"Legg þú á djúpið..."

Þegar séra Hjálmar Jónsson velti því fyrir sér á sínu tíma, hvort hann ætti að fara úr prófastsembættinu nyrðra og bjóða sig fram til þings, hafði hann samband við ýmsa, meðal annars mig, til að heyra hvað vinum hans fyndist um þennan möguleika. 

Ég mælti með framboðinu og sendi honum vísu þar sem orðin "Legg þú á djúpið, þú sem enn ert ungur...", voru leiðarstef. 

Síðar kom að því að Hjálmar hætti á þingi og gerði um það vísuna, sem er í tengdri frétt á mbl.is

Því er það sjálfgefið, að ég sendi honum nú vísu þar sem bregður fyrir orðalagi úr stöku minni hér um árið og úr stöku hans, sem hann vitnar í, auk ummæla hans um hugsanlegt starf, sem taki nú við. 

 

Legg þú á djúpið þótt þú sért ekki ungur

og ofan úr prédikunarstólnum dottinn, 

og það sé ólíkt sem aldraður karlapungur  

að ávarpa rútufarþega eða Drottin. 


mbl.is Hjálmar hættir í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband