Í fullu samræmi við feril Trumps.

Á skrautlegum ferli sínum í gegnum lífið og í viðskiptalífinu hefur Donald Trump þurft að þola gjaldþrot og ósigur í málaferlum, ef marka má gögn um það. 

En allan tímann hefur hann sagt að þetta séu "lygar" og að hann hafi komið út úr hverju gjaldþroti og hverjum dómi sem sigurvegari. 

Þessi ferill hans nær allt aftur til unglingsáranna þar sem hann var að eigin sögn besti íþróttamaðurinn á þeim árum, þótt engin gögn séu til um það. 

Þess vegna þarf engum að koma á óvart að hann segi það sama um skoðanakannanir, fréttir, umfjöllun um hann og störf hans og hvaðeina, sem snertir hann. 

Ef það er neikvætt er það falsað og rangt. 

Og héðan af fer það varla að breytast. 


mbl.is Trump: Byggi skoðanir „að mestu“ á gögnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar - sem jafnan, sem og aðrir gestir, þínir !

Ómar !

Er ekki sanngjarnt: að gefa Donald Jóhannesi Trump / svo og nánasta félaga hans, Mikhaíl Ríkharði Pence, hinar mestu og beztu væntingar, til næstu missera, fjölfræðingur góður ?

Að - ógleymdum Stefáni Bannon, ágætum liðsmanni, þeirra félaga ?

Við munum nú báðir Ómar: að á ýmsu gekk, á Rómverska Lýðveldistímanum, hjá þeim Maríusi og Súlla t.d., forðum (í Fornöldinni).

Með beztu kveðjum - sem endranær, af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.2.2017 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband