Fáránlegur vegarkafli og aðhlátursefni.

Hringvegurinn, Þjóðvegur númer eitt, í Berufirði er hreinn brandari, en afar súr brandari. 

Í fyrsta lagi liggur Þjóðvegur númer eitt ekki stystu leiðina, yfir Öxi, og heldur ekki þá leið, þar sem hann hefur verið malbikaður alla leið um sunnanverða Austfirði, heldur yfir Breiðdaldsheiði, þar sem talsverður spotti hefur ekki verið malbikaður. 

Ef ekin er svonefnd Fjarðaleið, 10 kílómetrum lengri, en mun auðeknari en Þjóðvegur númer eitt, er sú leið 1341 kílómetri. 

En af þessum kílómetrum, eru enn nokkrir kílómetrar í Berufirði, sem ekki hafa, þegar komið er vel fram á 21. öldina, verið malbikaðir, innst í Berufirði. 

Það er alveg sama um hverja af fyrrnefndum þremur leiðum er ekið, - Öxi, sem er 61 kílómetrum styttri en Þjóðvegur 1, Þjóðvegur 1 um Breiðdalsheiði, eða Fjarðaleið, - allir verða að skrönglast þessa ömurlegu kílómetra í Berufirði. 

Þjóðvegur númer eitt, malarvegur að hluta til, er náttúrulega grátbrosleg þjóðarskömm, og er búin að vera það lengi. Fyrir nú utan það rugl að vegurinn yfir Breiðdalsheiði skuli vera Þjóðvegur númer eitt. 


mbl.is Yfir 60 bílar lokuðu veginum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bókin um veginn er komin út í nýrri þýðingu.

Formála ritar vegamálastjóri.

Þorsteinn Briem, 5.3.2017 kl. 18:37

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það mætti halda að það kostði einhver ósköp að malbika þennan spotta.

Erfitt að skilja hugmyndafræðina á bakvið að geyma sér alltaf þennan spotta.

Alveg merkilegur vandræðagangurinn kringum allt hér uppi.

Og svo er samgönguráðherra, ráðherra vegamála, látinn komast upp með að vera bara í felum.  

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.3.2017 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband