"Meiriháttar þorrablót."

Sennilega finnst mörgum útlendingum það manndómsraun að smakka í íslenskan þorramat, enda lítur hann ekkert sérlega vel út. 

Miðað við það hvað maður er mikil skræfa við að leggja í að borða framandi erlendan mat er ekki hægt annað en að dást að þeim útlendingum, sem leggja sér íslenska "viðbjóðinn" til munns. 

Þegar Mike Tyson mátti búast við að fara í fangelsi fyrir að bíta stykki úr eyra Evanders Holyfields 1997 lagði ég til að honum yrði veitt landvist á Íslandi með eftirtöldum rökum. 

Ef Tyson til Íslands náum við nú í vetur, - 

því norpandi´í fangelsi er ævi hann ill, - 

á þorrablótum hér getur hann bætt um betur

og borðað eins marga svarta hausa´og hann vill. 

 

En nú var þorraþræll í gær og ég kveð þorrann á facebook með laginu "Þetta er meiriháttar þorrablót" sem líka má finna á Youtube undir mínu nafni.


mbl.is Smökkuðu þorramat (myndskeið)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband