"Skipulagt brjálæði " 1914. Hvað nú?

Á nýjársdag 1914 líkti einn helsti ráðamaður Breta þáverandi vígbúðarkapphlaupi stórveldanna við skipulagt brjálæði. Sjö mánuðum síðar braust út heimsstyrjöld, sem stóð í meira en fjögur ár 1914-1918 og var síðan fram haldið í sex ár 1939-1945. 

Hafi vopnin 1914 verið vitfirringsleg er varla hægt að finna orð yfir vopnin nú, sem gereytt gætu mannkyni. 7000 kjarnorkuvopn eru í huga Trumps allt of lítið fyrir þau Bandaríki sem gera þurfi stórkostleg á ný.  

Trump sýnir nú á spil sín eitt af öðru með mannaráðningum og ummælum og meðal þeirra sem hann hefur ráðið er að ráða sem sérstakan ráðgjafa er maður, sem hefur hlotið frægð fyrir leggja fæð á Kínverja um langt árabil með ummælum, skrifum og verkum af ýmsu tagi og hvetja til undirbúnings kalds stríðs eða jafnvel beinna stríðsátaka við Kínverja. 

Alveg þveröfugt við þá stefnu sem Henry Kissinger, einhver frægasti ráðgjafi í sögu forseta Bandaríkjanna, hafði frumkvæði um að yrði fylgt.  

Kínverjar eru taldir eiga nokkur hundruð kjarnorkuvopn eða aðeins innan við tíundahluta af því sem Bandaríkjamenn eiga, en samt koma nú yfirlýsingar frá Trump um að Bandaríkin verði að taka frumkvæði í fjölgun þessara vopna. 

  


mbl.is Vill aukinn kjarnorkuvopnastyrk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ansi er nú karlinn klikk,
kjarnavopnum skýtur,
ekki kosta öll þau slikk,
Ómars fær hann vítur.

Þorsteinn Briem, 23.12.2016 kl. 01:03

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

HÆTTAN Á FLUGSLYSUM ER EINNA MEST VIÐ ENDA FLUGBRAUTA:

11.3.1986:

"Segja má að kraftaverk hafi átt sér stað í gær, þegar Fokkervél með 41 farþega missti afl á öðrum hreyfli og hætt var við flugtak.

Flugvélin fór fram af flugbrautinni út á Suðurgötuna
, sem liggur við vesturenda brautarinnar, og stöðvaðist á miðri götunni."

Fokkervél fór út á miðja Suðurgötuna


3.8.1988:


"Þrír menn fórust er kanadísk tveggja hreyfla ferjuflugvél fórst skömmu fyrir lendingu á Reykjavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan 17 í gær.

Flugvélin stakkst á nefið á milli brautarenda og Hringbrautar og sprakk strax í loft upp.
"

Flugvél stakkst á nefið og sprakk í loft upp steinsnar frá Hringbrautinni


16.10.1990:


"Ekkert hefur enn komið fram við rannsókn á flaki flugvélarinnar sem hrapaði í Skerjafjörð síðastliðinn laugardag.

Flugmaðurinn lést í slysinu. Hann var reyndur flugmaður, með 400 flugstundir að baki.

Flugvél hrapaði í Skerjafjörð


23.4.1997:


"Mikil mildi þykir að enginn skyldi slasast þegar tveggja hreyfla flugvél brotlenti við Reykjavíkurflugvöll í gær, rétt við Suðurgötu.

Bílar höfðu örskömmu áður ekið um götuna."

Brotlenti við Suðurgötuna


9.8.2000:


"Eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna hrapaði í Skerjafjörð, rétt vestan við Nauthólsvík, á mánudagskvöld."

Flugvél hrapaði í sjóinn rétt vestan við Nauthólsvík

Þorsteinn Briem, 29.12.2016 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband