Vildi rjúfa þing fimm mánuðum fyrr en gert var!

Ef einhver skyldi vera búinn að gleyma því var ákveðið í samtölum þingmanna í apríl í vor að stytta kjörtímabilið um fimm mánuði og nota tímann til þess að klára nokkur mikilvæg mál áður. 

Þetta gekk eftir. 

Nú kallar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þetta "dómadagsvitleysu." 

En ef það var "dómadagsvitleysa" að kjósa fimm mánuðum áður en kjörtímabilið var búið, þarf heldur betur að finna sterkara orð yfir það, að sami Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór í sérstaka sneypuför til Bessastaða í apríl í vor til að fá heimild til að rjúfa þing ellefu mánuðum áður en kjörtímabilið var búið!

Í besta falli er hægt að segja að gullfiskaminnið ríði ekki oft við einteyming en varla er Sigmundur búinn að gleyma þingrofsferðinni frægu.

Áhersluorð í eftirfarandi stöku um þennan atburð eru skáletruð:  

 

Forseta Íslands féllust hendur, - 

frá honum enginn með undirskrift sendur. 

Enginn gat honum um fingur vafið, 

því enginn er betri en Sigmundur Davíð. 


mbl.is „Dómadagsvitleysa“ að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sigmundur er veikur maður og best væri ef allir hundsuðu bullið úr honum og létu hann afskiptalausan. Honum er enginn greiði gerður með þessari athygli.

Davíð12 (IP-tala skráð) 15.12.2016 kl. 00:22

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eitt sinn Framsókn Ómar kaus,
afar vitlaus sú stund,
allmörg skrúfan er hér laus,
aular vilja Sigmund.

Þorsteinn Briem, 15.12.2016 kl. 06:41

3 identicon

Sæll Ómar.

Eftir því sem ég les fleiri haturspistla
þína í garð Sigmundar þeim mun meir óttast
ég kosmískar afleiðingar þess fyrir þig sjálfan.

Sigmundur er sonur, faðir og eiginmaður í því tilfelli
að þér hafi gleymst að jól eru haldin innan 9 daga.

Að einum stjórnmálamanni undanteknum þá tókst Sigmundi
að skjóta öllum ref fyrir rass og rífa upp hálfdauðan
flokk framsóknar í fylgi sem engan óraði fyrir.

Hans eigin flokksmenn hafa þegar þakkað honum verk þetta.

Margt hefur verið ritað um þá fyrirsát sem
honum var gerð í ráðherrabústaðnum og margtuggið og japlað á frammistöðu hans þar. Hægt er að koma öllum í opna skjöldu!

Eina sem ég gat sett út á frammistöðu hans þar var að hann
skyldi ekki lemja hausum þeirra fanta sem þar voru
svo hressilega saman að hvor um sig hefðu þeir fallið
honum til beggja handa, - steinrotaðir!

Húsari. (IP-tala skráð) 15.12.2016 kl. 09:23

4 identicon

Heill þér húsari

Pálmi Pálmason (IP-tala skráð) 15.12.2016 kl. 10:11

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Alvöru kallmenni! Ég er viss um að hann sér eftir því,en stundum eru menn grandalausir.

Helga Kristjánsdóttir, 15.12.2016 kl. 10:18

6 Smámynd: Benedikt V. Warén

„Þvílík ábyrgð sem þið berið á því að segja sannleikann. Ekki bara að vera fyrst, heldur að segja satt. Við búum í samfélagi þar sem allt snýst um að vera fyrstur með fréttirnar,“ sagði hann. „Okkur er sama hvern það særir, hvaða mannorð það eyðileggur, okkur er sama hvort það sé satt, við viljum bara segja það og selja það. Maður verður góður í hverju sem maður æfir sig í, það á líka við um kjaftæði.“

Denzel Washington

Benedikt V. Warén, 15.12.2016 kl. 10:39

7 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hér kemur þetta aftur án gæsalappa, sem rugla allan teksta á blog.mbl.is.

Þvílík ábyrgð sem þið berið á því að segja sannleikann. Ekki bara að vera fyrst, heldur að segja satt. Við búum í samfélagi þar sem allt snýst um að vera fyrstur með fréttirnar.  Okkur er sama hvern það særir, hvaða mannorð það eyðileggur, okkur er sama hvort það sé satt, við viljum bara segja það og selja það. Maður verður góður í hverju sem maður æfir sig í, það á líka við um kjaftæði.

Denzel Washington

Benedikt V. Warén, 15.12.2016 kl. 10:43

8 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Þarna kýs síðuhafi Ómar Ragnarsson að gera Sigmundi Davíð upp fyrirætlanir með því snúa út úr atburðarrásinni á Bessastöðum.   Hið rétta er að Sigmundur óskaði eftir heimild til rjúfa þing.  Þannig hugðist hann fá tromp í ermina gagnvart Sjálfstæðisflokknum í öryggisskyni ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði sér að beita aflsmunar gagnvart honum út af málinu.

Daníel Sigurðsson, 15.12.2016 kl. 11:50

9 identicon

Hættið að elta ólar við Sigmund Davíð. Þetta tekur þegar út yfir allan þjófabálk. Maðurinn er ílla uppalið dekurbarn, vitgrannur og með nær enga menntun. Auk þess að vera Tortóla skattsvikari og hraðlyginn. Nú er nóg komið.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.12.2016 kl. 13:25

10 Smámynd: Benedikt V. Warén

Haukur.

Marg búinn að reka ofan í þig bullið.  Ótrúlegt hvað þér er í mun að sýna fram á að þú sért ekki fyrir að sannleikurinn sé uppi á borðinu.

Enn og aftur.  Þú ert ómerkilegur, ef þú liggur á upplýsingum sem geta nýst til að sakfella SDG.

Benedikt V. Warén, 15.12.2016 kl. 15:05

11 identicon

Fyrir neðam er slóð (link) í viðtalið fræga við Kögunarbarnið 11. mars 2016. En einnig slóð í greinagóða umfjöllun um fólk sem geymir peninga í skattaskjólum (Stundin: Ingi Freyr Vilhjálmsson, 17.3.2016). En það virðast vera til rednecks á Austurlandi sem trúa hvaða vitleysu sem er. Láta ljúga sig fulla og það endalaust.

http://stundin.is/pistill/anna-sigmundur-david-og-hinir-sem-geyma-peningana-/

http://stundin.is/frett/forsaetisradherra-reyndi-ad-stodva-birtingu-vidtal/

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.12.2016 kl. 18:50

12 Smámynd: Benedikt V. Warén

Haukur.  

Minnimáttarkend þín er aumkunarverð gagnvart Framsóknarflokknum og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.

Þessar gömlu lummur verða ekki að sannleika, þó þú japlir á þeim singt og heilagt.

Auk þess er allur tilbúningur þess eðlis, að hvorki skattrannsóknarstjóri né sérstakur saksóknari missa svefn út af þessu, nema þú sért að væna þá um að sinna ekki skyldum sínum.  

Hvað varðar fréttamennina, þá skitu þeir svoleiðis upp á bak, að mér er til efs að það takist nokkurn tíma að ná af þeim skítalyktinni.  Enginn, sem er vandur að virðingu sinni, ver þann gjörning.

Benedikt V. Warén, 15.12.2016 kl. 21:21

13 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Margsinnis hef ég skrifað hér á bloggið um ágætis hugmyndir, skoðanir og verk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, svo sem um frumkvæði hans varðandi Icesave á sínum tíma, frumkvæði Framsóknarflokksins um Stjórnlagaþing til að gera nýja stjórnarskrá, framgöngu SDG í sjónvarpi um húsafriðun, skipulag miðborga og staðsetningu nýs Landsspítala og enginn hefur vænt mig um sjúklega persónulega ást mína á honum vegna þessara skrifa. 

En ég má ekki andæfa sumum ummælum hans og gjörðum án þess að vera vændur um persónulegt "hatur" á honum.  

Ómar Ragnarsson, 15.12.2016 kl. 22:10

14 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Smá leiðrétting á niðurlagi athugasemdar minnar:

............neyta aflsmunar gagnvart honum út af málinu.

Daníel Sigurðsson, 16.12.2016 kl. 00:23

15 identicon

16.12.2016. Björn Þorláksson.

“Það er gjörsamlega óþolandi að formaður Framsóknarflokksins staðfesti að Sigmundur Davíð taki engan þátt í þingstarfi. Svo virðist sem hann hafi ekki mætt til vinnu síðan í apríl! Svo það liggi fyrir er það ekki mitt mál hvar SDG hámar í sig brauðterturnar á afmæli flokksins í dag. En við skattgreiðendur borgum honum laun. Menn eiga ekki að fá laun ef þeir mæta ekki án skýringa til vinnu. Ég hvet fréttamenn til að láta af meðvirkni og setja nú þessa knýjandi spurningu á dagskrá hvar sem henni verður við komið. Og við hin megum sleppa brandaranum um að minna tjón sé af því að SDG mæti ekki í vinnu. Málið snýst ekki um það. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er hreinlega ömurleg fyrirmynd í alla staði. Hann verður aldrei að manni ef allir tipla í kringum hann, sjúkir af meðvirkni. Sá sem vinnur hjá ríkinu verður að mæta í vinnuna sína. Svo einfalt er það. Annars skal hann segja starfi sínu lausu eða atvinnurekandi segja honum up.”

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.12.2016 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband