Sumt virðist ekki hægt að mæla.

Svo virðist af fréttum af mælingum á mengun frá kísilverksmiðjunni í Helguvík, að það sem íbúarnir kvarta mest yfir, komi ekki fram í þessum mælingum á því sem leggur frá bálinu í ofnum verksmiðjunnar. 

Sem sagt: 

 

Aðfinnslurnar ekki hafa nægt, 

því ekkert mælist, sem berst út frá bálinu.  

Að aðhafast neitt ekki verður hægt, 

sé ómælanleg skítalykt af málinu. 


mbl.is Rannsaka hvaða efni valda lyktinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri gaman að mæla áhuga Ómars á ólykt í Keflavík. En oft hefur verið kvartað yfir lykt frá hausaþurrkunum og mjölbræðslu án þess að Ómar tæki upp penna. Hvaðan kemur þessi nýfundni áhugi Ómars á þefnæmi Keflvíkinga?

Íbúar Keflavíkur eru 8500 en þeir sem finna einhverja lykt eru 60. En 60 nægja til að Ómar segi íbúana kvarta. Ómar er gjarn á að nota alhæfingar og segir okkur e.t.v. næst að íbúar Reykjavíkur aki um á Toyota Land Cruiser og búi í Laugardalnum.

Það er náttúrulega tilvalið að kvarta um óþef frá kísilverinu þó vindátt sé ekki frá því og næst því sé enga lykt að finna. Kvörtun í pottinn er kvörtun í pottinn. Gagnast vel þeim sem telja kvartanir frekar en að skoða gildi þeirra og telja allar kvartanir gefa ástæðu til lokana. Vonandi kvartar enginn yfir óþef frá rafhjóli Ómars. Hvað ætli þurfi margar til að hann hætti notkun og fríi borgarbúa frá óþefnum? Nægja 60?

Hábeinn (IP-tala skráð) 1.3.2017 kl. 23:48

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er ekki frá mér komið að "allar kvartanir gefi ástæðu til lokana" heldur hafa fréttir verið fluttar af því að hótanir um lokun stórrar og dýrrar verksmiðju séu hafðar uppi, en Hábeinn telur slíkt augljóslega bara smámál.

Það er búið að halda íbúafundi syðra yfir málinu og þetta mál hefur verið í gangi í nokkrar vikur. 

En ummæli um kvartanir yfir óþef frá rafhjóli mínu sýnir á hvaða stigi Hábeinn vill halda umræðu um þetta mál. 

Ómar Ragnarsson, 2.3.2017 kl. 07:13

3 identicon

Ómar þykist engan áhuga hafa en skrifar samt a.m.k. þrjá pistla um málið. Sér ekki ástæðu til að kanna málið nánar eins og góður fréttamaður mundi gera en snýr lystilega útúr að svara spurningum eins og þaulæfður pólitíkus. Á því stigi er umræða Ómars. En ætli verði einhver mengun og óþefur þegar Ómar flýgur til Brussel í sumar?

Hábeinn (IP-tala skráð) 2.3.2017 kl. 08:44

4 Smámynd: Már Elíson

"hábeinn" þessi þorir ekki að koma undir nafni, sem lýsir hugleysi hans. - Hans skrif lýsa einnig manískum idiot sem ræðst að fólki úr launsátri og lýsir einnig hans innra eðli sem og andlegum vandamálum. - Ómar ætti ekki að taka marklausar svívirðingar hans nærri sér eða svara. - Þetta er óværa sem þarf að díla við með þögninni.

Már Elíson, 2.3.2017 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband