Fyrrverandi stjórnarandstaða hefði þingmeirihluta.

Skoðanakannanir á milli kosninga eru ekki það sama og úrslit í kosningunum sjálfum. 

Samt er áhugavert að fylgjast með sveiflum í skoðanakönnunum, og til dæmis vekur lítið fylgi við nýja stjórn og stjórnarflokkanna athygli, svona skömmu eftir kosningar og stjórnarmyndun. 

Flokkarnir, sem voru í minnihluta á Alþingi á síðasta kjörtímabili, myndu getað myndað stjórn með meirihluta á þinginu, ef úrslit kosninga yrðu í samræmi við þjóðarpúls Gallups. Samanlagt fylgi þessara flokka er 49%, en samanlagt fylgi fyrrverandi stjórnarflokka, Sjalla og Framsóknar er 39&, en 44% ef Viðreisn er talin með, sem er hæpið, því að sem kunnugt er sögðu talsmenn þess flokks eftir kosningarnar að þeir útilokuðu að vera í þriggja flokka stjórn með fyrrverandi stjórnarflokkum. 

Ástæða þess að 49% má skoða sem þingmeirihluta er sú, að atkvæði greidd flokkum með minna en 5% fylgi, falla dauð niður. 

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn áfram stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband