Nei, heyrðu nú !

Við erum þjóð sem tók það oft nærri sér þegar útlendingar héldu að við byggjum í snjóhúsum og töluðu um okkar á niðrandi hátt.  

Halda hefði mátt að við gætum sýnt útlendu gestum okkur sæmilega kurteisi.   

Mannshvarfsmálið er nógu sorglegt þótt við fótumtroðum ekki það grundvallaratriði réttarfars okkar að hver maður skal talinn sýkn saka nema sekt hans sé sönnuð, heldur bætum gráu ofan á svart með því að láta ekki þar við sitja heldur láta þá sem liggja ekki undir neinum grún og hafa ekkert af sér gert, verða fyrir barðinu á hreinum nornaofsóknum. 

Þetta er þjóðinni til skammar. 

 


mbl.is Grænlendingar mæti óvild hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

"Þetta er þjóðinni til skammar"  segir þú Ómar.   Bíddu bíddu, af hverju dæmir þú heila þjóð út frá nokkrum dónalegum Íslendingum? -  Ég held að meiri hluti Íslendinga taki nú bara Grænlendingum vel og sé betur viti borin en að láta verk tveggja eða þriggja landa þeirra bitna á heilli þjóð.   Að sama skapi og ekki á að setja Grænlendinga undir einn hatt - og fordæma þá fyrir verk fárra, á ekki að setja Íslendinga undir einn hatt og fordæma þá fyrir verk fárra. 

Ég á hreinlega enga sök - og frábið mér hana,  alveg eins og Grænlendingarnir í sjoppunni áttu enga sök. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 19.1.2017 kl. 23:10

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Bjálfalegur málflutningur á samfélagsmiðlum og óendanleg þörf sumra til að leysa allt á staðnum er að verða hálf nöturlegt upp á að horfa. Síðuhafa liggur svo á að koma með "bara eitthvað", að pínlegt er orðið.

Kveðja að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 19.1.2017 kl. 23:31

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Heyr!  Viðbrögð fólks í t.d. DV sýndu að fjöldi manna var búinn að dæma Grænlendingana áður en þeir voru sóttir í skipið. Íslendingar hafa ávallt verið hræddir við að menn rugli þeim við "eskimóa". Af hverju skyldi svo vera? Gæti ekki verið að Íslendingar hafi margir lítið niður á Grænlendinga í gegnum árin". Ég sá það að minnsta kosti glöggt á meðal landa minna í Danmörku á 9. áratugnum

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.1.2017 kl. 07:03

5 identicon

"fara ekki niður á sama plan og Íslendingar."

Þetta er setning frá Grænlenskum fjölmiðlum..

Örn Guđbrandsson (IP-tala skráð) 20.1.2017 kl. 07:36

6 identicon

Það er allt eins við því að búast að þetta sé fölsk æsifregn. Það yrði þá ekki í fyrsta sinn. Enda engar sannanir. Sbr. nýrri frétt um þetta, þá eru grænlenzkir fjölmiðlar að búa þetta til.

Pétur D. (IP-tala skráð) 21.1.2017 kl. 20:26

7 identicon

... enda mikill missir af hassinu.

Pétur D. (IP-tala skráð) 21.1.2017 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband