Lítur Kia Rio bíllinn svona út?

Leitin að Birnu Brjánsdóttur er púsluspil, og enda þótt hvert smáatriði sýnist geta verið léttvægt, er sjálfsagt hjá lögreglunni að athuga það, til dæmis með því að birta mynd, sem náðist af Kia Rio bíl á ferli skammt frá Birnu þegar hún gekk austur Laugaveg. Kia Rio

En þá verður líka helst að birta mynd af bílnum frá því sjónarhorni, sem líklegast að einhver hafi séð hann. 

Efsta myndin hér er af rauðum Kia Rio bíl séðum á ská framan á hægra megin. 

Myndin neðar var birt á mbl.is og ruv.is í gær, og á henni sjást tveir Kia Rio bílar, séðir ofan frá, og er annar þeirra af nýjustu gerðinni, en hinn af gerðinni, sem var þar á undan og er nokkrum árum eldri. Einnig er birt raunverulega myndin af Kia Rio bílnum, sem virðist vera sá nýrri. 

Kia Rio

En þetta getur ruglað fólk, rétt eins og ranga myndbirtingin af Geirfinni Einarssyni gerði á sínum tíma.

Hve margir þekkja Kia Rio séðan ofan frá?

Um það var spurt í bloggpistli í gærkvöldi.  

Af hvorri gerðinni var umræddur Kia Rio? Breytingin á framljósunum er mest áberandi, þau eru stærri á nýjustu gerðinni, sem er nær á myndinni, sem birt var í gærkvöldi.KIa Rio eldri 

Og af hverju ekki að birta mynd af bílnum séðum frá því sjónarhorni, sem lang líklegast er að einhver hafi séð hann?

Neðsta myndin er síðan af eldri geðinni af Kia Rio. 


mbl.is Allsherjarútkall í birtingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En af hverju gengur þjóðin af göfflunum yfir þessum bíl? Hverfandi líkur eru á því að hann komi málinu eitthvað við?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 17.1.2017 kl. 09:39

2 identicon

Það er enginn að ganga af göflunum yfir þessum bíl.  Hann kveikir á myndavélum við Laugaveg og gefur þannig mikilvægar upplýsingar.  Bílstjórinn gæti e.t.v. bætt einhverju við.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.1.2017 kl. 10:52

3 identicon

Samkvæmt lögreglu er talið að viðkomandi bíll hafi haldið í austur eftir að hafa farið niður Laugaveg, hann hefur ekki gefið sig fram enn. Svo hefði ég haldið að lögreglan kannaði alla síma sem ferðuðust sömu leið á sama tíma, þ.e. frá þessu svæði í Reykjavík og til sama svæðis í Hafnarfirði, því ljóst er miðað við tímann að hún fór með ökutæki sem væntanlega var ekið af öðrum og nánast allir eru með síma á sér.

Þór Magnússon (IP-tala skráð) 17.1.2017 kl. 12:17

4 identicon

Í sögunum af Sherlock Holmes kom fyrir að hann hafði úr mörgum mismunandi persónum að velja, og þar af var einn sem virtist saklaus. 

Síðan byrjaði Holmes að rannsaka þann líklegasta og síðan koll af kolli, þar til enginn var eftir nema sá sem virtist saklaus í fyrstu. 

En af því að búið var að útiloka alla hina tryggilega var hann sekur. 

omarragnarsson (IP-tala skráð) 17.1.2017 kl. 17:37

5 identicon

Samkvæmt uppskrift Sherlock Holmes ættu hinir forvitnu að kíkja í skottið á bílum sem tengjast týndu konunni.  Pabbi, mamma, f.v.kærasti,systkyni,vinir og síðan allir hinir.  Hún gæti hafa hringt í einhvern náinn til að láta sækja sig.  Heimagarður 95% samkvæmt gamalli uppskrift frá Mr. Holmes.  

Guðbrandur Jónsson (IP-tala skráð) 17.1.2017 kl. 18:03

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það að ökumaður bílsins skuli ekki hafa gefið sig fram þrátt fyrir að lýst hafi verið eftir honum í fjölmiðlum, vekur strax grunsemdir. Jafnframt var upplýst nú síðdegis að áhöfn togara sem lá við Hafnarfjarðarhöfn hafi verið með svona bíl á leigu á þessum tíma, að öllum líkindum þann sama og var gerður upptækur í Kópavogi í dag.

Það sem mér finnst samt skrýtnast hvað varðar þann bíl, er að bílaleigan skuli í gær hafa leigt hann út aftur til annars aðila, vitandi að verið sé að leita að slíkum bíl. Án þess að neitt hafi komið fram um það má búast við að bíllinn hafi verið þrifinn áður en hann var leigður út aftur. Við það gætu mikilvæg sönnunargögn hafa spillst eða farið forgörðum. Hvað voru þeir sem reka bílaleiguna eiginlega að hugsa, ef þeir voru þá að hugsa?

Guðmundur Ásgeirsson, 17.1.2017 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband