"Hvenær hefur maður drepið mann...?" "Að drepa einn mann er morð.."

Á sínum tíma skilgreindu margir Stalín, Hitler og Maó sem fjöldamorðingja, sem hefðu valdið dauða tuga milljóna fólks hver um sig. 

Engu að síður gerðu Roosevelt og Churchill bandalag við Stalín í styrjöldinni við Hitler á þeim forsendum að Hitler væri miklu verri en nokkur annar. 

Churcill sagði, þegar hann var gagnrýndur fyrir þetta bandalag og minntur á fyrri harðorð ummæli hans um Stalín, að Hitler væri svo slæmur og langverstur af öllum, að réttlætanlegt gæti verið að gera bandalag við sjálfan Kölska gegn honum. "Ég gæti áreiðanlega fundið einhver vinsamleg orð í garð Kölska til að segja í Neðri málstofunni", sagði Churchill. 

"Hver hefur drepið mann og hver hefur ekki drepið mann? Hvenær hefur maður drepið mann og hvenær hefur maður ekki drepið mann?" spyr Jón Hreggviðsson í Íslandsklukkunni.

Stalín á að hafa svarað vangaveltum um morð svona: "Að drepa einn mann er morð. Að drepa milljón er tala."

Varðandi Pútín kunna skilin á milli morðs og ekki morðs að vera ákveðin tala, einhvers staðar á milli tölunnar einn og tölunnar milljón. 

Og þá er spurningin hve marga þarf að drepa til þess að teljast morðingi.

En kannski skiptir það engu máli fyrir Trump hvort eð er þegar um bætt samskipti Bandaríkjamanna við Pútín og Rússa er að ræða.  

 


mbl.is Segist virða „morðingjann“ Pútín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í fyrradag:

"Bandaríkin ætla ekki að aflétta viðskiptabanni gegn Rússlandi á meðan Krímskagi er innlimaður af Rússum.

Frá þessu greindi Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, í fyrstu opinberu ræðu sinni í Öryggisráðinu.

Hún hóf ræðu sína á því að segja að sér þætti það óheppilegt að fyrsta ræða hennar snerist um að fordæma herskáar aðgerðir Rússa.

Þannig ætti þetta ekki að vera því Bandaríkin vilji bæta samband sitt við Rússland.

Aðgerðir Rússa í austurhluta Úkraínu séu hins vegar á þá leið að þær verði að fordæma.

Haley lagði áherslu á að viðskiptabannið sem lagt var á Rússland 2014 verði við lýði þar til Rússar skili landsvæðinu aftur til Úkraínu."

Þorsteinn Briem, 5.2.2017 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband