Lengi getur vont versnað.

Það eru fimm ár síðan vitað var með vissu, að vá steðjaði að lífríki Mývatns og að vatnið yrði sett á svonefndan rauðan lista. 

Viðbrögð nýrrar ríkisstjórnar, sem tók við batnandi hag þjóðarbúsins 2013 voru þau að draga úr framlögum til þeirra aðila sem þyrftu að standa fyrir aðgerðum til að bregðast við þessu ástandi. 

Á þessum tíma skrifaði ég tvær blaðagreinar í Fréttablaðið um hernaðinn gegn náttúruverðmætum Mývatnssveitar, sem nú væri að fá á sig nýja mynd í viðbót við fyrri aðgerðir á virkjanasvæðum austan vatnsins. 

Í fyrra var svo komið vegna hnignunar lífríkis vatnsins, að þáverandi umhverfisráðherra setti á fót nefnd til að athuga ástandið og gera tillögur til úrbóta. Ekkert er farið að gera til úrbóta.

En lengi getur vont versnað. Nú liggur fyrir að búið hefur verið svo um hnúta að Umhverfisstofnun hefur í raun nær ekkert vald til að beita sér með neinum árangri í því skyni að hafa í heiðri lögu um verndurn Laxár- og Mývatnssvæðisins.

Ef stofnunin hefði svipað vald og Fiskistofa væri fyrir löngu búið að kæra umhverfissóðana, senda lögreglu til að stöðva framferði þeirra og láta dæma þá fyrir spjöll sín. 

En hvorki Umhverfisstofa né Landgræðsla Íslands geta í raun gert neitt nema senda bréf með áminningum og áranguslausu eða árangurslitlu nöldri.

Skammgróðapungar á svæðinu fara sínu fram, án leyfisveitinga, reisa hótel og mannvirki að eigin vali og fara í kringum lög og reglugerðir eins og ekkert sé.

Heilbrigðiseftirlitið er brandari, - sýnir fyllstu meðvirkni í raun og gróðapungarnir segja fullum fetum, að það sé engin ástæða til þess að virtar séu skuldbindingar Íslands í Ríó-sáttmálum um að náttúran sé ævinlega látin njóta vafans.  

Hámark ósvífninnar er síðan að græða á auglýsingum um það að hótel séu íðilgræn um umhverfisvæn vegna umhyggju eigendanna fyrir verndun vatnsins á sama tíma sem saur er dælt í það og reistar hiklaust nýjar byggingar án samráðs við Umhverfisstofnun.

Skammgróðagræðgin er svo mikil, að mönnum er skítsama, - orðið skítsama er rétta orðið - um það þótt þeir og afkomendurnir muni í framhaldinu getað tapað margfalt meira fé en þeir græða í augnablikinu.    


mbl.is Leyfislaus skolphreinsun við Mývatn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Oft hér lengi versnar vont,
vitið fyrir róða,
ekki vantar mikið mont,
Mývetningasóða.

Þorsteinn Briem, 23.2.2017 kl. 15:07

2 identicon

Nú er Mývetningurinn Björn Þorláksson orðinn upplýsingarfulltrúi Umhverfisstofnunar. Kannski tekst honum að koma viti fyrir frændur sína Mývetninga.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.2.2017 kl. 15:29

3 identicon

http://www.visir.is/hverahlid-bjargadi-rekstri-a-hellisheidi/article/2017170229547

GB (IP-tala skráð) 23.2.2017 kl. 16:55

4 identicon

Ekki er það mál skattgreiðenda á íslandi að greiða fyrir skítaræsi við Mývatn.Þettaer þeirra vandamál en ekki þjóðarinnar

mm (IP-tala skráð) 23.2.2017 kl. 20:47

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mývatn er ekkert einkamál Mývetninga frekar en að Gullfoss og Geysir séu einkamál Biskupstungnamanna eða að meðferð Talibana á Búddastyttum í Afganistan hafi verið einkamál Talibananna. 

Ómar Ragnarsson, 23.2.2017 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband