Dásamlegt tæki en getur orðið djöfullegt.

Nýlega voru gerðar nokkrar breytingar á ströngum reglum um flug flugvéla í flugstjórnarsviði Reykjavíkurflugvallar sem hafa verið í gildi til að tryggja sem best flugöryggi. 

Það flýgur ekki hver sem er hvar sem er að og frá vellinum heldur þarf til þess leyfi, flugréttindi og öfluga og markvissa flugumferðarstjórn. 

Drónarnir eru dásamleg tæki til myndatöku og leitar og mikið hefði ég sloppið við mörg erfið myndatökuverkefni í gegnum tíðina þegar aðeins var möguleiki á loftmyndatökum með því að nota heila fjögurra sæta flugvél í það að leika eftir þyrlu eða drónum. 

En drónarnir geta breyst í andhverfu sína þegar eigendur eða notendur þeirra nýta sér það að geta sloppið við flugumferðarstjórn og valda með því alveg nýrri hættu og öryggisleysi bæði í lofti og á jörðu niðri. 

Þyrlur eru sérstaklega viðkvæmar fyrir árekstrum, einkum skrúfublöð þeirra sem er undirstaða alls lyftikrafts og stjórnunar þeirra. Því er það grafalvarleg nauðsyn að afstýrra þeirri nýju hættu sem ábyrgðarlaus notkun dróna getur valdið. 


mbl.is Hefði getað farið mjög illa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég held að það þurfi einfaldlega að skylda alla sem eiga eða kaupa dróna til þess að minnsta kosti viðurkenna reglurnar sem Samgöngustofa (EASA) boðar. Það má ekki selja hverjum sem er dróna miðað við hvernig tæknin er í dag. Það kostar mörg hundruð þúsund að læra að vera flugmaður og mikinn tíma. Svo getur bara einhver labbað í næstu búð og keypt sér dróna án flugréttinda.

Sumarliði Einar Daðason, 8.1.2017 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband