Trump lofaði að beita sér gegn annarri og þriðju kynslóð.

Í einni af ræðum Trumps í kosningabaráttu hans í haust, sem vitnað er í eftir að hann varð forseti, sagðist hann ætla að margefla bandaríska leyniþjónustu og lögreglu í því skyni að setja múslima í Bandaríkjunnum í svo aðgangshart eftirlit, að hvers kyns grunur um stuðning við hryðjuverkamenn eða samúð með gerðum þeirra yrði afhjúpaður og gerðar ráðstafanir til að uppræta allt slíkt . 

Þar yrði ekki aðeins um að ræða þá sem væru beinir innflytjendur, heldur ekki síður aðra og þriðju kynslóðina sem væri enn hættulegri og þyrfi enn harðara eftirlit.

Nú er að sjá hvernig hann stendur við þessi stóru orð.

Á svipaðan hátt og hann setti einn helsta fjandmann EPA yfir þá stofnun, er líklegt að hann noti svipaða aðferð við CIA og hreinsi þar duglega til, svo að hún gangi hraustlega til verks gagnvart múslimum, því að heimsókn hans í þá stofnun eftir að hann tók við embætti, vakti vonbrigði, sorg og reiði þar á bæ vegna yfirlætis og sjálfhverfu forsetans sem talaði nær eingöngu um sjálfan sig og afrek sín, unnin og óunnin, greinilega til að sýna fram á hvað stæði til og hver hefði húsbóndavaldið.    


mbl.is Samþykktu tillögu um ríkisfang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband