Sum stef valdafíknar eru algengust.

Nokkur stef er að finna sem eru algengust hjá þeim sem sækjast eftir miklum völdum og auði, sem oft endar með harðstjórn og einræði. 

Nefna má fjögur: 

1. Að finna sameiginlegan óvin fyrir alla þjóðina, svo að hún fylki sér að baki einræðisherranum og sætti sig við harðstjórn hans. Að virkja þjóðerniskenndi og tortryggni gagnvart útlendingum til hins ítrasta, enda væri kjörorðið: "Deutschland uber alles". Hitler fann sameiginlegan óvin í alþjóðlegu samsæri Gyðinga og þeim, sem stóðu að Versalasamningunum.

Eftir að hafa heyrt afar vel gerðan útvarpsþátt Veru Illugadóttur í fyrrakvöld um harðstjórn Ceausescu-hjónanna í Rúmeníu, sem var á pari við harðstjórnina í Norður-Kóreu, horfði ég á tvær áhrifamiklar heimildarmyndir um þau á YouTube, myndir sem kynnu að eiga vaxandi erindi næstu misserin.  

Ceausescu spilaði á sterka þjóðerniskennd Rúmena með því að lýsa á árlegum útifundi í Búkarest 1968 yfir andstöðu við innrás Sovétmanna í Tékkóslóvakíu. Að öðru leyti lýsti hann yfir fullri tryggð við að framkvæma kommúnismann vægðarlaust og kom þannig í veg fyrir að Bresnéf sendi her inn í landið.

Pútín hefur verið laginn við að spila á þjóðerniskennd Rússa og finna ógnandi óvini sem geri hann að hinum "sterka leiðtoga" til að verjast erlendri ágengni, og Donald Trump boðar að á næstu árum muni koma til óhjákvæmilegs stríðs við Kínverja og styrjaldar í Miðausturlöndum, enda séu Kínverjar og fleiri þjóðir ógn við það takmark að "gera Bandaríkin mikilfengleg á ný" og að kjörorðið sé "America first!" 

2. Að skapa öryggisleysi, svo að þjóðin fylki sér á bak við þann, sem lofar aðgerðum til að "skapa öryggi" og "bægja óvinum þjóðarinnar frá."

Þetta gera til dæmis Erdogan Tyrklandsforseti, Pútín Rússlandsforseti og Kim Jong-un í Norður-Kóreu, og er sá síðastnefndi kominn langlengst.

Til að "tryggja öryggi" eru leyniþjónusta og lögregla margefld í boði stofnana eins og þeim, sem Gestapo, STASI, KGB og Securitatis, leyniþjónusta Ceausescus, voru.  

Donald Trump hefur lofað að margefla Leyniþjónustu Bandaríkjanna og lögregluna til þess að fást við 1., 2., og 3. kynslóð múslima í Bandaríkjunum. 

3. Að búa til mikilfenglega og rándýra viðburði, byggingar, mannvirki og framkvæmdir sem gleðji lýðinn og skapi samstöðustemningu auk þess að gylla nafn foringjans.

Þetta kunnu Ceausescu-hjónin öðrum betur og gerðu linnulítið á valdatíma sínum.

Gífurlegum fjármunum fátækrar þjóðar var eytt í stærstu og íburðarmestu þjóðhöfðingjahöll veraldar og rosalegar byggingar og breytingar á miðborg Búkarest á sama tíma og þjóðin leið skort, sult, kulda, rafmagnsleysi og kúgun.

Kim Jong-un stundar þetta á svipaðan hátt.

Hitler komst kannski lengst í stórfenglegum viðburðum í Nurnberg og víðar, sem og Stalín og Mao.  

Donald Trump er ennþá bara á stigi stórfenglegra útifunda og þess að eiga stóran skýjakljúf og fleira, sem ber nafn hans. Pútín og Erdogan eiga ekki slíkar eyrnamerktar byggingar eða mannvirki. En múrinn mikli á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna verður mikilfenglegur. 

4. Að búa til "alternate facts" eða "alternate truth" sem hinn sterki leiðtogi boðar og kynnir. auk þess að hamast gegn fjölmiðlum, sem séu "óvinir þjóðarinnar" og flytji aðeins "falsfréttir" og búi til "falsveruleika" og Trump kallar það.

Kannski finnst ýmsum það óviðeigandi að nefna Donald Trump í þessum pistli og rétt er að taka það skýrt fram, að hann er aðeins rétt að byrja feril sinn og alls óvíst um framhaldið og það hve mikil alvara honum sé eða hve langt hann komist í að efna kosningaloforð sín.

5. Að gæta þess að enginn geti ógnað valdsmanninum, hvorki næst honum né fjær. Allt hjá Ceausescu-hjónunum miðaði að þessu. Hún var varla læs, en til þess að geta komist lengra en dæmi eru um í því að verða meðal virtustu vísindamanna á sínu sviði, bæði innan lands sem utan, og ráða öllum í háskóla- og vísindasamfélagi Rúmeníu, valdi hún samstarfsfólk sem var jafnvel enn verr menntað en hún sjálf til að tryggja stöðu sína og það, að þetta fólk ætti henni allt að þakka. Hann valdi sér jábræður, sem urðu að skríða fyrir honum. 

Þetta er svipað fyrirbæri og tíðkast hjá sumum eigendum eða forstjórum risafyrirtækja. Til þess var tekið á tímum Henry Fords yngra, að hann reyndi að lokka til sín sem færasta yfirmenn deilda eða meðstjórnenda, en um leið og honum þótti þeir verða orðnir of áhrifamiklir, rak hann þá og leitaði að öðrum í staðinn. 

Trump hefur raðað í kringum sig jábræðrum, sem margir eru svo slæmir, að þeir eru þegar farnir að hrökklast í burtu eða gera arfamistök. 

Þetta einkenni loforða hans og hegðunar hingað til, talar sínu máli og hafa ekki fara ekki leynt, hvernig sem framhaldið verður.

 


mbl.is Óttast fangelsun og alræðisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Góiður pistill, Ómar - Mikil pæling hjá þér og viska.

Már Elíson, 20.2.2017 kl. 19:44

2 identicon

Hann Ceausescu var nú mærður af einhverjum hér á landi.

http://truflun.net/stefan/2007/08/16/ceausescu-og-olafur-ragnar/

http://andriki.is/2007/08/15/midvikudagur-15-agust-2007/

Flestir stjórnmálamenn á Vesturlöndum voru þeirrar skoðunar um það leyti sem Ólafur Ragnar fór í hina merku för, að menn á borð við Ceausescu væru stórvarasöm illmenni og vildu ekki eiga við þá óþörf samskipti. En Rúmenar eru svo lánsamir að Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins og alþingismaður var ekki sömu skoðunar. Ólafur Ragnar taldi Ceausescu „heiðursmann“ og fór til fundar við hann til að freista þess að fá hann til liðs við alþjóðleg þingmannasamtök sín, eins og áður hefur verið sagt frá. Ceausescu var ekki reiðubúinn til að vera í „innsta hring“ í samstarfi við Ólaf Ragnar eins og sá falaðist eftir, en féllst þó á stuðning og með það var Ólafur Ragnar afar ánægður

offroad (IP-tala skráð) 20.2.2017 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband