Tekur áratugi að jafna kjörin til fulls.

Þessa dagana ber mikið á viðleitni til að véfengja sem mest að konur hafi að meðaltali minni laun en karlar. En þá gleymist hve stór hluti kvenna, margar þúsundir, sem kominn er á lífeyrisaldur, ber enn skarðan hlut frá borði vegna þess að þær voru ólaunaðar og heimavinnandi á bestu árum ævi sinnar og þjóðfélagið metur metur störf þeirra við uppeldi og húshald ekki á krónu hvað snertir lífeyrisgreiðslur.  

Þeim mun fleiri börn, sem þessar konur ólu upp, oft að mestu upp á eigin býti, því minni möguleika áttu þær á að hafa einhverjar tekjur utan heimilis og þar með að ávinna sér lífeyrisréttindi. 

Í allri umræðunni nú er látið eins og þessar konur séu ekki til, sem skammtað er rúmlega 200 þúsund krónur á mánuði og eru langt fyrir neðan lægstu laun á vinnumarkaðnum. 

Og þær ekki teknar með í reikninginn, af því að laun og lífeyrir séu sitt hvað. 

Sem er alrangt. Hluti af laununum, sem gamla fólkið vann fyrir á sínum tíma, var tekinn og lagður í lífeyrissjóð sem átti að tryggja að það fengi þessa peninga endurgreidda í formi lífeyrislauna. 

Ranglætið gagnvart þessum konum var það, að uppeldis- og hússtjórnarstörfin voru einskis metin, jafnvel þótt um svo stór heimili væri að ræða og mikinn barnafjölda, að litlir sem engir möguleikar voru á vinnu utan heimilis. 

Þar að auki er látið eins og það sé sjálfsagt lögmál, að þegar konur verða í miklum meirihluta í ákveðnum störfum eins og í menntakerfinu og i heilbrigðiskerfinu, dragist laun þessara stétta niður af því að þau sé orðin "kvennastörf".

Á sama tíma er véfengt á alla lund að kynjamisrétti viðgangist í kjaramálum.

Nýjasta útspilið er síðan að vegna þess að konur séu orðnar duglegri en karlar í að mennta sig, muni þær verða launahærri einhvern tíma í framtíðinni! 

Eins og það sé eitthvað að því, að þær kunni að fá að njóta afraksturs vinnunnar við að mennta sig! 

Það er lítil huggun fyrir stóran hluta hinnar hlunnförnu kynslóðar kvenna, sem nú lepur dauðann úr skel með lægri lífeyri en nægir fyrir lágmarksframfærslu, þótt eftir dauða þeirra kunni mál að þróast til betri vegar. 


mbl.is Hallar ekki bara á konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Tölur segja okkur að 50% hjónabanda endi með skilnaði, sem verður að taka með í reikninginn.  Barnmargar konur unnu "bara heima", sem krafðist þess að eiginmaðurinn ynni myrkranna á milli.  Þær gerðu þeim því kleift að safna drjúgt í lífeyrissjóð - sem að vísu fer nú eitthvað á milli mála að skili sér á efri árunum.  En mistökin við hjónaskilnað eru þau að skipta ekki áunnum (sameiginlegum) lífeyrisréttindum líkt og öðrum eignum. ÞAÐ bitnar líka á þessum konum.

Kolbrún Hilmars, 12.2.2017 kl. 13:53

2 identicon

Sæll Ómar jafnan - sem og aðrir gestir, þínir !

Kolbrún !

''fer nú eitthvað á milli mála að skili sér á efri árunum'': segir þú um eftirlaunagreiðzlur Lífeyrissjóðanna af fádæma hógværð og kurteisi, fornvinkona góð.

Nei Kolbrún mín - og þið önnur.

Það fer ekkert á milli mála: að ræningjabæli Lífeyrissjóðanna, sem og ýmissa Myrkra kompa í þeirra skjóli, eru að ræna landsmenn stórum hluta tekna sinna / undir verndarvæng alþingis, með alls lags klásúlum og prettum, sem það sama alþingi hefir sett undir innantóma laga bókstafi sína, Kolbrún mín.

Á Borgarafundi - suður í Háskólabíói í Reykjavík, Haustið 2011 kom fram í framsögu Marinós G. Njálssonar, vel kunns síðuhafa hér á Mbl. vefnum, sem og glöggum Stærðfræði- og kerfisfræðingi, að bara það ár (2011) stælu Lífeyrissjóðirnir hverjum 6.700.00 krónum / af hverjum þeim 8.000.00 krónum, sem iðgjaldendur greiddu til þeirra, hvert sinn.

Hvað: skyldi hlutfall þjófnaðarins vera í dag / af hverjum 8.000.00 krónum, sem hinir sömu sjóðir hnuppla, úr vösum fólks ?

Kannski - 7.200.00 - 7.500.00 krónur, af hverjum hinum Átta Þúsundum króna, gott fólk / jafnvel meiru ???

Spáið í þennan anga - hins rotna, og löngu drag úldna íslenzka samfélags !!! 

Svo í ofanálag: er samgöngu ''jöfurinn'' Jón Gunnarsson að kvaka eftir vegatollum, úr vösum almennings, þessa dagana.

Hví - skyldi það vera ?

Jú: Jón og vinir hans, í öllum flokkunum 7 á þingi, hafa ekki við að stela öllu steini léttara / þeim dugðu ekki tæpar 45 prósenturnar (%) ofan á ofur- launin, sem fyrir voru ú lúkum Kjararáðs, fyrir þann 29. Október s.l., gott fólk !!!

Ísland er orðið - að einum allsherjar Mykjuhaug, gott fólk !!!

Í: öllum skilningi.

Með beztu kveðjum - engu að síður, af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.2.2017 kl. 17:01

3 identicon

Góður Óskar Helgi, mjög góður. Kveðja frá Hellas.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.2.2017 kl. 17:14

4 identicon

.... Haukur fornvinur Kristinsson !

Ég hefi löngum vitað: að ekki væri mjög djúpt á réttlætiskennd þinni, þrátt fyrir margvíslegan hugmyndafræðilegan ágreining okkar, í ýmsum öðrum mála.

En hér að ofan - vildi ég bara vekja athygli Kolbrúnar og annarrs góðs fólks, á þeim rangindar brautum, sem þorri Íslendinga býr nú við / af svo ótal mörgum öðrum óhugnaði og ósóma, ónefndum.

Af nægu er að taka: Haukur minn.

Njóttu dvalarinnar ríkulega - þar syðra, gamli góði félagi.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.2.2017 kl. 17:25

5 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Íslensk pólitík er einn risastór sorphaugur þar sem að rottur í jakkafötum og drögtum ráða ríkjum og fitna sem adrei fyrr.Éta sína eigin unga ef þeim þóknast svo.

Ragna Birgisdóttir, 12.2.2017 kl. 18:24

6 identicon

Komið þið sæl - að nýju !

Ragna Birgisdóttir !

Ekki svo ýkja langt: frá raunveruleikanum, þín myndræna lýsing á ástandinu, í landinu.

Með beztu kveðjum - sem fyrr /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.2.2017 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband