Eiður að stjórnarskránni, - djók?

Varla var liðinn sólarhringur frá því að Donald Trump sór eið þess efnis að standa vörð um og virða stjórnarskrá Bandaríkjanna þar til hann undirritað tilskipun sem augljóslega brýtur í bága við þessa stjórnarskrá. 

Undanfarin ár hafa átök og þóf í átökum þriggja stoða bandarísks lýðræðis farið vaxandi. Á endanum greip Barack Obama til meiri beitingar tilskipanavalds forsetans en þekkst hefur áður. 

Það var ekki góð þróun en ekki er við Obama einn að sakast að hann taldi sig á endanum tilneyddan til að beita valdi, sem dómstólar gerðu ekki athugasemd við. 

En á innan við viku hefur tilskipunargleði hins óbilgjarna Donalds Trumps gert beitingu Obama á því valdi að smámunum. 

Nú í hádeginu mátti heyra það hjá fjölmiðlafulltrúa forsetans, að forsetinn myndi hafa úrskurð dómara í málinu að engu´á þeim forsendum að sjálfur teldi forsetinn sig hafa haft lögin sín megin. 

Með slíkum yfirlýsingum er farið út á hættulega braut sjálfdæmis forsetans, sem sé æðra dómsvaldinu. 

Framundan virðist þref milli valdstoðanna þriggja sem fari fram úr því sem hingað til hefur þekkst í þeim efnum og stór spurning er, hvort bandarískt lýðræði og stjórnkerfi muni standast þá raun. 

Ein af athugasemdum Feneyjarnefndarinnar svonefndu 2013 við frumvarp stjórnlagaráðs var sú, að í nýrri stjórnarskrá væri fólgin hætta á auknum óróa og átökum á milli framkvæmdavalds og löggjafarvalds.

Fjölmiðlungar, sem stukku á þetta álit, gleymdu því að gagnrýni Feneyjarnefndarinnar beindist fyrst og fremst að grein í stjórnarskrárfrumvarpinu um málskotsrétt forseta Íslands, sem var af sama toga og 26. greinin er núna, en í ljósi reynslunnar frá 2004, þegar deilur risu um það að engin atkvæðagreiðsla fór fram, skerpt á nauðsynlegum reglum varðandi framkvæmdina.

Ákvæði um aðgreiningu, valdmörk og skörun valds í stjórnarskrám vestrænna lýðræðisríkja, "checks and balance",  eru grunndvallaratriði lýðræðisfyrirkomulagsins. 

Þrátt fyrir ákveðna annmarka 26. greinarinnar varðandi framkvæmd hennar, sem kippt er í lag í frumvarpi stjórnlagaráðs, verður ekki annað sagt en að Íslendingar hafi komist sæmilega frá beitingu málskotsákvæðisins og að þjóðarvilji sé fyrir því að slíkur öryggisventill sé til. 

Hvort Bandaríkjamenn komi vel eða illa út úr komandi átökum forseta, þings og dómstóla í valdatíð afar einstrengingslegs forseta, er önnur saga. 


mbl.is Lögbann á ferðabann Trumps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

12.2.2013:

Eiríkur Bergmann Einarsson, sem sæti átti í Stjórnlagaráði:


"Langþráð álit Feneyjanefndarinnar svokölluðu, sem ráðleggur um nýjar stjórnarskrár aðildarríkja Evrópuráðsins, var birt í dag.

Þar kennir ýmissa grasa, ýmsu hrósað og athugasemdir gerðar við annað. Eins og gengur.

Nokkrar athugasemdir eru til að mynda gerðar við forsetaembættið sem nefndin telur þó að breytist lítið að eðli og inntaki í nýju stjórnarskránni.

Nefndin veltir því upp hvort betur kunni að fara á því að stjórnmálamenn og jafnvel sveitastjórnarmenn að auki velji forsetann í stað almennings, eins og nú er.

Þá telur nefndin að málskotsréttur forseta (sem hér hefur lengi verið í gildi) sé sérkennilegur og að heppilegra geti verið að hann vísi málum til lagalegrar nefndar sem meti stjórnarskrárgildi laganna eða þá aftur til Alþingis.

Svo má nefna að Feneyjarnefndin telur að betur fari á því að þingmenn einir breyti stjórnarskrá, helst með auknum meirihluta en að óþarfi sé að bera stjórnarskrárbreytingar undir þjóðina, eins og Stjórnlagaráð leggur til."

Álit Feneyjanefndarinnar á frumvarpi Stjórnlagaráðs

Þorsteinn Briem, 4.2.2017 kl. 13:04

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"26. gr. [...] Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu.

Lögin falla úr gildi
, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu."

Stjórnarskrá Íslands


Forseti Íslands þarf ekki að segja af sér, enda þótt slík lög yrðu samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hins vegar:


"11. gr. [...] Forseti verður leystur frá embætti, áður en kjörtíma hans er lokið, ef það er samþykkt með meiri hluta atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu, sem til er stofnað að kröfu Alþingis, enda hafi hún hlotið fylgi 3/4 hluta þingmanna. [...]"

Þorsteinn Briem, 4.2.2017 kl. 13:06

4 identicon

Sæll.

Eins og vanalega sleppa hin talandi höfuð bæði hérlendis sem og fyrir vestan að kynna sér málin. 

Prófaðu að horfa á þetta:

https://www.youtube.com/watch?v=JVWzIAMOaJ0

Helgi (IP-tala skráð) 4.2.2017 kl. 13:10

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi voru fjórar þjóðaratkvæðagreiðslur á 25 árum, 1908-1933, um áfengisbann árið 1908, þegnskylduvinnu árið 1916, Sambandslögin árið 1918 og um afnám áfengisbannsins árið 1933.

Hins vegar voru engar þjóðaratkvæðagreiðslur hér á Íslandi á lýðveldistímanum á árunum 1945-2009, í 65 ár, og Sjálfstæðisflokkurinn var við völd 83% af þeim tíma.

Þorsteinn Briem, 4.2.2017 kl. 13:18

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu 1. janúar 1994 og Schengen-samstarfinu 25. mars 2001.

Engin þjóðaratkvæðagreiðsla var um þessi mál.

Þorsteinn Briem, 4.2.2017 kl. 13:19

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Samtal Matthíasar Johannessen, ritstjóra Morgunblaðsins, við dr. Bjarna Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, sem birt var í Morgunblaðinu 9. júní 1968, í aðdraganda forsetakosninga."

"Bjarni víkur í viðtalinu að synjunarákvæðinu í stjórnarskránni frá 1944 og greinir þar frá ástæðum þess að það var sett inn í stjórnarskrána, en þess má geta að Bjarni átti sæti í nefndinni sem samdi tillögurnar að lýðveldisstjórnarskránni. Bjarni segir:

"Í stjórnarskránni er forsetanum að nafni eða formi til fengið ýmislegt annað vald, þar á meðal getur hann knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lagafrumvarp með því að synja frumvarpinu staðfestingar.

Þarna er þó einungis um öryggisákvæði að ræða, sem deila má um hvort heppilegt hafi verið að setja í stjórnarskrána. Aldrei hefur þessu ákvæði verið beitt og sannast sagna á ekki að beita því þar sem þingræði er viðhaft.""

Synjunarvald forseta Íslands skýrist eingöngu af tímabundnu ástandi 1942-1944

Þorsteinn Briem, 4.2.2017 kl. 13:21

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðaratkvæðagreiðslur hér á Íslandi eru einungis ráðgefandi nema á grundvelli 26. greinar stjórnarskrárinnar:

"26. gr. [...] Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar og fær það þó engu að síður lagagildi en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu.

Lögin falla úr gildi ef samþykkis er synjað en ella halda þau gildi sínu."

Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010

Þorsteinn Briem, 4.2.2017 kl. 13:24

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er enn í fullu gildi.

"11. gr. Til þess að spurning eða tillaga sem er borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu teljist samþykkt þarf hún að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í atkvæðagreiðslunni."

Sem sagt ekki meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá hverju sinni.

Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010

Já sögðu 48 og enginn sagði nei

Þorsteinn Briem, 4.2.2017 kl. 13:25

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 4.2.2017 kl. 13:29

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenska þjóðin kaus ekki forseta Íslands fyrr en árið 1952, þegar Ásgeir Ásgeirsson varð forseti.

Þorsteinn Briem, 4.2.2017 kl. 13:34

12 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Æ,æ. Ég ætlaði að verða fyrstur til að kommenta við þetta blogg , en það var einhver annar vitleysingur á undan mér. En er ekki sennilegt að þingið setji þennan forseta af ef hann sniðgengur stjórnarskrána á þennan hátt?

Jósef Smári Ásmundsson, 4.2.2017 kl. 15:08

13 identicon

Í bandaríkjunum ar alltaf hægt að finna dómara sem er til í að setja lögbann á kvað sem er. Það er ekki þar með sagt að viðkomandi aðgerð sé brot á stjórnarskrá.

Ég hef aðeins fylgst með viðtölum um þetta mál vestra,og ef fólk er spurt hvaða stjórnarskrárákvæði hafi verið brotið lenda menn strax út í móa.

Það sem bjargar mönnum oftast, er að af pólitískum ástæðum spyrja fæstir fréttamenn þessarar spurningar,og ef þeir gera það komast menn upp með að svara út í hött.

Þangað annað kemir í ljós tel ég að þetta sé ekki brot.

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 4.2.2017 kl. 17:31

14 identicon

Er ekki hægt að senda Steina Briem til Saudi Arabíu í styttingu.

Mannfýlan er ömurlega leiðinleg.

Það virðist vera að hann haldi að það verði dæmt í þessu máli eftir ósamþykktu stjórnarskrárbroti ofan af Íslandi.

Hvílíkt og annað eins

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 4.2.2017 kl. 17:35

15 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Merkilegt að Ómar skuli láta hjá líða að nefna vandræði Obama með alríkisdómara Í Texas árið 2015 sem ógliti stefnu forsetans í sambandi við ólöglega innflytjendur.

Þegar svona kemur fyrir þá er það auðvitað hæstiréttur Bandaríkjanna sem sker úr um málið, þurfi þess.

Þetta er segjandi fyrir margra þá sem ætluðu að byrla okkur Íslendingum nýja stjórnarskrá = lýðskrumsstjórnaskrá. Bandaríkin eru réttarríki, sama hver er forseti þeirra.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 4.2.2017 kl. 18:29

16 identicon

Það leynist engum að Trump á sína stuðningsmenn á skerinu. Þvílíkur ósómi, þvílik heimska.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.2.2017 kl. 18:49

17 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Það er nóg af þeim og þeir eiga Ku Klux Klan hatta inn í klæðaskápum sínum. Rasistar og kynþáttahatarar fram í fingurgóma í sínum íslensku hvítu "óflekkuðu" höndum.yell

Ragna Birgisdóttir, 4.2.2017 kl. 19:51

18 identicon

Er ekki hægt að senda Steina Briem til Saudi Arabíu í styttingu.

Mannfýlan er ömurlega leiðinleg.

Það virðist vera að hann haldi að það verði dæmt í þessu máli eftir ósamþykktu stjórnarskrárbroti ofan af Íslandi.

Hvílíkt og annað eins

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 4.2.2017 kl. 21:02

19 identicon

Ragna ,þú ert fyrsti kynþáttahatarinn sem hefur upp raust sína á þessum þræði.

Af einhverjum ástæðum virðist þú hata hvíta kynstofninn,sem er auðvitað ekkert annað en rasismi.

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 4.2.2017 kl. 21:06

20 identicon

Ragna ,þú ert fyrsti kynþáttahatarinn sem hefur upp raust sína á þessum þræði.

Af einhverjum ástæðum virðist þú hata hvíta kynstofninn,sem er auðvitað ekkert annað en rasismi.

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 4.2.2017 kl. 23:33

21 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Tha,,þú segir mér nokkuð Borgþór........þarf að skoða það vel og vandlega....cool ...ég er líklega svört inn við beinið......laughing........

Ragna Birgisdóttir, 4.2.2017 kl. 23:47

22 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Enn athyglisvert að sjá að af því að blökkumenn á borð við Martin Luther King reyndu að andæfa kynþáttamismunun í Bandaríkjunum skuli slíkt fólk vera skilgreint sem kynþáttahatarar, sem hatist við hvítt fólk. 

Ef hlustað er á "I have a dream" ræðu Kings þarf afreksfólk í útúrsnúningum til þess að komast að svona niðurstöðu. 

Ómar Ragnarsson, 5.2.2017 kl. 13:08

23 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

http://www.americanrhetoric.com/speeches/mlkihaveadream.htm

Ragna Birgisdóttir, 5.2.2017 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband