Krím og Sevastopol svipađ fyrir Rússa og Florida og Norfolk fyrir BNA.

Rússar fórnuđu meira en 50 ţúsund mönnum fyrir Krímskaga í Krímstríđinu um miđja 19. öld. 

Ţeir fórnuđu milljónum manna á ný fyrir skagann og höfnina Sevastopol í Seinni heimsstyrjöldinni.

Nikita Krústjoff gerđi mikil mistök áriđ 1964 ţegar hann "gaf" Úkraínumönnum skagann međ ţví ađ fćra hann frá ţví ađ vera rússneskt yfirráđasvćđi yfir til Úkraínu.  

Á ţeim tíma skipti ţetta engu máli, ţví ađ bćđi ríkin voru njörvuđ í Sovétríkin međ sterkri miđstjórn í Moskvu. 

En honum var vorkunn, ţví ađ hann sá ekki fyrir ađ Sovétríkin myndu hrynja rúmum aldarfjórđungi síđar og ađ skaginn gćti komist inn á vestrćnt áhrifasvćđi, sem áriđ 1964 náđi ađeins yfir Vestur-Evrópu.  

Hernađarleg ţýđing Krím og Sevastopol er svipuđ fyrir Rússland og Flórídaskagi og höfnin Norfolk norđar á austurströnd Bandaríkjanna er fyrir Bandaríkjamenn. 

Ţađ er hćgt ađ gagnrýna Pútín og harđsvírađa stefnu hans innanlands og í utanríkismálum en ţađ breytir ekki ţví, ađ enginn rússneskur ráđamađur mun af augljósum hernađarlegum ástćđum geta leyft sér ađ "taka Krústjoff á ţetta" međ ţví ađ afsala sér Krím og Sevastopol. 

Enda gerđi Krústjoff ţađ viđ gerólíkar ađstćđur, ţegar áhrifasvćđi Vesturveldanna náđi ekki einu sinni yfir allt Ţýskaland og lá vestan viđ Tékkóslóvakíu og Ungverjaland. 


mbl.is Rússar hyggjast halda Krímskaga
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband