Enn ein atlagan að Benz-BMW-Audi.

Á síðustu 40 árum hafa þrjú þýsk gæðamerki, Benz, BMW og Audi verið í stöðu eins konar þriggja tinda í gerð lúxusbíla. 

Ekki verður tölu komið á þær atlögur sem Citroen, Renault, Peugeot, Jagúar, Toyota, Ford, GM og Volkswagen hafa gert að stöðu þrístirnisins þýska.

Dæmi um misheppnaðar tilraunir til að tylla lúxusbílum á toppinn voru Opel Kapitan, Cadillac Brougham, Lincoln Town Car og Citroen XM. 

Alvarlegasta atlagan var gerð 1990 með Lexus lúxusbíl Toyota, en sú atlaga sendi hönnuði og bílasmiði Mercedes-Benz á harðahlaupum að teikniborðunum til að að þróa andsvar.

Síðan þá hefur Lexus verði gjaldgengur, til dæmis sem þjóðhöfðingjabíll eins og hér á Íslandi.

Volkswagen Phaeton var gæðabíll en mistókst að hreiðra um sig í hópi hins útvalda þríeykis.

Heitið Volkswagen vinnur auk þess gegn ímynd lúxusbíls, svo að ólíklegt er að Arteon komist á verðlaunapall lúxusbíla í Þýskalandi. 

Volkswagen verður líklega að láta sér það nægja að eiga Audi-verksmiðjurnar og rækta Audi A8 sem best. 

Passat hefur aldrei verið skilgreindur sem lúxusbíll heldur sem "obere mittelklasse" í Þýskalandi.

 


mbl.is Arteon - nýtt toppmódel frá VW
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband