Mótsagnir varðandi hervæðinguna.

Aðal liður ráðstafana Donalds Trumps til "að gera Bandaríkin mikil á ný" og "endurheimta þjóðarstolt Bandaríkjamanna" virðist þessa dagana felast í því að auka fjárútlát til hersins um tæp 10% og reisa "múrinn mikla" á suðurlandamærum BNA, og gera þetta á kostnað nánast allra annarra útgjaldaliða ríksins, nema ef vera skyldi "uppbyggingu innviða", sem er ansi loðið orðalag. Gæti kannski átt við samgöngumannvirki. 

Trump hefur gagnrýnt fyrri stjórnvöld harðlega fyrir það að vanhugsaðar hernaðaraðgerðir erlendis hafi kostað mikil útgjöld, en vill á sama tíma auka hernaðarútgjöld til þess "að tryggja öryggi Bandaríkjanna." 

Þau útgjöld eiga til dæmis að gera herinn bardagahæfari og búinn betri vígtólum, til dæmis þegar senda þarf sjóherinn á vettvang þar sem "hagsmunum Bandaríkjanna", svo sem olíuhagsmunum, sé ógnað. 

Flest ríki, sem halda uppi miklum herafla og herbúnaði, eiga í vandræðum með að halda öllum vígtólunum í viðunandi lagi og hefur komið fram að ástandið hjá öðrum herveldum, til dæmis í Evrópu, sé jafnvel verra en hjá Bandaríkjaher. Því meiri sem heraflinn og herbúnaðurinn eru, því meiri útgjöld. 

Hermálastefna Trumps, rétt eins og forvera hans, er því full af mótsögnum. 

 


mbl.is Í hvað fara allir þessir peningar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Múrinn mikli er ekki hvað síst hugsaður til
að koma í veg fyrir það flóð fíkniefna sem
berst inn í BNA við þessi landamæri.

Í Bandaríkjunum kannast menn við að til séu
glæpamenn, glæpagengi sem og kaupahéðnar sem
setji jafnvel miljarða í viðskipti af þessu tagi
og um afleiðingar þess þarf vart að ræða.

Í þessu samabandi er gleðilegt til þess að vita að
ekki eru til glæpamenn eða kaupahéðnar á Íslandi
á þessu sviði samkv. bestu fáanlegu heimildum,
það sé goðsögn og sölumenn ekki aðrir en fíklarnir sjálfir.

Kannski þetta endi með því að einungis verði
til óvirkir hórkarlar á Íslandi 2030!

Húsari. (IP-tala skráð) 2.3.2017 kl. 12:23

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eiturlyfjabarónar hafa grafið göng undir landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó, Barónsstíg, til að flytja eiturlyf á milli landanna og halda því væntanlega áfram, þrátt fyrir landamæravegg svo háan að enginn kæmist þar yfir nema fuglinn ljúgandi.

Fái framleiðendur í Bandaríkjunum ekki ódýrt vinnuafl frá Mexíkó gætu þeir þurft að hækka verð á vörum sem þeir framleiða.

Og leggi Bandaríkin tolla á mexíkóskar vörur getur Mexíkó að sjálfsögðu lagt tolla á bandarískar vörur.

Þorsteinn Briem, 2.3.2017 kl. 17:27

3 Smámynd: Mofi

Ef að Trump minnkar hernaðarbröltið í miðausturlöndum þá gæti hann líklegast byggt upp herinn heilmikið og sparað á sama tíma.  Ég segi líklegast, ég er enginn sérfræðingur en virkar rökrétt í mínum augum.

Mofi, 2.3.2017 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband