Litlir eru troðnir undir ef þeir meta stöðuna rangt.

Efnahagsástandið á Íslandi 2008 var ekkert einsdæmi í sögu þjóðarinnar hvað það varðaði að það stefndi í hrun. Hin fyrri skipti voru 1939 og 1948.

1939 varð kreppan mikla dýpst hér á landi vegna hruns mikilvægs fiskmarkaðar á Spáni, sem borgarastyrjöldin þar olli. 

Sagt var að í raun ætti hinn breski Hambrosbanki Ísland, svo mikið skulduðum við þar.

Hitler bað um aðstöðu hér á landi fyrir flug Þjóðverja yfir Atlantshafið, en þáverandi flugmálaráðunautur íslensku ríkisstjórnarinnar, Agnar Koefoed-Hansen, réði eindregið frá því að samþykkja þessa beiðni, því að það myndi gera óhjákvæmilegt að Ísland lenti strax í stríðsátökum, sem vaxandi stríðshætta gerðu líkleg. 

Það vakti athygli erlendis þegar Íslendingar gerðust svo djarfir að hafna bón Hitlers, einkum vegna þess að viðskiptasambönd okkar við Þjóðverja voru mikilvæg. Vafalítið hefur tangarhald Breta á fjárhag okkar hins vegar skipt miklu um þessi mál og það, hve Bretar töldu Ísland skipta miklu máli fyrir öryggishagsmuni sína á Norður-Atlantshafi. Hambrosbanki tróð okkur ekki undir, þótt við værum örþjóð.

Á árunum 1945-1948 sólunduðu Íslendingar svo mjög stríðsgróðanum, að þeir þrír stjórnmálaflokkar, sem höfðu myndað Þjóðstjórn 1939 vegna kreppunnar þá, mynduðu aftur ríkisstjórn 1948, sem sárbændi Bandaríkjamenn um björgunaraðstoð Marshallhjálparinnar. 

Ef Ísland hefði ekki að verið jafn gríðarlega mikilvægt hernaðarlega og það var í upphafi Kalda stríðsins, hefði Marshallaðstoð ekki verið veitt þeirri þjóð í Evrópu, sem hafði ein Evrópuþjóða stórgrætt peningalega á stríðinu.  Og meira að segja fengum við stærra framlag miðað við stærð þjóðarinnar, en nokkur önnur þjóð. 

Í Þorskastríðunum átti þetta mikla hernaðarmikilvægi stóran þátt í því að fá Bandaríkjamenn til að halda aftur af Bretum varðandi beitingu fallbyssna herskipa þeirra. Við nýttum okkur það og Bretar gátu ekki neytt aflsmunar og troðið okkur undir. 

Hér hafa verið nefnd þrjú dæmi um það að hernaðarmikilvægi Íslands gerði Íslendingum kleyft að fá Bandaríkjamenn til að bjarga okkar málum. 

En eftir lok Kalda stríðsins gjörbreyttist þessi staða. Íslenskir ráðamenn héldu hins vegar að það væri hægt í fjórða og fimmta skiptið að nýta sér stöðu, sem var ekki lengur fyrir hendi. 

Þeir héldu að Bandaríkjamenn myndu gera það fyrir okkur að hafa áfram her sinn á Keflavíkurflugvelli upp úr aldamótunum og bjarga okkur frá gjaldþroti 2008, sem var því að kenna, að í fáheyrðri græðgisbólu höfðum við búið til íslenskt fjármálakerfi sem var margfalt stærra en allt þjóðarbúið. 

Hvorugt gerðist, hvorki að hafa herinn áfram né að bjarga okkur í bankakreppunni á sama hátt og stærri þjóðum, en það sýnir firringu margra hér að halda, að við gætum rétt si svona reddað þessu sjálfir án aðkomu AGS, sem bauðst okkur, og Bandaríkjamenn studdu þó.

Matið hafði verið rétt 1939, 1948 og 1958/1972/1975, en var rangt 2000 og 2008.  


mbl.is Sýnidæmi um land sem átti ekki að bjarga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Varðandi þessa grein mogga eða umfjöllun, - að þá eru þetta allt of mörg orð.  Það var bara ein ástæða fyrir að BNA vildu ekki koma nálægt.  Ástæðan var að bankarnir íslensku undir stjórn sjalla og framsóknarmanna voru í botnlausu rugli og trúin á þeim í núlli og það að BNA menn hentu 1-2 milljörðum dollara hefði verið eins og að stökkva vatni á gæs.  Þeir segja það bókstaflega í skjalinu.  Moggi er bara að ljúga þegar hann vill flækja fleiri atriðum þar inn.  Ísland er tekið sem dæmi um óvithátt í meðferð fjármála, í besta falli.

,, ,,MR. SHEETS. As outlined in the memo and then also my remarks, the first is that we are looking for economies that are large and systemically important. The second is that we are looking for economies in which their policies have been strong and it appears that they are largely being influenced by contagion. The third piece is countries for which we believe that the swap line might actually make a difference.

Now, let me just give you a concrete case of the third criterion because that’s a little more abstract than the first two. Iceland came to us and requested a swap line of approximately $1 billion to $2 billion, which would have been 5 to 10 percent of Iceland’s GDP so it was fairly large relative to the size of the country. But the liabilities of the banking system were on the order of $170 billion, and the underlying problem was really that there was a loss of confidence in its banks. We came to the conclusion that a $1 billion to $2 billion swap line was very little ammunition to use against a potential loss in confidence in this $170 billion financial system. For that reason, we as the staff recommended against a swap line for Iceland." (bls.33 of 206)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.3.2017 kl. 13:00

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"19. nóvember 2008:

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti fyrir stundu á fundi sínum beiðni Íslendinga um 2,1 milljarða Bandaríkjadollara lán.

Íslenskt efnahagslíf þarf á fimm milljörðum dollara að halda að mati ríkisstjórnarinnar.

Sú upphæð jafngildir um 700 milljörðum króna miðað við Seðlabankagengi."

Þorsteinn Briem, 4.3.2017 kl. 14:33

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gengi íslensku krónunnar hrundi þegar íslensku bankarnir og Seðlabanki Íslands urðu gjaldþrota haustið 2008 og Íslendingar í námi erlendis lentu þá í gríðarlegum erfiðleikum.

Evrópusambandsríki, til að mynda Danmörk, Svíþjóð, Finnland og Pólland, lánuðu þá íslenska ríkinu stórfé og björguðu því frá gjaldþroti.

Þorsteinn Briem, 4.3.2017 kl. 14:35

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fra norsk side har en lagt stor vekt på et tett nordisk samarbeid om støtte til Island. I forbindelse med IMF-styrets behandling av Islands stabiliseringsprogram 19. november 2008, gikk Norge derfor sammen med Danmark, Finland og Sverige om å love at de fire landene samlet ville gi et mellomlangsiktig lån på 2,5 mrd. USD."

Norska fjármálaráðuneytið 13. mars 2009

Þorsteinn Briem, 4.3.2017 kl. 14:37

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ríkisstjórn Svíþjóðar 2. júlí 2009:

Í NÓVEMBER 2008
STAÐFESTI ÍSLAND að landið ætlaði að standa við skuldbindingar sínar hvað snertir bankainnistæður að 20.887 evrum, samkvæmt tilskipun sem gildir á Evrópska efnahagssvæðinu (94/19/EG) .

"I november 2008 bekräftade Island att landet kommer att leva upp till sina åtaganden enligt insättningsgarantidirektivet, det vill säga att ärsätta insättare i isändska bankers utländska filialer upp till det högsta möjliga beloppet enligt den isländska insättningsgarantin, 20.887 euro.

Þorsteinn Briem, 4.3.2017 kl. 14:37

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

7.10.2008: (Sama dag og Davíð Oddsson talaði um óreiðumenn í Kastljósinu.)

"Eins og fram hefur komið í morgun stendur til að íslenska ríkið fá allt að fjögurra milljarða evra [á núvirði um sex hundruð milljarða íslenskra króna] lán frá yfirvöldum í Rússlandi en fréttir af því eru þó enn óljósar.

Í viðtali við Bloomberg fréttaveituna í dag segir Davíð Oddsson [seðlabankastjóri] að viðræður við Rússana væru enn í gangi.

Seðlabanki Íslands sendi engu að síður frá sér tilkynningu snemma í morgun þar sem greint var frá því að Rússland hefði veitt Íslandi lánafyrirgreiðslu að upphæð 4 milljarðar evra til að efla gjaldeyrisforða landsins."

Þorsteinn Briem, 4.3.2017 kl. 14:40

8 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ómar þú gleymir kreppunni á 7. áratugnum. Lífeyrissjóðirnir sem allir dásama nema eftirlaunafólk minnir launafólk sífellt á þá krísu. Þetta eru lögin sem voru 1969 og skattlögðu launafólk um 10% af öllum dagvinnutekjum. Enn er launafólk að greiða þessa skatta.

Verðfallið á þorskinum, síldin hvarf og margar stórar gengisfellingar  á tveim árum alveg sérstaklega. 

Síðan var alltaf rætt um óskilgreindar hliðarráðstafanir.

Kristbjörn Árnason, 4.3.2017 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband