100 tilkynningar og 60 kvartanir yfir engu?

Í kvöldfréttum mátti sjá tvær mismunandi útgáfur af hinu "pottþéttu" og "ströngu skilyrðum" sem fullyrt er að sé á tveimur sviðum á Íslandi, í fiskeldi og í kísilverinu í Helguvík. 

Frá kísilverinu bárust 60 kvartanir um reyk og óþef frá kísilverinu, en talsmaður þess sagði í sömu frétt að engin lykt hefði fundist á verksmiðjusvæðinu, og af þeirri fullyrðingu mátti ráða að ekkert væri að. 

Í öðrum fréttum var fjallað um það að á tveimur stöðu á landinu, í Dýrafirði vestra og Berufirði fyrir austan hefði mikið af fiski sloppið út úr kvíum. 

En eins og kunnugt er, eru skilyrðin fyrir því að það geti ekki gerst svo ströng að slíka á að vera ómögulegt. 

Samt hafa borist 100 tilkynningar hringinn í kringum landið um að regnbogasilungur hafi fundist í íslensku ám, og nýlega var greint frá því í frétt, að ætlunin væri að tífalda fiskeldið á næstu árum. 

Þetta minnti mig á það að ég kom einu sinni seint um nótt úr fréttaferð út á land og átti leið fram hjá Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga, en þá lagði dökkan og mikin reyk hátt til himinst frá verksmiðjunni. 

Tók af því mynd, sem var sýnd í fréttum, en fram að því hafði jafnan verið harðlega þrætt fyrir að nokkur reykur slyppi þarna nokkurn tíma út, þótt fjölmargar kvartanir hefðu borist um það. 

Eitt af svörunum, sem sáust frá verksmiðjumönnum um þetta var, að þessi myndbirting sýndi hve mjög ég hataðist við verksmiðjuna, því að til þess að ná þessu einstaka tilfelli hefði ég greinilega þurft að bíða við verksmiðjuna allar nætur, jafnvel vikum saman, til þess að ná mynd af þessu eina skipti! 


mbl.is „Gjörsamlega stjórnlaus iðnaður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er náttúrulega tilvalið að kvarta um óþef frá kísilverinu þó vindátt sé ekki frá því og næst því sé enga lykt að finna. Kvörtun í pottinn er kvörtun í pottinn. Gagnast vel þeim sem telja kvartanir frekar en að skoða gildi þeirra og telja allar kvartanir gefa ástæðu til lokana. Vonandi kvartar enginn yfir óþef frá rafhjóli Ómars. Hvað ætli þurfi margar til að hann hætti notkun og fríi borgarbúa frá óþefnum? Nægja 60?

Hábeinn (IP-tala skráð) 16.2.2017 kl. 23:50

2 Smámynd: Már Elíson

Fábjáni

Már Elíson, 18.2.2017 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband