Var ekki reist á krepputímum heldur á uppgangstímum.

Í heimsókn í Kirkjuhúsið í kvöldfréttum á Stöð 2 var sagt að húsið væri furðulega íburðarmikið, af því að það hefði verið byggt á krepputímum, árin 1925-27. 

Þetta er alrangt. Kreppan skall ekki á á Íslandi fyrr en seint á árinu 1930 eftir að mestu uppgangstímar í sögu þjóðarinnar fram að því höfðu verið árin á undan. 

Evrópuþjóðirnar voru að rétta út kútnum eftir heimsstyrjöldina og í Bandaríkjunum ríkti langmesti uppgangur í sögu þjóðarinnar, svo mikill, að áratugurinn fékk heitið "The roaring twenties." 

Fyrst stórstirni kvikmynda og íþrótta komu fram, svo sem Babe Ruth og Jack Dempsey, og framleiddir voru lúxusbílar með allt að 16 strokka vélum á borð við Bugatti Royale, Duesenberg og Packard. 

Farþegaflug var að ryðja sér til rúms og Lindberg flaug í einum áfanga yfir Atlantshafið til Parísar. 

Hæstu skýjakljúfar heims ruku upp í New York sem og stórbrýr og hraðbrautir. 

Íslendingar fóru ekki varhluta að þessu. Svo mikill var uppgangurinn að gengi krónunnar var hækkað, svipað fyrirbæri sást ekki aftur fyrr en á árunum 2005-2007 og eftir 2014. 

Það er ekki tilviljun að mörg glæsileg stórhýsi voru reist, svo sem Landspítalinn og Landssímahúsið og sömuleiðis brýr á borð við Hvítárbrú í Borgarfirðí. 

Í lok tímabilsins var haldin langstærsta og glæsilegasta útihátíð á Íslandi fram að því, Alþingishátíðin á Þingvöllum, Ríkisútvarp sett á laggirnar,, skipaflotinn tók stækkaði ört og útgerðarfyrirtækin þar með, og steinhúsabyltingin breiddist um landið, jafnt til sjávar og sveita.

Hús Marteins Einarssonar við Laugaveg var eitt af þeim glæsihúsum, sem síðan eru tákn um uppgangstíma fyrr á tíð.  


mbl.is Full alvara að selja Kirkjuhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hótel Borg við Austurvöll tók einnig til starfa árið 1930.

Þorsteinn Briem, 1.2.2017 kl. 07:38

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, byggt fyrir hluta ameríska gróðans, sem féll í hlut íslensks íþróttamanns vestra. 

Ómar Ragnarsson, 1.2.2017 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband