"Þar sem er snjór og landi hallar..."

"Þar sem snjóar og landi hallar getur fallið snjóflóð" sagði norskur snjóflóðasérfræðingur, sem var fenginn til þess árið 1994 til að gefa ráð varðandi snjóflóðahættu í Skutulsfirði eftir snjóflóð, sem féll á Seljalandsdal og fór alla niður í Tungudal og olli mannskaða. 

Því miður var ekki tekið nógu mikið mark á Norðmanninnum varðandi aðra staði en Seljalandsdal. 

Það er til marks um hve orð Norðmannsins voru gild, að á þessum snjóflóðaárum féll meira að segja snjóflóð úr aflíðandi brekku í malarbakka.  

Það varð snjóflóðsslys í Bláfjöllum hér um árið, umferð fólks hefur stóraukist í nágrenni Reykjavíkur, og því er liðin sú tíð að eingöngu þurfi að gefa út snjóflóðaaðvaranir úti á landi og nýta til þess sérfræðiþekkingu sem til er í landinu. 


mbl.is Mat á snjóflóðahættu „löngu tímabært“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband