GAGA: Að drepa alla rússnesku þjóðina oftar en Rússar kála Bandarísku þjóðinni!

Talið er að kjarnavopnin, sem Rússar búa yfir, geti drepið alla Bandaríkjamenn margsinnis. 

Förum varlega og segjum að vopnin geti drepið Bandaríkjamenn tvisvar. 

Þá rís upp Donald Trump og vill, að það sé ekki talið nóg að Bandaríkjamenn geti líka drepið alla Rússa tvisvar, heldur þrisvar! Bandaríkin yrðu að hafa afgerandi forystu í þessu máli. 

Þarna sést ein af forsendunum fyrir MAD (Mutual Assured Destruction) sem hefur verið grundvallarkenningin á bak við kjarnavopnakapphlaupið.

MAD, eða GAGA í íslenskri þýðingu, (Gagnkvæm Altryggð Gereyðing Allra"), felst í því að hvor aðili um sig sannfæri hinn um að hann muni ekki hika við að fara út í gereyðingarstríð sem eyði öllu lífi á jörðinni. Annars virkar hótunin ekki!  

Og nú þurfa Kanarnir helst að geta drepið alla Rússana oftar en Rússarnir geti drepið Kanana!

Yndislegt að hafa eignast svona töff leiðtoga vestrænna þjóða!  


mbl.is Trump vill efla kjarnorkuvopnabúrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Nú spyr ég í ljósi síðasta blogs hjá þér... Hver kemur stríði að stað. Þar sem ég veit að þú svarar ekki en veist að það eru fjölmiðlar. Þeir byrja á þassu kjaftæði með hver getur drepið sem flesta og hver á betra vopnabúr.

Valdimar Samúelsson, 25.2.2017 kl. 08:27

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Obama lét sér vel líka að NATO og ESB sæktu af ákafa að því að sækja að vesturlandamærum Hvíta-Rússlands og Rússlands ..."

Barack Obama varð Bandaríkjaforseti árið 2009, fimm árum eftir að langflest Austur-Evrópuríkin fengu aðild að Evrópusambandinu og NATO.

Og fjórtán árum eftir að Svíþjóð og Finnland fengu aðild að sambandinu.

Ekkert ríki fékk aðild að Evrópusambandinu eftir að Obama varð forseti, fyrir utan Króatíu sem fékk aðild fyrir fjórum árum og er þar að auki langt frá landamærum Rússlands.

Og Pútín forseti Rússlands hefur sagt opinberlega að hann hafi ekkert á móti því að Úkraína fái aðild að Evrópusambandinu, sem er fyrst og fremst efnahagsbandalag og ekki það sama og varnarbandalagið NATO.

Evrópusambandið hefur hins vegar engan áhuga á að Úkraína fái aðild að sambandinu á næstu árum og hugsanlega aldrei vegna mikils kostnaðar sem í því fælist fyrir sambandið, til að mynda vegna hárra styrkja til landbúnaðar í Úkraínu.

Og harla ólíklegt að Úkraína fái nokkurn tíma aðild að NATO, hvað þá á meðan borgarastyrjöld er austast í landinu.

Geysistór Úkraína er allt annað en smáríkin Eistland og Lettland sem eiga landamæri að Rússlandi, eins og Finnland sem vill ekki eiga aðild að NATO.

Finnland vildi hins vegar fá aðild að Evrópusambandinu eins og Austur-Evrópuríkin, sem einnig vildu fá aðild að NATO.

Og þau ríki eru einnig allt annað en Úkraína, sem fengi hins vegar hernaðaraðstoð NATO vegna varna eins og Finnland og Svíþjóð, enda þótt þessi ríki eigi ekki aðild að varnarbandalaginu.

Rússar vita vel að þeir hafa ekkert að segja í hernaðarstyrk NATO-ríkjanna ef Rússland réðist á ríki í varnarbandalaginu og NATO hefur heldur engan áhuga á að ráðast á Rússland.

En það er ekki þar með sagt að NATO eigi ekki að viðhalda vörnum sínum og sýna umheiminum að varnarbandalagið geti varið sig, enda væri bandalagið til lítils ef það gæti það ekki.

Þorsteinn Briem, 3.3.2017 kl. 05:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband