Hvert hjól tekur aðeins um 15% af flatarmáli meðalbíls.

Ekki þarf að fjölyrða um gildi hjóla og örbíla hvað snertir minni orkukostnað, minni útblástur gróðurhúsalofttegunda og eyðslu á takmörkuðum orkugjöfum.

En oftast gleymist að nefna ekki síðra atriði, en það er sú staðreynd að meðal reiðhjól eða vélhjól, þekur aðeins um sjöttung eða um 15% af því flatarmáli, sem meðalbíllinn þarf á götum og bílastæðum.

Hvað höfuðborgarsvæðið snertir stefnir í sífellt meiri vandræði í umferðinni á næstu áratugum, sem kosta munu gríðarlegar fjárhæðir svo nemdur þúsundum milljarða þegar allt er lagt saman.

Þegar tölur frá Kaupmannahöfn og Reykjavík eru bornar saman, eru þær sláandi.

Og gamla mótbáran um það hvað það sé kalt og hvasst og vitlaust veður í Reykjavík verður máttlítil þegar þess er gætt, að í Kaupmannahöfn er um að ræða umferðina í nóvembermánuði, sem er að þessu sinni álíka kaldur eða hlýr á báðum stöðunum.

Ég skaust til dæmis í hádeginu austur á Sólheima í Grímsnesi á vespuhjólinu mínu til að skemmta þar á litlu jólunum og var síðan kominn til Reykjavíkur í tæka tíð upp úr klukkan fjögur til að koma þar fram á annarri jólaskemmtun. Léttir og Náttfari

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband