkuð Sjálfstæðisflokknumm af því að það rímar ekki við nýju Íslandssöguna að þeir hafi getað verið í svo góðri ríkisstjórn.  

Sjálfstæðisflokkurinn var hins vegar í ríkisstjórn í 54 ár og Framsóknarflokkurinn í öðru sæti eftir fyrstu verðbólguölduna. 


mbl.is Kratar í kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sá að þú varst  með ummæli hjá Páli Vilhjálmssyni (“Skelfing fylgir kosningasigrum krata”). Ekki eyða tíma þínum í slíkt. Enginn er eins “crazy” í ofsa sínu gegn Samfylkingunni og Páll Vilhjálmsson. Oft á dag vellur óþverrinn upp úr honum, enda á góðum launum fyrir skítkastið. Ekki aðeins hjá LÍÚ, heldur líklega einnig hjá Birni Inga aka Binga, eins og vinur hans og kollegi Egill Helga.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.11.2016 kl. 15:58

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðismaðurinn Geir Hallgrímsson var forsætisráðherra á árunum 1974-1978 og verðbólgan hér á Íslandi fór í um 50% árið 1975.

F
ramsóknarmaðurinn Tómas Árnason var fjármálaráðherra 1978-1979 og viðskiptaráðherra 1980-1983 en það ár fór verðbólgan hér í 84%.

Alþýðubandalagsmaðurinn Ragnar Arnalds
, átrúnaðargoð Jóns Vals Jenssonar, var hins vegar fjármálaráðherra 1980-1983.

Alþýðuflokksmaðurinn Jón Baldvin Hannibalsson var fjármálaráðherra 1987-1988 og verðbólgan hér fór í um 25% árið 1987.

Sjálfstæðismaðurinn Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og forsætisráðherra, nú á jötu sægreifanna og kominn út í móa, er einnig mikill töframaður.

Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru komnir í 18% haustið 2008 og verðbólgan hér var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá seðlabankastjóri og sjálfstæðismaðurinn Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra.

Hagsaga Íslands

Verðbólgan hér á Íslandi 1940-2008

Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 19:15

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvar er afnám verðtryggingar?

Hvar er vaxtalækkunin?

Hvar er afnám gjaldeyrishafta?

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?

Hvar er þetta og hitt?

Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 19:16

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið miklu hærri en á evrusvæðinu og voru komnir í 13,3% í júní 2007, 15,5% í maí 2008 og 18% í október 2008.

Og verðbólgan hér var 18,6% í janúar 2009 þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007

Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 19:19

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.5.2012:

"Á síðastliðnum 18 árum hafa stýrivextir Seðlabanka Íslands verið á bilinu 4,25% til 18%.

Bankinn hefur fjórum sinnum á tímabilinu hafið hækkunarferli sem staðið hefur frá þremur mánuðum upp í rúm fjögur ár."

Óverðtryggð lán næm fyrir vaxtahækkunum

Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 19:20

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta vill Sjálfstæðisflokkurinn:

22.8.2009:

"Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum.

Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30-35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali.

Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur).

Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur.

Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni."

Skuldir heimilanna

Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 19:23

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.8.2015:

"Samkvæmt skoðanakönnun Gallup er helmingur landsmanna, 50,1%, andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Fylgjendur aðildar eru 34,2% en 15,6% segjast hvorki vera fylgjandi né andvígir inngöngu í sambandið."

Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 19:24

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 19:25

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.8.2015:


Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband