Irmingerstraumurinn liggur vestur með ströndinni.

Ein grein Golfstraumsins, sem ber heitið Irmingerstraumur, kemur úr suðaustri upp að suðvesturströndinni og heldur áfram til vesturs fyrir Reykjanes og þaðan til norðurs.

Þess vegna berast fljótandi hlutir líklegast vestur með ströndinni. 

Hafi líki verið varpað út af Óseyrarbrú við ósa Ölfusár, ber árstraumurinn það fyrst út fyrir ósinn þar sem fyrrnefndur hafstraumur hrífur það með sér.

En það gæti líka hafa verið borið niður að sjó við Selvogsvita eða fyrir austan hann og borist til vesturs þangað sem það fannst.  

Suðurstrandarvegur er nýr og fljótlegt að aka hann og auðvelt að varpa hlutum beint í straumvatn af brúnni. 

Í þessu máli er nú kominn margfalt betri gagnagrunnur fyrir því að upplýsa málið en var í málum Gunnars Tryggvasonar 1968 og Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar 1974. 

Í máli Gunnars, sem var skotinn í bíl sínum, hafði lögreglan lík og morðvopn í höndum, byssan fannst í fórum hins grunaða alllöngu síðar og sannað var að sú byssa hefði verið notuð til að bana Gunnari. 

En það voru engar eftirlitsmyndavélar né farsímar eða ummerki um sakborninginn í bíl Gunnars, játning fékkst ekki, og því var hann sýknaður. 

Í málum Guðmundar og Geirfinns var bókstaflega ekkert efnislegt fyrir hendi, svo sem lík, morðvopn, farartæki né ferlar hinnar týndu og sakborninganna, - aðeins játningar, sem fengnar voru með aðferðum sem hvorki væru leyfðar né teknar gildar nú, og hinir sakfelldu drógu síðar til baka. 

Lát Birnu Brjánsdóttur hefur snortið þjóðina djúpt og er sorglegra en tárum taki. 

Líklega hafa minnst á annað þúsund manns lagt leitinni og rannsókn málsins lið af einstökum dugnaði og vandvirkni. 

Í svona erfiðum málum skiptir slíkt miklu máli, og einnig sá samhugur og hluttekining sem aðstandendum og vinum Birnu hefur verið sýnd.  

 

 

Í 


mbl.is Staða rannsóknarinnar í hnotskurn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Yfirborðsstraumar í hafinu umhverfis Ísland,
gulu örvarnar sýna strandsjó:



Hafstraumar í kringum Ísland - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 23.1.2017 kl. 03:49

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Image result for irminger current map

Þorsteinn Briem, 23.1.2017 kl. 04:05

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kom auga á lík í sjónum við ...

Þorsteinn Briem, 23.1.2017 kl. 04:59

6 identicon

Aldrei þessu vant er nokkuð viturlegt sem kemur frá Steina Briem. Varðandi feril flöskupósta sem .B. sýnir á síðustu mynd, þá er rétt að hafa í huga að þau voru sjósett um 20 mílur suðaustur út frá Reykjanesvita með aðstoð þyrlu. Þar í liggur mikill munur. Flöskuskeytin rak fyrs suðvestur með Reykjaneshrygg og svo vestur í átt að Grænlandi.

Kjartan (IP-tala skráð) 23.1.2017 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband