Nauðsynleg "hringekja."

Gamalkunnugt og fyrirsjáanlegt fyrirbæri er í gangi í stjórnarmyndunarviðræðunum núna, stundum kallað "hringekjan" í gamla daga. 

Fyrirbærið felst oftast í því að formenn stærstu flokkanna, sem fyrrum voru Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, fá að byrja með umboðið til þess að þrautreyna óskamódel sitt.

Þetta er nauðsynlegt til þess að bakland eða grasrót flokkanna fái því framgengt að kröfur þeirra um sem minnstan afslátt frá stefnumálum verði virtar í myndun samsteypustjórnar.

Formennirnir, sem reyna stjórnarmyndun, verða að leggja sig fram, svo að þeir geti eftir tilraunina sagt að nú sé óhjákvæmilegt að leita nýrra leiða.

Vegna þess að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks féll í kosningunum er það eitur í beinum hinna flokkanna, að endurreisa þá ríkisstjórn með því að bjóðast til að verða "þriðja hjól" undir ríkisstjórn, sem þeir eru báðir í, eins og Benedikt Jóhannesson orðaði það.

Hluti baklandsins eða grasrótarinnar í Vinstri grænum (eitt sinn kallað "villikettirnir") aftekur eins og er að fara í stjórn með Sjálfstæðiflokknum eftir að Panamaskjölin urðu opinber.

Katrín verður því fyrst að gera alvarlega tilraun til að mynda fimm flokka stjórn fyrrverandi stjórnarandstöðuflokka að viðbættum miðjuflokki.

Það er fyrst þegar slík tilraun mistekst, sem menn standa frammi fyrir því að þurfa að velja, hvort þeir vilji frekar minnihlutastjórn með þann vaxandi möguleika eftir því sem tíminn líður, að forseti Íslands myndi utanþingsstjórn.

Þá gæti svo farið að mynduð verði stjórn, sem nú er ómögulegt að mynda, en verði samt að veruleika þegar menn neyðast til að brjóta odd af oflæti sínu.   


mbl.is Katrín á fund forseta á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Það ber að kalla þing saman þegar í stað.

Í landinu er starfsstjórn sem ber að sinna
sínu starfi þar til ný stjórn hefur verið mynduð.

Að láta reka á reiðanum öllu lengur er óboðlegt
ekki sízt ef framundan er stjórnarkreppa sem allt eins
gæti staðið yfir í fleiri mánuði.

Go Trump!

Húsari. (IP-tala skráð) 16.11.2016 kl. 10:38

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Stjórnarmyndunin 2013 tók 26 daga. Stjórnarmyndunin í ársbyrjun 1980 tók 50 daga. Núna eru liðnir 18 dagar og er allt að farast? 

Að kalla saman þing breytir engu um það hvort þingið geti myndað stjórn. 

1942 til 1944 sátu tvö heil þing að störfum, veturinn 1942-43 og 1943-44 og það breytti engu um það að allan þann tíma sem þessi sig sátu og gátu ekki myndað ríkisstjórn, sat utanþingsstjórn Sveins Björnssonar ríkisstjóra og sá um að leggja fram lagafrumvörp, þ.á.m. fjárlög og undirbúa og framkvæma sambandsslit við Danmörku og standa að stofnun lýðveldis á Íslandi. 

Alþingi gat á þessu tímabili ekki einu sinni komið sér saman um að bera fram vantraust á utanþingsríkisstjórnina af því að engin meirihluti var innan þingsins um að mynda ríkisstjórn í staðinn. 

Ómar Ragnarsson, 16.11.2016 kl. 14:20

3 identicon

Fyrst og fremst verður að koma í veg fyrir að Panama-Tortóla-skattsvikara-flokkur Íhaldsins komist í ríkisstjórn. Samfélagið þolir ekki meiri incompetence, spillingu og þjófnað. Þolmörkum er náð.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.11.2016 kl. 14:39

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ómar þetta er engin leikvöllur fyrir leikskóla fólk.

Valdimar Samúelsson, 16.11.2016 kl. 18:15

5 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Nei !Valdimar.Þjóðin er einmitt búin að fá nóg af svona risaeðluþenkjandi fólki eins og þér.Ekki vanmeta unga fólkið Það er þúsund sinnum klárari en þú. 

Ragna Birgisdóttir, 16.11.2016 kl. 19:21

6 identicon

Víst er öll af vilja gerð,

völdin við að fitla,

klastur þetta kalla verð:

Katastroffa litla! cry

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/11/16/katrin_vill_mynda_fjolflokkastjorn/

Þjóðólfur í Frekjuskarði (IP-tala skráð) 16.11.2016 kl. 19:33

7 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Forsetinn skyrpir í allar áttir þegar sagt er "utanþingstjórn" en af hverju er honum illa við þá hugmynd?

Eyjólfur Jónsson, 16.11.2016 kl. 20:13

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kata litla brosir blítt,
Bjarni á hjarta kalinn,
þrjótum öllum þykir skítt,
þjófastjórn í valinn.

Þorsteinn Briem, 16.11.2016 kl. 20:26

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi er þingræði, Eyjólfur Jónsson.

Þorsteinn Briem, 16.11.2016 kl. 20:29

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Björg Thorarensen prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands:

"Við myndun nýrrar ríkisstjórnar ber forseta [Íslands] að kanna vilja Alþingis."

Þorsteinn Briem, 16.11.2016 kl. 20:32

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Forseti Íslands sækir vald sitt beint til þjóðarinnar en samkvæmt stjórnarskránni er hann ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum og lætur ráðherra framkvæma vald sitt.

Samkvæmt þingræðisreglunni getur meirihluti þingmanna hvenær sem er lýst vantrausti á ríkisstjórnina eða einstaka ráðherra.

Hafi slík vantrauststillaga verið samþykkt er viðkomandi ráðherra, eða ráðherrum, skylt að biðjast lausnar og þá veitir forseti Íslands þeim lausn frá embætti.

Þorsteinn Briem, 16.11.2016 kl. 20:37

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Minnihlutastjórn nýtur ekki yfirlýsts stuðnings meirihluta Alþingis en er hins vegar líkleg til að verða varin falli gegn vantraustsyfirlýsingu meirihluta þingsins af nægilega mörgum þingmönnum til að skipun hennar stangist ekki á við þingræðisregluna sem felst í 2. grein stjórnarskrárinnar.

Minnihlutastjórn Alþýðuflokksins
, sem sat í tæpa fjóra mánuði 1979-1980, var varin falli af Sjálfstæðisflokknum og hún var starfsstjórn með sex ráðherrum framyfir kosningar til Alþingis 2.-3. desember 1979.

Upplausn var eftir kosningarnar og undir lok janúar 1980 lagði forseti Íslands, Kristján Eldjárn, drög að utanþingsstjórn með Jóhannes Nordal seðlabankastjóra sem forsætisráðherra.

Gunnar Thoroddsen hjó á hnútinn, klauf Sjálfstæðisflokkinn og myndaði stjórn með sínum armi í flokknum, Alþýðubandalaginu og Framsókn.

Ráðuneyti Benedikts Gröndals 15. október 1979 - 8. febrúar 1980

Þorsteinn Briem, 16.11.2016 kl. 20:53

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi er þingræði og ríkisstjórnin er ekki Alþingi.

Og Alþingi hefur ekki veitt utanríkisráðherra umboð til að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið.

Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er því enn í fullu gildi.

Skýringar við stjórnarskrá lýðveldisins Íslands

Þorsteinn Briem, 16.11.2016 kl. 20:57

14 identicon

Sæll Ómar.

Veit ég það Sveinki!

Það var vitað fyrir kosningar að
mestar líkur væru á stjórnarkreppu.
Í ljósi þess ætti sitjandi starfsstjórn
að koma fólki að verki í einum hvínandi hvelli
því verk er að vinna, - ekkert er að vanbúnaði,
eftir engu að bíða í því efni.

Go Trump!

Húsari. (IP-tala skráð) 16.11.2016 kl. 21:58

15 identicon

Messar eins og mannýgt naut

það mun vinstri skólinn.

Gleður fimmfalt gluggaskraut

greyið fyrir jólin?  kiss

Jóli (IP-tala skráð) 16.11.2016 kl. 23:21

16 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði hvorki, þegar Ólafur Thors myndaði Nýsköpunarstjórnina 1944 og fimm þingmenn voru því andvígir, né þegar Gunnar Thorodssen myndaði ríkisstjórn með Framsókn og Allaböllum 1980 og þorri þingflokksins var því andvígur.

Ólafur Thors og Geir Hallgrímsson drógu djúpt inn andann, horfðu fram í tímann og enginn var rekinn úr flokknum fyrir skoðanir sínar þótt ýmsir krefðust þess.

Fyrir bragðið buðu þingmenn úr báðum fylkingum sig fram fyrir flokkinn 1946 og 1983 og flokkurinn varð fyllilega samhentur.  

Ómar Ragnarsson, 16.11.2016 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband