"Yout ain´t seen nothing yet" - eða hvað?

Þegar Eyjafjallajökull gaus árið 2010 og sjónvarpsmenn og annað fjölmiðlafólk flykktist austur á Rangaárvelli og í Hvolhrepp, var útsýnið til austurs með þrjú af helstu eldfjöllum landsins sem blöstu við, Heklu, Eyjafjallajökul og Kötlu, sem lét minnst yfir sér, þar sem hún lá í leyni undir þykkum ísfeldi Mýrdalsjökuls. 

Við Íslendingarnir, sem þarna vorum og veittum hinu erlenda fjölmiðlafólki upplýsingar og aðstoð, gátum þess að sjálfsögðu, að af þessum þremur eldfjöllum, hefði Eyjafjallajökull fram að þessu fallið i skuggann af Heklu og Kötlu vegna aldarlangrar frægðar Heklu og tíðra gosa síðustu sex áratugi, en Kötlu vegna þess, hve mikinn usla hún gæti gert, bæði með öskufalli og hamfaraflóðum. 

Einkum fannst hinu erlenda fjölmiðlafólki merkilegt, hve óhemju usla flóð niður í Markarfljót gæti gert, svo mikinn, að allt undirlendið vestur að Hólsá, sem er neðsti hluti Ytri-Rangár, væri í hættu. 

Þetta sæist til dæmis vel ef skoðaður væri svonefndur Drumbareitur niður af Fjótshlíð, en hann sýndi glögglega hvernig hamfaraflóð fyrir um 1500 árum hefði kubbað eins og eldspýtur stóran birkiskóg, sem þar hefði verið forðum. 

Einnig væru uggvænleg ummerki um hrikalegt öskufall frá Kötlu bæði fyrir og ekki síður alllögu fyrir landnám. 

"You ain´t seen nothing yet" var setning sem skaut upp kollinum í þessari umræðu um samanburð á mögulegum áhrifum Kötlugosa og gosum í Eyjafjallajökli. 

Ekki leið nema eitt ár þar til upp kom gos í Grímsvötnum með slíku öskufalli, að askan sem upp kom fyrsta sólarhringinn þar, var meiri en var í öllu gosinu í Eyjafjallajökli og á Fimmvörðuvörðuhálsi samanlagt. 

Síðan þótti hinum erlendu gestum merkilegt, að Hekla gæti hvenær sem væri, gosið með aðeins klukkustundar fyrirvara. 

En þetta er hinn íslenski veruleiki sem varð heimsfrægur í gosinu í Eyjafjallajökli sem varð upphafið á þeirri ferðamannasprengingu sem orðið hefur síðustu árin. 


mbl.is Ræða ráðstafanir vegna Kötlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eins og áður "gleymir" þú að nefna hér það sem mestu máli skiptir í þessu samhengi, sívaxandi ferðamennsku um allan heim og alltof hátt gengi íslensku krónunnar fyrir hrunið hér á Íslandi haustið 2008, Ómar Ragnarsson.

Hins vegar fjölgaði gosið í Eyjafjallajökli árið 2010 einnig erlendum ferðamönnum hér á Íslandi.

Steini Briem, 23.7.2016

Þorsteinn Briem, 30.1.2017 kl. 07:24

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ferðaþjónusta hefur farið vaxandi um allan heim síðastliðna áratugi.

Þróun alþjóðlegrar ferðaþjónustu frá árinu 1980 - Línurit bls. 7

Þorsteinn Briem, 30.1.2017 kl. 07:27

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurjón Pálsson. Hvernig ætlarðu að koma í veg fyrir að allir þessir ferðamenn streymi til landsins? Við getum ekki bannað fólki að koma hingað, til dæmis Kínverjum. Þeir eru um 1,3 milljarðar, þannig að ef 1% þeirra kæmi hingað eru það um 13 milljónir manna. Í Kína er ört vaxandi velmegun og Kínverjar ferðast sífellt meira.

Hvað ætlarðu að gera í því máli? Standa með skilti í Leifsstöð: Vinsamlegast komið ekki inn í landið. Ég vil ekki verða náttúrulaus. Sífellt fleiri ferðamenn munu koma til landsins, hvort sem þér líkar það betur eða verr. Og að sjálfsögðu ferðast þeir um allt landið. Flestir þeirra stoppa stutt við í Reykjavík, 1-2 daga,, en ferðast svo í viku um landið, samkvæmt könnunum.

Um hálf milljón erlendra ferðamanna kom til landsins í fyrra og árið 2007 eyddu þeir hér alls um fimmtíu milljörðum króna, um 100 þúsund krónum hver. Eftir fall íslensku krónunnar í fyrrahaust eyddu þeir hins vegar um 200 þúsund krónum hver. Krónan féll um 80% gagnvart Bandaríkjadal og þar að auki keypti hver og einn ferðamaður meiri vörur og þjónustu hér en áður.

Því má gera ráð fyrir að erlendir ferðamenn eyði hér alls um 100 milljörðum króna í ár um allt landið og þeir koma hingað allt árið. Um 123 þúsund erlendir ferðamenn komu í Leifsstöð síðustu fjóra mánuðina í fyrra, um 31 þúsund á mánuði að meðaltali, en í fyrra komu hingað um 42 þúsund ferðamenn á mánuði að meðaltali.

Þar að auki komu hingað í fyrra um sjötíu þúsund ferðamenn með um 80 skemmtiferðaskipum sem geta lagst að bryggju í Reykjavík, Ísafirði, Akureyri og Húsavík. Alls komu því hingað um 570 þúsund erlendir ferðamenn í fyrra og þeim hefur fjölgað mikið undanfarna mánuði miðað við sömu mánuði árið 2007.

Og þúsundir manna um allt landið hafa hér atvinnu af ferðaþjónustu allt árið, til dæmis starfsfólk hótela, veitingastaða, ferðaskrifstofa og flugvalla, ferðaþjónustubændur, flugmenn, flugfreyjur, leigu- og rútubílstjórar, miklu fleira fólk en vinnur hér í álverum, sem eru þar að auki einungis á örfáum stöðum á landinu. Í fyrra fækkaði íbúum á Austurlandi í sjö sveitarfélögum af níu, þrátt fyrir álverið í Reyðarfirði.

Raflínur og heljarinnar raflínustaurar úti um allar koppagrundir eru heldur ekkert augnayndi, þannig að virkjanir eru engan veginn "afmörkuð atvinnustarfsemi".


Og að sjálfsögðu munu bílar ekki ganga hér alltaf fyrir bensíni. Þeir munu ganga fyrir rafmagni og verða hlaðnir með ódýru húsarafmagni á nóttunum, þannig að ekki þarf að reisa hér virkjanir vegna þess.

Steini Briem, 18.2.2009

Þorsteinn Briem, 30.1.2017 kl. 07:32

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurjón Pálsson. Við Íslendingar eigum sjálfir rétt á að ferðast um okkar eigið land án þess að sjá raflínur og raflínustaura úti um allar koppagrundir. Og enda þótt einungis þriðjungur Íslendinga hefði áhuga á því, þarf að sjálfsögðu að taka tillit til þeirra sjónarmiða í málinu.

Lýðræði snýst ekki bara um að meirihlutinn, til dæmis 51%, ráði í öllum málum án þess að taka nokkurt tillit til minnihlutans eða ófæddra einstaklinga.

Mun fleiri hafa hér atvinnu af ferðaþjónustu en stóriðju og störfum við ferðaþjónustu fjölgar hér mikið á hverju ári. Hins vegar væri ekki hægt að fjölga hér endalaust störfum í stóriðju, auk þess sem hvert starf í stóriðju kostar íslenska ríkið miklar fjárhæðir, sem það þarf að taka að láni í útlöndum. Landsvirkjun þarf að greiða árlega 30-40 milljarða króna í vexti af erlendum lánum, auk afborgana.

Þar að auki hefur fólk í öllum sjávarþorpum landsins tekjur af ferðamennsku og sjávarútvegi en þannig er það engan veginn í stóriðjunni. Tekjur okkar af rafmagnssölu til álvera minnkuðu um meira en helming í Bandaríkjadölum fyrir hverja kílóvattstund síðasta misseri vegna verðhruns á áli, á sama tíma og tekjur okkar af sölu sjávarafurða drógust einungis saman um 5-10% í dollurum talið.

Og nú eyða erlendir ferðamenn hér meiru hver og einn í erlendri mynt en þeir gerðu árið 2007 vegna gengisfalls krónunnar.

Ég hef engra beinna hagsmuna að gæta í málinu og get því litið hlutlaust á það. Einnig hrefnuveiðar. Þær skila engu í þjóðarbúið, því hrefnukjöt kemur einungis í stað kjöts frá íslenskum bændum, sem starfa þar að auki allt árið. Hrefnuveiðar voru stundaðar hér í fyrrasumar af litlum bát frá Kópavogi og kjötið var unnið af fyrirtæki í Reykjavík.

Og íslenskir bændur flytja út mikið af landbúnaðarafurðum, því hálf milljón erlendra ferðamanna kaupir hér íslensk matvæli í stórum stíl í verslunum og veitingahúsum, auk þess að ryksjúga hér upp íslenskar lopapeysur.

Steini Briem, 18.2.2009

Þorsteinn Briem, 30.1.2017 kl. 07:33

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Yfirleitt er ekki hægt að banna útlendingum að dvelja hér á Íslandi eða Íslendingum að veita þeim hér þjónustu samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, meðal annars um frjálsa för fólks og frjáls þjónustuviðskipti á svæðinu.

Og Kínverjar sem komnir eru inn á Evrópska efnahagssvæðið, til dæmis til Noregs, geta að sjálfsögðu flogið þaðan hingað til Íslands.

Hins vegar er hægt að meina glæpamönnum sem búa á Evrópska efnahagssvæðinu landgöngu hérlendis.

En íslenskum ríkisborgurum er ekki hægt að banna að koma hingað til Íslands.

Þorsteinn Briem, 30.1.2017 kl. 07:39

6 identicon

Góðar athugasemdir frá Steina Bríem.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.1.2017 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband