Tæknin breytir öllu.

Tæknin, sem komið hefur að notum við við leitina að Birnu Brjánsdóttur, hefur skipt sköpum í leitinni. Kia Rio

Án þessarar tækni væri rauður Kia Rio bíll ekki orðinn að einu þeirra atriða sem mest hefur verið rætt um. 

Án eftirlitsmyndavéla og möguleikanum til að rekja ferla farsíma væri nákvæmlega ekkert vitað um ferðir hennar eftir að hún fór út af skemmtistaðnum við Tryggvagötu. Ekki er víst að búið væri að finna skópar hennar við Hafnarfjarðarhöfn ef enginn hefði vitað hvert og hvernig hún fór þegar hún fór út af skemmtistaðnum.  

Kia Rio

Ný tækni átti þátt í að leysa morðmál hér um árið þegar ferill farsíma gaf eina af vísbendingunum, sem leiddi til lausnar málsins. 

Þess má geta að vegna tæknilegra örðugleika tókst ekki að koma út bloggpistli á undan þessum með vangaveltum um skó Birnu, sem fundust á hafnarsvæðinu. 


mbl.is Rauði bíllinn tengdur grænlensku skipi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skipstjóri hefur lögregluvald í sínu skipi. Þessi skipstjóri hlýtur að tala dönsku og auðvelt að ná samabandi við hann. Hann getur kvatt með sér menn til leitar í skipinu og er kannski að því núna.

Eins og fleiri grænlenzkir togarar, sem landa í Hafnarfjarðarhöfn, gæti þessi verið með íslenzka áhöfn að hluta. Sé svo, hafa þá væntanlega einhverjir aðstandendur þeirra eða vinir reynt að ná sambandi út í skip, t.d. á netinu.

Jón Valur Jensson, 17.1.2017 kl. 18:46

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Pol­ar Nanoq heitir togarinn (já, greinilega togari) og gæti verið gerður út af íslenzkri (og kanadískri) útgerð að hluta til eins og fáeinir sem voru á makrílveiðum við Grænland. Skrifstofa þess togara, sem ég var á 2.-18. sept. 2014, Tuneq, var nú bara hér í Reykjavík í Borgartúninu.

Jón Valur Jensson, 17.1.2017 kl. 19:09

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Grænlenski togarinn er sagður hafa yfirgefið Hafnarfjarðarhöfn á laugardag?

Birna Brjánsdóttir var sögð hafa verið að skemmta sér í Reykjavík á laugardagskvöldi? Sem stangast á við tengingu og brottfarartíma togarans?

Guðsorkunnar viskuberar almættisins gefi heiðarlegum lögregluyfirvöldum og lögregluþjónum þrek, visku og styrk til að takast á við og leysa heiðarlega/rétt úr svona nútímans vandleysanlegum þrautum.

Það er svo sannarlega mikilvægt að fá togarann aftur til hafnar, til að rannsaka samhengi spillingarflækju-þráðanna.

Innilegar stuðnings og kærleikskveðjur til allra nánustu aðstandenda þessa máls, sem eiga um svo sárt að binda vegna þessara heimsins mestu flækjustigsmála. Óvissan er tærandi og nánast óbærileg á köflum.

Almættið algóða verndi og blessi Birnu Brjánsdóttur og alla aðra mismikið/lítið/ekkert ruglsins illa stadda. Það þarf siðmenntaða samstöðu heils samfélags, til að vernda alla krakka og unglinga.

Við verðum að varast að kenna almennum saklausum sjómönnum frá Grænlandi og öðrum löndum um allt vafasamt sem er að gerast á Íslandi.

Spillingar-kerfisins ræturnar liggja miklu dýpra og/eða hærra en svo. Og það veit (eða ætti að vita) flest rígfullorðið og rétt upplýst fólk á Íslandi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.1.2017 kl. 22:43

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Birna hvarf á laugardagsmorgni eftir að hafa verið að skemmta sér þessa örlagaríku nótt. 

Ómar Ragnarsson, 17.1.2017 kl. 23:41

5 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Þeir sem bölsótas yfir persónunjósnum sem felst í eftirlitsmyndavélum og,samskiptamiðlum segja líklega fátt þessar stundirnar. Hvert væri rannsókn komin á hvarfi Birnu ef að þessa hefði ekki notið við? Allt er óljóst enn en þó náðust ferðir hennar upp Laugaveginn á eftirlitsmyndavélar.Við erum kannski nöldursöm þjóð,rífumst og skömmumst,en fólki er virkilega brugðið og samhugur þjóðarinnar skín í gegn...meira segja frá dómstóli götunnar sem margir segja um samfélagsmiðlana.

Ragna Birgisdóttir, 18.1.2017 kl. 00:08

6 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Bölsótast á það auðvitað að vera... ;)

Ragna Birgisdóttir, 18.1.2017 kl. 00:12

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar minn. Ég var bara að bera saman fréttir sem ég hef fylgst mjög vel með undanfarna daga. Það er margt í öllu þessu fjölmiðlaða sorgarmáli, sem ekki virðist passa við raunverulegar staðreyndir.

Hvað er rangt og hvað er rétt verður samtakamáttur og heiðarleiki almennings að hjálpa lögreglufólki við að upplýsa.

Það gengur ekki að rekstrarfjár og kaupsvelta lögregluna, og krefjast á sama tíma að lögregla sjái um fullkomlega öryggisþjónustu. Það er augljóslega óframkvæmanlegt af láglauna-fjársveltis-lögreglunni fáliðuðu. Og þá reynir á almenning að standa með lögreglunni með hjálp og aðhald þegar þess þarf.

Siðmenntað samfélag byggist á samfélagslegri ábyrgð á náunganum, sama hver náunginn er eða hvar á lífsins hnökrótta margra stétta vegi sá er staddur.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.1.2017 kl. 00:17

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Kannski hafa mér orðið á þau alvarlegu mistök, að rugla saman draumi og fréttum.

Fyrirgefið ef ég hef fullyrt rangt miðað við sagðar fjölmiðlanna fréttir.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.1.2017 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband